Sagnir - 01.04.1984, Blaðsíða 91

Sagnir - 01.04.1984, Blaðsíða 91
SYNT OG SVAMLAÐ urhöfn, þar sem nú er Slippurinn. Björn ritstjóri studdi því nafna sinn Björn Blöndal, föður Sig- fúsar orðabókarhöfundar, til að hefja sundkennslu við laugina í Laugarnesi vorið 1884. í júlí sama ár drukknuðu þrír ungir Reykvík- ingar er bát þeirra hvolfdi milli Viðeyjarsunds og Reykjavíkur. Margir töldu að þeir hefðu bjargast, hefðu þeir verið syndir. Við þessi válegu tíðindi jókst áhugi bæjarbúa á sundmennt nokkuð og hélst svo næstu tvö árin. Þá henti sú ógæfa að Björn sundkennari Blöndal drukknaði í Rauðarárvík er bát hans hvolfdi, sennilega hefur hann fengið krampa. Úrtölumönnum þótti þetta sýna gagnsleysi sundíþrótt- arinnar. Björn ritstjóri var þó ekki á því að gefast upp heldur fékk hann annan sundkennara, Magn- ús B. Þorsteinsson — en í nóvem- ber 1892 dó Magnús. Varð Birni það að ráði að fá Pál bónda Erl- ingsson í Laugardal, Árnessýslu, til að kenna sundið og tók hann til starfa vorið 1893. Var nú séð fyrir sundkennara er entist öllu lengur í stöðunni en fyrirrennarar hans. Páll kenndi sund fram til 1921 —og ekki nóg mcð það því Páll var faðir sundkennarannajóns, Stein- gríms og Ólafs, enn fremur faðir sundkappans Erlings „pólitís" sem er faðir sundkennaranna Ás- dísar og Erlu sem kennt hafa ung- um Reykvíkingum sund fram á þennan dag. Sundkennslan var Páli erfið fyrstu árin, laugin léleg og skiln- ingur gagnvart sundinu oft tak- markaður. Það voru aðallega skólapiltar sem lærðu sund — enda skyldugir til. Páll hafði sérstakan áhuga á að gera sjómenn synda, en þar var á brattann að sækja. Páll var aðeins ráðinn til kennslunnar um sumarið og var erfitt að fá fé til að lengja kennslutímann fram á haustið en þá voru sjómenn einna helst í landi. Þeir sýndu og sund- kennslunni takmarkaðan áhuga þótt þeir hefðu kost á, hafa ef til vill talið skjóta drukknun illskárri en langvinnt dauðastríð. Haustið 1902 virtist áhugi þeirra þó auk- ast. Þá var haldið próflaust sund- námskeið sérstaklega fyrir sjó- menn. 44 sjómenn gengu eða syntu á undan með góðu fordæmi og þeir voru flestir stýrimenn eða skipstjórar. Áratuga starf og áróður var farið að bera ávöxt, „ungmenna- félagsandans" gætti nú einnig; æ fleiri urðu syndir; fordómar og andúð gegn sundíþróttinni voru nú loks á undanhaldi. Bæjaryfir- völdin fóru að sýna sundinu aukinn áhuga og laugin sem hafði alla tíð verið hálfgerður forarpollur var steypt upp 1908. Það er einnig til marks um sundáhugann að þetta ár voru veittar 450 krónur úr bæjarsjóði til að kenna piltum sund. Þann 19. mars hélt Bríet Bjarnhéðinsdóttir, fulltrúi kvenna- listans, jómfrúræðu sína. Kven- maðurinn fór fram á 150 krónur til sundkennslu stúlkna. Fjárveit- ingin var samþykkt en einum bæj- arfulltrúanum þótti þó nóg um „heimtufrekjuna“. Synt í sjó Nú var sundáhuginn að fullu vaknaður en mörgum þótti heldur langt að fara inn í Laugar og þegar þangað var komið var oft fullþröngt á þingi. Það var því ekki laust við að sjórinn og ströndin drægju sundunnendur að sér. Sú skoðun var og þekkt, að sjóböð hertu og stæltu líkamann og væru öðrum böðum heilsu- samlegri sökum málmsalta sem í hafmu væru. Ungmennafélag Reykjavíkur kom því upp sund- skála við Skerjafjörð sumarið 1909. Skálinn var reistur í víkinni austan við Þormóðsstaðavör, það er nú vestan Suðurgötu og austur- vesturbrautar Reykjavíkurflug- vallar. Víkin var kölluð Sund- skálavík eða Sundvík. í ágúst- Menn og álar í leðju. Skólapiltar við sundœfmgar í laugunum, vorið 1898. SAGNIR 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.