Sagnir - 01.04.1984, Side 101
ÍSTAKA Á TJÖRNINNI
góður. Á því vildi verða mis-
órestur með Tjarnarísinn.
Árið 1921 birti Gísli Guð-
tnundsson gerlafræðingur, bróðir
Lofts ljósmyndara, grein í Ægi,
tnánaðarriti Fiskifélagsins, sem
hann nefndi „Nokkur orð um ís til
fiskgeymslu". Þar gerði hann
grein fyrir gerlarannsóknum á
vatni og ís úr Tjörninni og niður-
stöðum tilrauna með fiskgeymslu
1 djarnarís og ís úr Gvendar-
brunnavatni til samanburðar.
Eins og við var að búast reyndist
Tjarnarísinn misgóður vegna
naengunar og stundum alveg
ónothæfur til fiskgeymslu en
Gvendarbrunnaísinn almennt
naun betri. í töflu sem Gísli birti í
áðurnefndri grein kom í ljós að í
góðum Gvendarbrunnaís mátti
geyma fisk þannig að lítið sem
ekkert sæi á frá 21 upp í 30 daga,
en í Tjarnarísnum var í sumum
tilfellum farið að bera á skemmd-
um eftir 18 daga og upp úr því fór
fljótlega að bera á beinlosi og ýldu
og fiskurinn þá fljótt ónýtur.
Besti Tjarnarísinn skilaði þó álíka
góðum árangri og hinn.
í greininni varar Gísli við
áframhaldandi notkun Tjarnaríss-
ins:
Nú kemur það til athugunar,
hvernig eigi að bæta ísinn,
verði ísfisksölunni haldið
áfram. Margir munu ætla að
best sé að nota Tjarnarísinn
framvegis, aðallega vegna þess,
að hann muni verða ódýrastur,
en þegar tekið er tillit til þess
hver áhrif ísgæðin hafa á fisk-
geymsluna, og þar af leiðandi
markaðinn, þá er vafasamt
hvort Tjarnarísinn verður
ódýrari í reyndinni. Auk þess
má segja að Tjarnarísinn sé til-
tölulcga dýr, þegar hann er
kominn í íshúsin. Loks ber að
líta á það, að fiskurinn verður
heilnæmari sje hann geymdur í
góðum ís...
í lok greinarinnar bendir Gísli á
tvo möguleika. í fyrsta lagi megi
í frostum frysta heilnæmt vatn í
þar til gerðum ístrogum og svo
hitt að nota kolsýrukælivélar við
framleiðsluna. Sú framleiðsla geti
borgað sig ef notað sé ódýrt
næturrafmagn frá Elliðaánum.
SAGNIR 99