Sagnir - 01.04.1984, Síða 105
STRÍÐSBRÖLT OG STJÓRNFRELSI
Victor Etnmanuel II Sardiníukonungur naut mikillar hylli í Evrópu um þær mundir
sem þjóðríki var stofnað á Ítalíu. Hófsamirþjóðernissinnar töldu konungsstjórn miklu
haganlegri en lýðstjórnfyrir ítölskuþjóðina, sem vœri „nýskroppin undan kúgunar-
svipum harðstjóranna, sem verið hafa hverþarfram af öðrum, er mjögjákunnandi og
hefirekkiþáþekkingu oghæfilegleika, aðhúnséfœrum að nota frjálslega lýðstjórn svo
ílagifari(Norðri, 31. okt. 1860, bls. 96).
Sjónarhóll samtíma-
manna
Ólíkt þ ví sem síðar hefur orðic
áttu samtímamenn auðvelt mec
að sjá skyldleika með fæðingar-
hríðum þjóðríkis á Ítalíu og Þræla-
stríðinu í Bandaríkjunum, end;
settu þeir þessa atburði í annac
samhengi en nú er gert. Þetta sér-
stæða viðhorf mótaðist m.a. a:
þeirri skoðun að borgarastríð vær:
fyrst og femst prófsteinn á festuns
í stjórnarfari viðkomandi ríkja.
Frjálslyndir samtímamenn töldu
að með sameiningu Ítalíu væri
ítalska þjóðin að gera upp sakirnar
við aldagamla harðstjórn lepp-
kónga, smáfursta og útlendingí
en á sama tíma gyldu Bandaríkja-
menn rótleysisins sem fylgdi aga-
lausu frelsi. Þannig þóttu átökir;
kjörin til samanburðar á hvao
sprottið hefði úr „jarðvegi frelsis-
ins“ í Ameríku og úr „jarðvegi
ófrelsisins" á Ítalíu eins og það vai
orðað. ítalir voru sagðir berjast
fyrir einingu og frelsi þjóðarinnar
en fyrir vestan haf var ríki frjálsra
manna að gliðna. Pví var litið á
baráttuna á Ítalíu og Þrælastríðið
sem hliðstæða atburði, tvö dænri
um misheppnað stjórnarfar, sem
draga mátti af lærdóma um kosti
og galla ólíkra stjórnarhátta.
Ahugi á stjórnskipan fyrir ísland
þjó þar augljóslega að baki. Auð-
vitað var mikið ritað um herfarir
°g stríðsrekstur, enda lítið varið í
guðspjöllin ef enginn er í þeim
bardaginn, en áhuginn á þessum
atburðum átti sér pólitískari
rætur.
Um 1860 höfðaði þjóðernis-
frjálshyggjan öðrum skoðunum
fremur til evrópskra menntamanna
°g þannig var það lengst af á 19.
öldinni - einnig hér á landi. Aftur
a móti var þessi stefna ærið sund-
urleit og áherslumunur oft mikill.
Af skrifum íslenskra blaðamanna,
sem störfuðu um þetta leyti,
kynnumst við fremur fornlegu
afbrigði afþessari stefnu efmiðað
er við það sem þá var nýstárlegast
í Evrópu. Þessir menn voru líkt
og milli vita í skoðunum sínum.
Uppnámið sem byltingarnar 1848
—1849 ollu í Evrópu var liðið hjá
en setti þó mark sitt á hugmyndir
manna um þjóðfélagsmál.
Atburðir áranna um 1860 voru
greinilega metnir í ljósi þcirrar
reynslu. Á ofanverðri öldinni
náðu síðan mun einarðari frjáls-
hyggju- og þjóðernissjónarmið
útbreiðslu og nýjar áherslur urðu
áberandi.
Hugmyndir þeirra 19. aldar-
manna sem hneigðust til þjóð-
ernisfrjálshyggju tóku í veiga-
miklum atriðum mið af skilningi
þeirra á valdinu, uppruna þess og
SAGNIR 103