Sagnir - 01.04.1984, Síða 112

Sagnir - 01.04.1984, Síða 112
GULLÆÐIÐ í REYKJAVÍK maður. Félagið vildi gera rann- sóknina bænum að kostnaðar- lausu en áskildi sér að eiga það sem fyndist og þau mannvirki er það kæmi upp við athuganirnar næstu tvö árin, ef ekki tækjust þá samningar við bæinn um að félagið hefði einkarétt til námu- reksturs. Pessum boðum hafnaði bæjarstjórnin að sinni. Námunefndin tók til óspilltra málanna. Hún lét bora dýpra og taka sýnishorn. Ymsar málmteg- undir fundust; fyrst kom kopar, svo járn og jafnvel nikkel. Hinn 19. apríl var borinn kominn um 45 metra niður. Pá fundust athyglisverðar málmagnir. Björn Kristjánsson úrskurðaði að í þeim væri a.m.k. ein gullögn. Ýmsir kættust við þessi tíðindi en í maíbyrjun var ástæða til að gleðj- ast enn meira því með Grænlands- farinu Godthaab, sem hafði við- komu hér, var danskur nárnu- verkfræðingur, Lunn að nafni og hann rannsakaði eitthvað af því sem komið hafði upp úr Vatns- mýrarholunni. Niðurstaða Lunns var að miklu meira væri af hreinu gulli í sýnunum en Björn Kristj- ánsson hefði fundið! Nú var borað enn dýpra. Nýjar málnrtegundir fundust, sink og mangan, en ekk- ert gull. Þegar kom um 55 metra niður varð fyrir möl og þraut þá vatn með öllu. Því var hætt að bora í holunni en tekið til við aðra. Mikið gulf fallegar sumargjafir fást á Hverfisgötu 6, svo sem: Úr, klukkur, baromet- er, úrfestar, brjóstnælur, armbönd, hálsfestar, steinhringir, kapsel, og m. fl. Samskonar vörUr hvergi ódýrari. Hvei-fisgötu 6. __________Jón Hermannsson. Eftir adfregnin um gullfundinn barst út birtistfjöldi auglýsinga íþessum dúr í blöðum. Kaupmenn voru fljótirað taka viðsérog orðið „gull“ var haft ááberandi stað. Þessi auglýsing er úr „Reykjavík“ 15. apríl 1905. Afrakstur fyrstu borholunnar virtist benda til þess að eitthvað væri að finna í iðrum Vatnsmýrar annað en vatn — jafnvel rándýra málma. En borgaði sig að vinna þá? Til þess að fá svar við þeirri spurningu þurfti fullkomnari tæki og frekari rannsóknir. Sýnishorn voru send utan til rannsókna en óvíst er hvort þær hafi skilað ein- hverjum árangri því að Björn Kristjánsson lýsti í blaðaviðtali árið 1924 að það hefði verið al- menn skoðun erlendis um alda- mótin að hér væru engir málmar í jörðu og því gagnslaust að rann- saka sýni héðan. Hér heima héldu menn áfram að spekúlcra. Sturlungar fara á kreik Um miðjan maí 1905 ítrekaði Sturla Jónsson fyrri boð sín við bæjarstjórnina sem vísaði erind- inu til námunefndarinnar. Nefnd- in skilaði síðan áliti um námu- rekstur í landi bæjarins annan dag júnímánaðar. Hún lagði til að námurnar yrðu leigðar hlutafélagi sem stofnað yrði til vinnslu málmsins. Þótti nefndinni æski- legt að hver hlutur yrði 50 krónur og bæjarmenn látnir sitja fyrir kaupum á þeim í þrjá mánuði, fengist ekki nægilegt fé með því móti áttu allir landsmenn að eiga kost á hlut næstu sex mánuði, fengjust enn ekki nægilegir pen- ingar var heimilt að bjóða hluta- bréfin til sölu í útlöndum. Ýmis fleiri skilyrði setti nefndin fyrir leigu á námuréttindunum. Tillögurnar voru á dagskrá bæjarstjórnarfundar 15. júlí og féllst stjórnin á þær. í fundargerð segir m.a. að stjórnin hafi sam- þykkt að Sturlu kaupmanni Jóns- syni og félögum yrði gefinn kost- ur á að gera göng og prófboranir niður í jörðina í Vatnsmýrinni til rannsóknar á málmum næstu tvö ár og þeir ættu síðan forgangsrétt að námugrefti í landi bæjarins, því svæði er um gæti samist, þó ekki minna en frá Hafnarfjarðar- veginum og suður að Skerjafirði og milli Skildinganeslands og Öskjuhlíðar að henni meðtaldri. Eftir nokkrar umræður bætti bæjarstjórnin við nokkrum við- bótarskilyrðum fyrir námurekstri félagsins. Brœðurnir Fridrik og Sturla Jónssynir. Þeir voru báðir í hópi stofnenda hluta- félagsins Málms og Sturla var jafnframt formaður stjórnar félagsins. Sturla Jónsson og félagar fögnuðu málalyktum en lítið varð úr framkvæmdum í Vatnsmýr- inni þá um sumarið, utan að borað var eftir vatni en með litlum árangri og var leit hætt hinn 15. september. J. Hansen borunar- maður fór því aftur heim til Dan- merkur og með honum öll tól og tæki. Haustið 1905 lagði stjórnar- ráðið blessun sína yfir leyfisveit- ingu bæjarstjórnar en þó með nokkrum skilyrðum og þeim fyrirvara að Alþingi 1907 semdi sérstök námulög. Raunar hafði verið flutt frumvarp að námu- lögum sumarið 1905. Það dagaði uppi á því þingi en varð að lögum nokkuð breytt árið 1907. Það má því segja að æsingurinn út af 110 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.