Sagnir - 01.04.1984, Síða 115

Sagnir - 01.04.1984, Síða 115
GULLÆÐIÐ í REYKJAVÍK Gullborarnir cru komnir: Hcykjavík mcsti námubær hcimsins? Úrval húsa og lóða til sölu, scrstök kostakjör ef samið er fyrir 1. Júni við Jónas H. Jónsson, Kái-nslía 11. Auglýsingúr„Reykjavík" 18. maí 1907. skipum. Ekki var laust við að mönnum þætti hálfgert sleifarlag á starfsemi málmfélagsins og dregið var dár að því, hlegið var að borsendingunum og farið var að kalla það „gyllta félagið" í skopi. Loks kom þó það sem vantaði á borinn, en ekki fyrr en í maí. Petta var höggbor drifinn af gufuvél, sem muldi undir sig. Síðan varð að dæla mulningnum upp úr holunni með vatni og rannsaka þá leðju sem upp kom. Ekki var þó hægt að byrja á gullgreftinum strax því sá er átti að hafa umsjón með verkinu, Rostgaard vélstjóri, lá í tauga- veiki. Stóð svo fram íjúlí. Pá kom hingað danski verkfræðingurinn Jonas Popp frá Helsingjaeyri sem Málmur hafði ráðið sem fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Nú hófst borunin. Gömlu holurnar voru ekki notaðar heldur boraðar nýjar á öðrum stað nokkuð frá. Verkið gekk seint. Á hverjum degi þurfti að fara með borfleyg- ana til skerpingar. Pað var gert í smiðju Kristjáns Kristjánssonar og sá er hafði fyrstur þann starfa að bera fleygana fram og aftur var Meyvant Sigurðsson, sá er síðar var kenndur við Eiði. Meyvant var 13 ára unglingur þá og þótti borinn þungur og óþægilegur í burði. Hann gafst því fljótt upp á starfinu og sagði frá því í endur- minningum sínum að um svipað leyti hefðu margir gefist upp á gullævintýrinu. í nóvember 1907 var borinn kominn niður á um 35 metra dýpi og hafði farið í gegnum tvö lög af sinki. Pað þótti góður fyrirboði því talið var að í námunda við sink mætti vænta annarra málma, jafn- vel gulls. Skömmu síðar fannst gullvottur í tveimur sýnishorn- um. Nú tók leikurinn að æsast. Á 45 metra dýpi fannst bæði gull og silfur. Pað voru þeir Ásgeir Torfason efnafræðingur og Er- lendur Magnússon gullsmiður sem rannsökuðu sýnin og komust að þessari niðurstöðu. Björn Kristjánsson taldi þetta og ekki fjarri lagi. Enginn gat þó sagt um hve mikið væri af góðmálmum þarna niðri eða hvort borgaði sig að heíja námugröft. Til þess þurfti mun ítarlegri rannsóknir enda voru gullsýnin ekki stærri en títu- prjónshausar. í lok nóvember var borinn kominn 75 metra niður í jörðina en þar varð fyrir honum mjög hart lag. Var nú borunum hætt enda þjáðist hlutafélagið Málmur af fjárskorti. Búist var við því að verja þyrfti tugum ef ekki hundruðum þúsunda króna til rannsókna áður en viðunandi svör um málmauðgi svæðisins fengjust. Pegar hafði 24.000 króna verið varið til vélarkaupa og rannsókna og félagið var kom- ið í 4.500 króna skuld. Samkvæmt þessu höfðu aðeins safnast um 20.000 krónur í hlutafé. Vellekla Stjórn Málms settist nú á rök- stóla. Sú hugmynd kom upp að leigja erlendu námufélagi dálítinn hluta af tilraunalandinu til rann- sókna og málmnáms. Einnig vildu menn leita eftir peningum í útlöndum. En fyrsta skref stjórn- arinnar var að fá samningnum við bæjarstjórnina breytt enda var tíminn sem félagið hafði til próf- graftar og prófborunar að renna út. í byrjun desember 1907 sendi Málmur bæjarstjórninni bréf en í því var farið fram á lengingu próf- unartímans um tæp þrjú ár, niður- fellingu 500 króna árgjalds sem félaginu var skylt að greiða og greint frá leiguhugmyndinni til útlends félags. Annan dag janú- armánaðar 1908 svaraði bæjar- stjórnin. Hún samþykkti leng- ingu próftímans, synjaði um niðurfellingu árgjaldsins og sagði félagið engan rétt hafa til þess að leigja erlendum aðilum íslenska grund án samþykkis bæjarstjórn- ar. Nú voru góð ráð dýr. Reynt var að afla fjár í Svíþjóð, Þýska- landi og Bretlandi en ekkert gekk. Áhugi en þó aðallega fjármagn útlendinganna var í lágmarki jafn- vel þótt Sturla kaupmaður gæti skartað bréfi sem hann fékk frá Þýskalandi í lok febrúar frá Guð- mundi Hlíðdal rafmagnsfræðingi. f því sagði að dr. M. Gruner málm- og efnafræðingur hefði rannsakað dálítið sýnishorn af gullholusandi úr Vatnsmýrinni sem hann hefði fengið hjá Ditlev Thomsen konsúl og komist að þeirri niðurstöðu að í honum væri þrisvar sinnum meira gull en í Afríkunámunum eða 45 grömm í einu tonni. Doktorinn lagði þó áherslu á að sýnishornið hefði verið lítið og því óvíst hve mikið mætti á rannsókninni byggja. í Þjóðólfi var á það bent að þetta væri svipuð niðurstaða og Arnór Árnason hefði komist að árið 1905 og því væri þessi Berlínarrann- sókn engin óvænt nýjung. Á hinn SAGNIR 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.