Sagnir - 01.04.1984, Page 123
Aumastir allra
Björn Þorsteinsson.
Fyrirlestur fluttur á árshátíð
Sagnfræðingafélagsins 1983.
Fyrir einum 40 árum hafði nafni
minn Guðfinnsson orð á því við
mig, að ungur maður gæti ekki
gert neitt heimskulegra en
stundað nám í sögu við H.í. Þessi
Björn var sannorður maður í hví-
vetna og hinn mesti skörungur,
og hann bætti við að ekkert starf í
allri heimsbyggðinni væri ætlað
heimaöldum íslenskum sagn-
fræðingi, því að fræði hans væru
hvergi viðurkennd og ekki einu
sinni á íslandi. „Þú ert að dæma
þig utangarðs“, endaði hann
áminningarræðu sína.
Ég hafði víst ekki vit á að þakka
honum heilræðin, því að ég var
sveitamaður og sá í anda víðátt-
urnar, fjölbreytnina og fegurðina
utan garðs og leiðindin og fá-
breytnina á jórturvelhnum innan
þeirra. Ég hélt því áfram að
föndra við það, sem ég hélt að
væri sagnfræði og snúast kringum
Árna Pálsson prófessor, sem var
makalaus maður. í þá daga sóttu
prófessorar allar hátíðir stúdenta,
og á rússagillinu mínu bauð Árni
Pálsson þjóni að færa þessum
„elsku dreng“ brennivín fyrir
100,00 kr. og lagði þær á borðið.
Þá kostaði einn tvöfaldur 9.00 kr.
og þótti dýrt, því að flaskan kost-
aði 25.00 kr. eða 30.00 kr. Ég man
ekki hvorum megin við áramótin
hækkunin varð, en í flöskunni eru
um 14 sjússar, eins og menn vita.
Þá voru enn til menn með sveiflu
og það jafnvel í kennarastétt. í síð-
SAGNIR 121