Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Qupperneq 13

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Qupperneq 13
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Sonur jarðccr Ungur lyfti ég höndum til himins í heilögu skógarrjóðri. Með árdagsblænum, sem auðnina strýkur, berst ilmur frá dánum gróðri. Ennþá man ég stofnana sterku, sé stjörnur í fjarska glóa. Ennþá rísa minningar mínar úr moldum höggvinna skóga. Þar kveikti ég forðum fórnareldinn og fagnaði sól og degi. Ég reikaði um merkur með reidda öxi og ruddi mér nýja vegi. En að mér þyrptist leitandi lýður, sem laut mér í verki og anda. Ég kom og sá og sigraði hafið og sigldi til nýrra landa. Ég ógnaði þeim sem að mér sóttu, tók eignir þeirra og brunna. Marga borg hef ég brennt til ösku og brotið niður til grunna. Ég fyrirleit allar fornar vættir og fegurð í söng og ljóði. Ég trúði á sverðsins odd og eggjar og eldinn í mínu blóði.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.