Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Page 16

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Page 16
10 NÝTT HELGAFELL meir að eignum og valdi, enda bjó hún við þau ókjör, að innlendum mönnum var um langan tíma algjörlega bægt £rá biskups- dómi. Utanfarir ungra manna til mennt- unar og frama voru orðnar fátíðar, hirð- skáldin úr sögunni, sagnaritunin að þrot- um komin. Þjóðlífið var allt orðið fátæk- legra, sjóndeildarhringurinn þrengri, er- lendu áhrifin að því skapi áleitnari og ómeltari sem þau voru fábreyttari. Hvert sem litið var, virtust ófarir og hnignun blasa við. II En þótt íslendingar sjálfir hefðu engan viðbúnað til hátíðahalds vorið 1430, lagð- ist Alþingi þá óvart til fágæt afmælisgjöf, enda var hún send í samlögum af æðsta veraldlegu og andlegu yfirvaldi þjóðarinnar, Eiríki konungi frá Pommern og heilögum föður í Róm. Þessi kjörgripur var nýr Skál- holtsbiskup, Jón Gerreksson. Hann hafði reyndar verið vígður til staðarins 1426, en vannst ekki tími til að fara út hingað fyrr en fjórum vetrum síðar. Jón biskup lenti í Hafnarfirði miðvikudag fyrir Jóns- messu, 2 1. júní, en alþingi hófst á þessu tímabili 29. júní, á Pótursmessu og Páls. Þarf ekki að efa, að biskup hafi þá riðið á Þingvöll og heiðrað hið fimm hundruð ára gamla þjóðarþing með návist sinni. Jón Gerreksson var þegar áður frægur maður og margreyndur. Hann hafði kom- izt það hæst að vera þrettán ár erkibiskup í Uppsölum, en hrökklaðist af þeim tignar- stóli fyrir gjálífi og margs konar misferli önnur. Hann hvarf þá aftur til Danmerk- ur, því að þaðan var hann upprunninn, og leitaði trausts og halds hjá Eiríki konungi, vini sínum. I skipunarbrefi Jons til Skal- holts er svo að orði kveðið, að hann sé nú í mikilli fjárþröng, en hafi hins vegar bætt svo ráð sitt, að hæfilegt þyki að trúa hon- um fyrir þessu biskupsdæmi, fámennu og fátæku, í afskekktu landi með nálega ósið- aðri þjóð (gens quasi barbara). Hann kom út með marga sveina, ,,er danskir létust vera; voru þeir flestir til lítilla nytsemda landinu“. Biskupi var vel fagnað, eins og skylt hefur þótt um svo tiginn gest, og það því fremur, sem nú hafði verið bisk- upslaust í Skálholti heilan áratug. Sendi bann þegar samsumars utan margar lestir skreiðar, ,,því honum var auðaflað fiskanna og annarra hluta, því að landsfólkið varð nokkuð bráðþýtt við biskupinn“. Sú dýrð stóð samt ekki lengi. Ævintýrum og ævi- ferli Jóns Gerrekssonar lauk með þeim hætti, að hann var tekinn höndum fyrir altari dómkirkjunnar í Skálholti, Þorláks- messudag á sumar (20. júlí) 1433, al- skrýddur með vígða oblátu í hendi, látinn í poka og drekkt í Brúará. Sveinar hans voru allir drepnir. Jón biskup og þessi varð- sveit hans, sem honum hafði fundizt sér nauðsynleg til þess að stjórna óþjóðalýðn- um á Islandi, höfðu fyllt svo mæli synda sinna með glæpum og ofbeldi, að almenn- íngi þótti verkið hið þarfasta. Annars er það glöggt dæmi þess, hversu íslenzkum lögreglumálum og réttarfari var háttað á þessum tímum, að um þetta hermdarverk geikk enginn dómur — og annar forystu- maður atfararinnar var tveimur árum síðar kjörinn lögmaður. III Svo að aftur sé nú vikið að árinu 1430, virðist útkoma Jóns Gerrekssonar hafa ráð- ið mestu um annan og miklu hljóðlátari atburð, sem tengdur er við það ár. Að öðr-

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.