Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Síða 18
12
NÝTT HELGAFELL
hendur Knsti, heldur skulum vér biðja
rækilega fyrir hans sál. Var þá heilög Skál-
holtskirkja í þvílíkum hörmum og sútum
sem aldri fyrr vissum vér orðið hafa: fyrst
biskupslaust, en officialis gamall og blind-
ur, en nnsstu síðan ráðsmanmnn, þann er
bæði var staðnum hallkvæmur og hollur.“
Ummæli þau, er lúta að útkomu Jóns
Gerrekssonar og sveina hans og tilfærð voru
orðrétt hér að framan, eru öll úr Nýja ann-
*á! (1430). Þaff ekki að fara í neinar graf-
götur um það, að þau eru ekki ntuð fyrr
en eftir afdrif biskups og fylgdarliðs hans.
Þau gefa það nógu ótvírætt í skyn, að lands-
menn hafi verið nokkuð fljótir á sér að
fagna biskupinum og auðtryggni þeirra
hafi orðið að vonbrigðum og snúizt í fjand-
skap við frekari kynni. Yfirleitt þarf sjaldn-
ast að gera ráð fyrir því, að annálsgreinar
séu skráðar fyrr en nokkru síðar en það ár,
sem þær fjalla um, því að bíða varð bæði
eftir fréttum af öðrum löndum og jafnvel
nánari spurnum af innlendum tíðindum.
Það má hafa fyrir satt, að höfundur Nýja
annáls !hafi að minnsta. kosti lifað frarn yf-
ir 1433. hvað sem lengur hefur verið.
Nú mætti halda, að annálariturum hefði
þótt aðrir eins atburðir og Kirkjubóls-
brenna og líflát Jóns Gerrekssonar og sveina
hans heldur en ekki frásagnarverðar, ekki
sízt manni, sem hefur að öllum líkindum
verið sjónarvottur að aðförunum í Skál-
holti. Einmitt svo voveifleg tíðindi njóta
sín vel í annálum, þótt í stuttu máli séu
sögð. En höfundi Nýja annáls blöskrar að
ségja þá sögu til enda, hversu heilög Skál-
holtskirkja var leikin og með hvílíkum
ódæmum búið var að biskupi, sem þrátt
fyrir allar yfirsjómr var þó vígður til stóls
þeirra Isleifs, Gissurar og Þorláks helga. Og
samt var honum ef til vill annað enn örð-
ugra. Hann getur vel sagt frá vígaferlum,
glæpum, hryðjuverkum og helgispjöllum,
þegar ekki leikur vafi á sökum. En hvorir
voru sekan á Þorláksmessu á sumar 1433?
Hér var togað í siðferðilega dómgreind hans
og vitund frá fjórum skautum: Jón Gerreks-
son var vandræðamaður, en samt var hann
vígður biskup; banamenn hans unnu
ódáðaverk á honum og dómkirkjunni, en
það var ekki gert fyrir sakleysi, sveinavíg-
in voru landhreinsun og tiltektirnar djarf-
legar. Höfundar fornsagnanna þorðu að
horfast í augu við það, að sama verkið væri
,bæði stórvirki og illvirkú. Klerkinum á
1 5. öld hefur verið innrætt, að allt sé annað-
hvort íllt eða gott, og hann er hvorki svo
frjáls, að hann geti metið illvirkið sem stór-
virki, né er 'honum svo í ætt skotið, að
hann vilji kalla stórvirkið eintómt ill-
virki. Nú þarf sagnaritari reyndar ekki að
kveða upp neinn dóm berum orðum, er
svo stendur á. En hann verður að vita með
sjálfum sér, hvernig hann cetti að dæma.
Annars verður hann uggandi um það við
hvert orð, að hann láti eitthvað í ljós, sem
hann geti ekki borið ábyrgð á. Hann verð-
ur lamaður til frásagnar, eins og sá maður
til daglegrar breytni, sem þorir í hvorugan
fótinn að stíga, af því að rétt og rangt er
komið fyrir honum í eina bendu.
Hins vegar var óhugsandi að rita annál
áranna 1431 —1433 an þess a^ »eta
stærstu tíðinda. Þegar höfundur Nýja ann-
áls hefur sagt frá útkomu Jóns Gerreksson-
ar, slær hann botninn í, segir frá láti drottn-
ingar í Danmörku og ábbadísar í Kirkju-
bæ og bætir enn við: ,,Rak upp víða um
fsland fisk þann, er menn kölluðu öfug-
fisk; var hann að mörgu skringilegur.“