Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Side 20
14
NÝTT HELGAFELL
norrænar, norrænar, gamalnorskar, norskar,
gauzkar o. s. frv. En engum hcfur þótt
akkur í því að telja seinni alda bókmennt-
ir vorar annað en íslenzkar, þótt þjóðin
væri þá orðin miklu háðari erlendum áhrif-
um og yfirráðum en fyrrum.
Nú er einsætt, að aldrei verður bent svo
á tiltekið ártal, sem marki greinileg tíma-
mót milli fornra og nýrra mennta, að ekki
mesi um deila. Slíkt er ólíku torveldara í
menningarsögu en atburðasögu. Kristni-
tökuna á alþingi er unnt að ársetja og jafn-
vel dagsetja. En hitt er á einskis manns
færi að skera úr því, hvenær íslendingar
hættu að vera heiðnir, ef þeir hafa nokkurn
tíma verið það, eða urðu raunverulega krist-
in þjóð, ef þeir h.afa þá nokkurn tíma orð-
ið það. í ís'lenzkum kveðskap er engin
eyða, hvergi svo snögg umskipti, að horf-
íð sc frá gömlum erfðum, þó að brotið só
upp á nýjungum. Kveðskapurinn er elzti
grunnur bókmenntanna, og hann lifir eins
og rótarstöngull í moldu, þó að öll önnur
bókmenntastarfsemi virðist vera sölnuð. 1
samanburði við hann er hin forna sagnrit-
un skammæ. Það tímabil, sem sögur voru
ritaðar á íslandi (þegar frá eru taldar eftir-
hreytur riddarasagna), er nokkurn veginn
afmarkað: frá því er Eiríkur Oddsson samdi
Hryggjarstykki, um i 170, til þess er Ein-
at Hafliðason skráði Laurentius sögu, um
miðja 14. öld. En hin forna íslenzka
sagnaritun á sór samt lengri aldur, því að á
undan Eiríki Oddssyni voru komin rit Ara
Þorgilssonar og annarra fróðra manna, —
þótt þau væru ekki sögur, — og annálana
var haldið áfram að skrásetja, eftir að hætt
var að semja sögur um samtíðaratburði.
Fróðleikurinn er sá grunnur, sem sögurn-
ar rísa upp af. Hann helzt enn um skeið,
eftir að þrótturinn til mótunar samfelldra
sagna er þorrinn — og að þeim grunni
er horfið á 16. öld, þegar fslendingar fara
aftur að bera við að færa söguleg fræði í
letur. Þegar þessa er ga:tt, verða lök Nýja
annáls tímamark, sem vert er að veita at-
hygli — og því greimlegra sem tiltekmr
atburðir virðast valda því, að honum var
ekki haldið lengra áfram.
Þrátt fyrir öll önnur verðmæti íslenzkra
fornmennta og vöxtu verða ekki bornar
brigður á það, að sagnaritunin er þar frum-
legasta og einstæðasta afrekið. Því má með-
al annars ekki gleyma, hvað kveðskapurinn
á henm að þakka. Þótt hann só bæði eldri
og reyndist lífseigari, er vafasamt, hvort Is-
lendingar hefðu fest á bókfell og varðveitt
svo til langframa nokkuð af þeim kvæðum,
sem voru eldri en ritöld, ef þeir hefðu ekki
lagt slíka stund á söguleg fræði. Allur síð-
ari alda skáldskapur þeirra hefði þá staðið
á veikari rótum. En auk alls annars, sem
hin forna sagnaritun hefur sór til ágætis og
of langt yrði hór upp að telja, er ferill henn-
ar sjálfrar, þegar hann er allur ralunn,
áhrifamikil örlagasaga, sem getur minnt á
Eglis sögu eða Glúmii. Vór getum horft á
hana spretta upp iir íslenzkum jarðvegi,
blómgast þar og þroskast, bæði af eigin
orku og reynslu og af erlendu hlutskipti,
sjáum hana reskjast, hrörna og falla í strá.
Það er ekki að ófyrirsynju, þótt vór reyn-
um að rekja þennan feril sem rækilegast og
skilja hann, allt frá því upphafi, er ,,Ari
prestur hinn fróði ritaði fyrstur manna hór
á landi að norænu máli fræði bæði forna og
nýja“, — og til þeirra loka, er höfundur
Nýja annáls lagði frá sór fjöðrina fyrir fullt
og allt og enginn annar tók þar við, sem
hann hætti.