Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Síða 21
GUNNAR THORODDSEN:
Ráðhús Reykjavíkur
Hlutverk.
Hvað er ráðhús? Skrifstofubygging bæj-
arstjórnar? Samastaður æðstu stjórnar bæj-
arins? Móttökusalir fyrir gesti? Menning-
arhöll borgannnar?
Allt má þetta til sanns vegar færa. En
þessi blutverk þurfa öll skýringa við. Áð-
ur en rætt er um staðarval ráðbúss og stærð
þess, er nauðsynlegt að komast að niður-
stöðu um tilganginn með byggingu ráð-
húss, hver verkefni þess eiga að vera, —
bvaða hugmyndum og hugsjónum það á
að þjóna.
Ekki er langt um hðið síðan er ýmsir
menn töldu, að ráðhús Reykjavíkur ætti
fyrst og fremst að vera sknfstofuhús bæj-
arins. Þangað bæri að safna saman skrif-
stofum allra starfsgreina bæjarins og bæjar-
fyrirtækja: rafmagnsveitu, bitaveitu, vatns-
veitu, gatna- og bolræsadeild, mælingum,
skipulagi, heilbrigðiseftirliti, fræðslumál-
um, framfærslu, vinnumiðlun, innheimtu
o. s. frv. Minna hús að rúmtaki en Sjó-
mannaskólinn, Háskólinn og; Heilsuvernd-
arstöðin í Reykjavík til samans kom þá tæp-
lega til greina, 50 þús. teningsmetrar að
minnsta kosti.
Síðan hafa þessar áætlanir verið endur-
skoðaðar með hhðsjón af reynslu erlendra
borga og þróun mála hér. Flestum ráðhús-
um í grannlöndum hefur í öndverðu verið
ætlað það hlutverk að rúma megimð af
sknfstofum bæjar og bæjarstofnana. Alls
staðar hefur þróun tímans sprengt ráðhús-
íð’utan af því ætlunarverki og ýnns starf-
semi dreifzt út í aðrar byggmgar víðsvegar;
en kjarm borgarstjórnarinnar staðið eftir.
Eins myndi fara í Reykjavík. Reynslan
hefur verið okkur góður lærifaðir og skulu
nokkur dæmi nefnd:
Heilbrigðiseftirlitið og önnur starfsemi
borgarlæknis er flutt í hina nýju heilsu-
verndarstöð við Barónsstíg og verður þar
áfram. Bæjarbókasafni Reykjavíkur hafa
verið búin ágæt húsakynni við Þingholts-
stræti; er þar stór lóð og stækkunarmögu-
leikar. Rafmagnsveitan hefur aðsetur í eig-
in húsakynnum með miklum möguleikum
til stækkunar og viðbyggingar; ástæðulaust
er að flytja hana í ráðhúsið, nema ef til
vill nokkurn hluta starfseminnar, sem
hentugt er að tengja bæjarsjóði.
Ymsum bæjarstofnunum, sem þurfa í
senn sknfstofur, verkstæði, geymslur, hent-
ar bezt að hafa alla þessa starfsemi í einni
bækistöð, en ekki í ráðhúsi.
Ég tel því ekki rétt né hagkvæmt að
safna allri bæjarstarfseminni saman í eitt
hus. Ráðhiísið á ekki að vera skrifstofu-
hygging fyrir allar stofnanir og starfsemi
bœjarins.
En æðsta stjórn 'bæjarins, á hún ekki
heima í ráðhúsi?
Bæjarstjórn, bæjarráð, borgarstjóri, einn