Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Síða 29
SKOÐANAKÖNNUN 1955
23
f --------------------------\
HELZTU NIÐURSTÖÐUR
SKOÐANAKÖNNUNAR
• Flestir álitu varnarmálin og
dýrtíðina helztu vandamál
þjóðarinnar.
• Norðmenn eru bezt látnir
allra þjóða á íslandi.
• Skáldsögur og ævisögur
langvinsælustu bókmennt-
irnar.
• Unga fólkið kýs fremur er-
lendar bókmenntir til lestr-
ar.
• Líta 18% íslenzkra mennta-
manna aldrei í bók?
• ASeins 84% vissu, að Ólaf-
ur Thors er forsætisráðherra
íslands.
V---------------------------------J
til framdráttar eða andspymu. Afstaða al-
mennings mótast því að meira eða minna
leyti af flokkslegri afstöðu þeirra, en ekki
málefnalegri.
Skoðanakannanir.
Það er því augljóst mál, að mikilvægt væri
að fá vitneskju um afstöðu almennings til
vandamála þeirra er fulltrúar þjóðarinnar
hafa til meðferðar, áður en afstaða stjóm-
málaflokka og annarra hagsmunasamtaka
hefur mótazt. Ekki svo að skilja að ráðamenn
ættu að álíta sig bundna við slíka vitneskju,
enda væri það ekki rétt. Vel gæti verið að
skoðun almennings væri á röngum forsend-
um byggð, og það væri því verkefni stjómar-
valda og hagsmunasamtaka að upplýsa
malið, breyta almenningsálitinu, áður en
endanleg ákvörðun um framkvæmdir væri
tekin.
1 hinum vestræna heimi hefur aðferð, er
nefnd er á ensku Public Opinion Testing, á
síðustu 20 til 30 árunum rutt sér æ meir til
rúms. Á íslenzku hefur þessi aðferð verið
nefnd skoðanakönnun — eða Gallupkönnun
og er þá kennd við prófessor George H.
Gallup, sem síðan 1936 hefur verið forgöngu-
maður þeirrar vinnuaðferðar sem nú er not-
uð.
Fyrirkomulag skoðanakannana.
1 stuttu máli má segja að markmið skoð-
anakönnunar sé það, að velja ákveðinn hóp
kjósenda á öllu landinu, og í hverju einstöku
kjördæmi þannig að ömggt þyki að skoðanir
þeirra skiptist sem mest í sömu hlutföllum
og skoðanir allra kjósenda. Notað er úrtak
kjósenda í stað allra kjósenda eins og gert
er við þjóðaratkvæðagreiðslu.
En hvemig er hægt að tryggja, að ömggt
sé að úrtakið gefi rétta mynd af skoðunum
allra?
1 fyrsta lagi þarf úrtakið að vera nokkuð
stórt. Hér á landi þarf það að ná til a. m. k.
800—1200 kjósenda til þess að nokkum veg-
inn ömggt sé að skoðanahlutföll yrðu þau
sömu og ef náð væri til allra kjósenda.
I öðm lagi þarf að tryggja sér að úrtakið
skiptist sem næst eins og allur kjósendahóp-
urinn eftir kyni, aldri, atvinnu, búsetu og
öðm því sem áhrif hefur á afstöðu manna
til vandamálanna. Er það gert annaðhvort
með því að velja úrtakið beinlínis með tilliti
til þessara einkenna, og þarf þá að vera
fyrir hendi vitneskja um, hvemig allur hóp-
urinn (allir kjósendur) skiptast í þessu tilliti.
Hin leiðin er að velja úr öllum hópnum í
einu, með því að taka til dæmis hundrað-
asta hvem mann á kjörskrá — segjum númer
77, 177, 277 o. s. frv., þar til náð er þeirri
tölu er álitin er nægileg í úrtakið. Þessi seinni
aðferð var, með smávegis frávikum, notuð
við þær skoðanakannanir sem framkvæmd-
ar vom hér í sumar.
Eftir að þannig er búið að ákveða þann
hóp, er spyrja skal, er eftir að ná til þeirra.
Við það er notuð sú aðferð, að samstarfs-
menn víðsvegar um landið og a. m. k. einn