Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Page 31

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Page 31
SKOÐANAKÖNNUN 1955 25 Ymis önnur svör t. d. óþurrkar, verk- föll, fjármál ríkisins, húsnæðismálin, trúleysið og peningaflóðið ........ 18 i) Veit ekki, svara ekki................ 20 Alls 105 Þessar tölur samsvara niðurstöðu af þjóð- aratkvæðagreiðslu, það er að segja ekki er gerður greinarmunur á afstöðu karla og kvenna, yngri eða eldri o. s. frv. Sé það hins vegar tekið til greina, koma ýmis at- hyglisverð atriði í ljós. Hersetuna nefna 21% karla, en ekki nema 12% kvenna. Sé flokkað eftir aldri, nefna hersetuna 21% af yngstu kjósendunum, en ekki nema 14% af þeim eldri. Dýrtíðina nefna 19% karla, en ekki nema 13% kvenna, en ef flokkað er eftir aldri, þá nefna dýrtíðina 20% af yngstu kjósendun- um, en ekki nema 12% aí þeim eldri. Eldra fólkinu eru önnur vandamál ofar í huga, t. d. sundurlyndi flokkanna, uppeldismálin og skapbrestir þjóðarinnar. Eins og vænta mátti, nefna fleiri konur (11%) áfengisbölið en karlar (5%). Sama gildir um uppeldismálin, 9% kvenna nefnir þau, en ekki nema 3% karla. 2. Hvaða land utan íslands hafið þér mest- an áhuga á að fræðast meira um? Hvaða land kemur næst? Og þar næst? Menn voru beðnir að tilnefna þrjú lönd og raða þeim eftir því, hve mikinn áhuga þeir hefðu á því að fræðast um þau. Eftirfarandi tafla sýnir niðurstöðurnar: 9. Frakkland 2 3 3 10. Italía 2 2 3 11. Kanada 1 1 0 12. Kína 1 2 2 13. Suður-Ameríka 0 1 1 14. Ástralía 0 1 1 15. Spánn 0 1 1 16. Önnur Evrópul. 4 7 10 17. Önnur A.síulönd 5 3 • 3 18. Önnur lönd 3 2 4 Samtals 87 85 80 19. Veit ekki, svara ekki 13 15 20 Alls 100 100 100 Hin sterku tengsl þjóðarinnar við hin Norð- urlöndin eru mjög áberandi, 40% hinna að- spurðu nefna fyrst eitthvert Norðurlandanna eða aðeins „Norðurlönd". Noregur er langefstur með 24%. Áhugi manna fyrir Rússlandi og Þýzka- landi er álíka, um 8% hafa þessi lönd í efsta sæti. Athyglisvert er, hve fáir nefna Bretland, og mun þar gæta áhrifa frá landhelgisdeil- unni. Bandaríkin eru efst landa utan Norður- landa, um 11% hafa þau í efsta sæti. Hundraðshluti þeirra, sem tilnefndu önnur lönd, er það lítill, að varla er að marka þær tölur. Þó má nefna, að auk þeirra 13 þjóð- landa, sem eru á töflunni, voru tilnefnd 30 önnur lönd, frá Afgahnistan til Ungverja- lands. Fyrsta N e f n t s e m : Annað Þriðja 1. Lönd: % % % Noregur 24 12 8 2. Bandaríkin 11 8 7 3. Svíþjóð 8 15 10 4. Danmörk 6 7 12 5. Norðurlönd 2 1 1 6. Þýzkaland 8 7 5 7. Rússland 8 7 4 8. Bretland 2 4 5 3. Hvemig lízt yður á þessi lönd? Næst voru menn beðnir að segja til um afstöðu sína til sex tiltekinna landa og beðn- ir að gefa þeim einkunn, eftir því hvernig þeim litist á löndin. Einkunnirnar voru fimm: (1) mjög vel, (2) vel, (3) sæmilega, (4) illa, (5) mjög illa. Könnunin leiðir í ljós, að sé raðað eftir svörum alls kjósendaúrtaksins verður niður- staðan þessi:

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.