Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Page 33

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Page 33
SKOÐANAKÖNNUN 1955 27 íslenzkar bækur: % 1- Bækur eftir Kiljan, Gunnar, Krist- mann, Þórberg og Hagalín ............ 8 2. Bækur annarra núlifandi íslenzkra höfunda ............................. 8 3. Látnir íslenzkir skáldsagnahöfundar 3 4. Islenzkar ævisögur og endurminn- ingar ............................... 8 5. Islenzkar ljóðabækur ................ 2 6. íslenzkar ferðasögur ................ 2 7. Þjóðleg fræði, sagnir o. þ. h...... 3 8. Islendingasögur ..................... 3 9. Biblían ............................. 1 10. Aðrar íslenzkar bækur ............... 3 AJls ísl. bækur 41 Bækur eftir erlenda hofunda, þ. á. m. þýddar bækur: 11. Erlendar skáldsögur á frummáli eða þýddar: a. eftir ameríska höfunda ..... 6 b. eftir brezka höfunda ....... 6 c. eftir þýzka höfunda......... 5 d. eftir norræna höfunda ...... 5 12. Aðrar bækur eftir erlenda höfunda 9 Alls erl. bækur 31 13. Man ekki, svara ekki ........... 26 98 Bækur eftir íslenzka höfunda virðast eiga í vök að verjast gagnvart erlendum bókum og þýddum bókum. Ef litið er á aldursskiptinguna, sést, að hinir yngri tilfæra oftar erlenda bók en ís- lenzka, hinir eldri halda sér aftur á móti enn við þær íslenzku. Munurinn er áberandi mik- 111, aðeins 30% hinna yngstu tilfærðu íslenzk- ar bækur á móti 40% hinna elztu. 44% hinna yngstu nefna erlendar bækur (og þýddar), en aðeins 25% hinna elztu. 7. Hvað heitir núverandi: 1. Forsætisráðherra íslands? 2. Forseti Bandaríkjanna? 3. Utanxíkisráðherra Rússlands? 4. Forsætisráðherra Indlands? 5. Forsætisráðherra Noregs? 6. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna? A.lmennt er álitið, að íslendingar fylgist mjög vel með því, sem gerist í stjómmálum, bæði hér og erlendis, en niðurstaðan af þess- ari spurningu varð ekki glæsileg. Aðeins 84% kjósendanna vissu, að Ólafur Thors væri forsætisráðherra, 9% leiddu hjá sér spurninguna, og 7% nefndu ekki réttan mann. Auk Ólafs Thors voru tilnefndir: Steingrím- ur Steinþórsson, fyrrverandi forsætisráð- herra, og Bjarni Benediktsson, en honum var falið að gegna starfi forsætisráðherra frá 27. maí til 7. júní 1955. Kann það að hafa farið fram hjá sumum, að Ólafur Thors hafði tekið við starfinu aftur, þegar könnun fór fram. Einstöku virðast hafa misskilið spurninguna (misheyrzt?) og tilnefndu forseta Islands, Ás- geir Ásgeirsson. 84% kjósendanna vissu, að Eisenhower væri forseti Bandaríkjanna. Áberandi er, að hinir yngri svara mun réttar en hinir eldri. 44% vissu, að Molotov var utanríkisráð- herra Rússlands, 47% að Nehru var forsætis- ráðherra Indlands, 47% að Dag Hammar- skjöld var aðalritari Sameinuðu þjóðanna, en aðeins 14% að Gerhardtsen var forsætis- ráðherra Noregs (nokkuð margir nefndu Torp, sem var forsætisráðherra á undan Gerhardtsen). Eins og vænta mátti, vita karlar meira um þessi mál en konur. Aðeins 7% kvenna vissi hver var foi sætisráðherra Noregs, en 20% karla, 30% kvenna vissi, að Molotov var utanríkisráðherra Rússlands, en 58% karla. Fleiri konur vissu hver var forseti Bandaríkj- anna en hver var forsætisráðherra íslands. Þegar litið er á aldursskiptinguna, kemur í ljós, að yngri kynslóðin veit meira urn er- lend stjórnmál en sú eldri, aftur á móti eru fleiri villur varðandi spurninguna um for- sætisráðherra Islands hjá þeim. Eins og vænta mátti, er áberandi munur eftir því, hvaða menntun menn hafa hlotið. Skökk svör eða ekkert svar eru allt að því 'tvisvar sinnum algengari hjá þeim, sem að- eins hafa hlotið gagnfræðamenntun eða minna.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.