Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Page 34

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Page 34
V BJARNI BENEDIKTSSON: Halldór Kiljan Laxness Ræða, er menntamálaráðherra flutti í hófi, sem haldið var skáldinu til heiðurs í Þjóðleikhúss- kjallaranum 20. febrúar s.l. Svo sem kunnugt er, hlotnuðust heiðurs- gestinum hér í kvöld, Halldóri Kiljan Lax- ncss, Nobelsverðlaunin með heim rök- stuðningi, að hann hafi endurvakið hina fornu, íslenzku frásagnarlist. Fyrir okkur Islendinga er þetta engin nýjung. Kristján Albertsson komst fyrir meira en i o árum svo að erði um Halldór: ,,Ef því væn haldið fram, að hann só mesti höfundur íslenzkunnar í óbundnu máli eftir Snorra Sturluson og skáld Njálu og Grettlu, þá myndi óg vera manna síð- astur til að hreyfa mótmælum“. Þessi ummæli eru þeim mun eftirminni- legn sem þau voru höfð í deilugrein við Halldór, og þau hafa auðsjáanlega ekki ver- íð í fljótræði mælt, því að fyrir tæpum þrjá- tíu árum sagði Kristján um Halldór: ,,ísland hefur eignazt nýtt stórskáld — það er skylda vor að viðurkenna það með Víst hafa Islendingar fyrir löngu viður- kennt, að Halldór Kiljan Laxncss er mikill rithöfundur. Til þess að vita það, þurftu þeir ekki veitmgu Nobelsverðlaunanna honum til handa. Með þeim hefur hróður skáldsins þó enn aukizt og honum auðn- azt að afla föðúrlandi sínu frægðar. En svo vildu allir góðir drengir gera. Sú viðurkenning, sem hæfileikar Hall- dórs hafa nii hlotið, leiðir til þess, að menn hugleiði andartak, hverju við eigum að þakka þá. Er það á valdi okkar að biia til slíka hæfileika eða getum við aðeins reynt að hafa upp á þeim, hliia að þeim og efla þá? Kcmur þá fyrst í huga mór, að Halldór er efalaust kominn af þeim íslenzku snill- ingum, sem honum er við jafnað, og hef- ur orðið fynr áhrifum af verkum þeirra. Enginn efi er á, að þetta ræður hór nokkru en einkum hitt, að hin forna menning þjóðarinnar hefur mjög mótað heiðursgest okkar. En ekki er það til að gera veg hans minni, þótt á það só bent, að öll teljum við okkur eiga þessa arfleifð, þó að fáum hafi tekizt að nota hana sem Halldón Kiljan Laxness. Enn er á það að minna, sem skáldið gat um í sinni fögru ræðu í Stokkhólnu á dög- unum, að foreldn Halldórs var hið mesta myndarfólk og einkum telur hann ömmu 1 sína 'hafa verið frábæra um fróðleik og mannkosti. Hór kemur að því sama sem fyrr, að þótt þessi skýring só nnkilsvirði, er hún ekki einhlít, því að margir teljum við okkur af góðu fólki komna og hafa átt prýðilegar ömmur. Þá kemur að því, sem sumir telja að ráði

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.