Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Side 39

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Side 39
JOHANNES NORDAL: Leið oss ekki í freistni 1 helgustu bæn sinni biðja kristnir menn guð að leiða sig ekki í freistni. Því verður ekki á móti mælt, að þetta sé sanngirnis- krafa. Mannanna böm hafa þegið margvís- legan breyskleika í vöggugjöf frá skaparan- um, svo að végir dyggðarinnar reynast þeim einatt vandrataðir. Það væri því lítið réttlæti af drottni að refsa þeim harðlega fyrir syndir þeirra og ávirðingar eða krefjast stórrar iðr- unar, nema hann gæti þess jafnframt að leggja ekki á þau meiri freistingar en hægt er með sanngirni að búast við, að þau geti staðizt. Annars væri þetta of ójafn leikur, því að öllum má ofbjóða og jafnvel hina hreinhjörtuðustu er hægt að leiða til hrös- unar, ef tálbeitur syndarinnar eru nógu margar og girnilegar. Það væri ekki síður ástæða til þess fyrir menn að beina þessari bæn til veraldlegra löggjafa sinna og yfirvalda. Þeim hefur löng- um hætt við að virða að vettugi breyskleika mannanna. Sú saga hefur endurtekið sig hvað eftir annað, að óhófleg og þvingandi löggjöf hafi aukið svo mjög freistingar manna til lögbrota, að smám saman hefur verið grafið undan réttarvitund þeirra og löghlýðni. Slíkt stjórnarfar hlýtur að enda annaðhvort í harðstjóm, er beygir alþýðu manna til undirgefni, eða í stjómleysi og spillingu. Hin sanna stjórnvizka ei að rata í þessu efni meðalveg. Ekki verður sagt með sanni, að íslendingum hafi tekizt það vel á síðari timum. Hér hefur verið sett margvísleg lög- gjöf, sem virðist hafa verið til þess eins fallin að kenna mönnum að lítilsvirða lög og rétt. Er þar fyrst að geta bannlaganna, sem mikill hluti þjóðarinnar var einhuga um að snið- ganga. Og síðan hefur margt bætzt við, t. d. óréttlát og illframkvæmanleg skattalöggjöf, gjaldeyris- og innflutningshöft og ýmis kon- ar hömlur á sviði efnahagsmála. Afleiðingin hefur verið margvísleg spilling, svartur markaður, smygl, okur og önnur lögbrot, sem margir telja vera orðið alvarlegt þjóðfélags- mein. Hvaða leið eiga Islendingar nú að velja? A að herða löggæzluna og framfylgja bók- staf laganna með oddi og egg eða á að breyta lögunum sjálfum og sníða þau betur við hæfi þjóðarinnar? Mörgum mun finnast, að í hinu síðara felist siðferðilegur veikleiki: það eigi að slaka á kröfunum og gefa hinum eigingjörnu tilhneigingum manna lausan tauminn. Þannig hefur umbótamönnum allra tíma hætt við að hugsa. Þeir hafa viljað móta aðra eftir hugsjónum sjálfra sín og æst þá því til mótþróa. Þess vegna hafa svo margar byltingar og trúarhreyfingar endað í harð- stjórn. Mannlegar ástríður eru öfl, sem sveigja má bæði til góðs og ills. Það má hvorki láta þær leika alveg lausum hala né setja þeim of þröngar skorður. Eitt sterkasta aflið í þjóð-

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.