Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 42

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 42
Athugasemdir um Arbók skálda Árbók skálda hefur nú komið út í tvö ár, fyrst Ljóð ungra skálda, og síðan Smásögur ungra höfunda 1940—55, er kom út árið, sem leið. Eins og frá er skýrt í tilkynningu útgef- anda fremst í þessu hefti Nýs Helgafeils, verður Árbókin fjölbreyttari í ár, auk ljóða og sagna birtir hún nú ritgerðir, tónlist og myndlist. Hins vegar er tilskilið, að efnið sé nýtt eða hafi ekki birzt á prenti, fyrr en á ár- inu, sem líður. Um leið og þess er vænzt, c ð bókin megi verða all-víðtæk sýnisbók, verð- ur hún öðrum þræði beint framhald liinna tveggja fyrri binda. Ljóð ungra skálda 1944—54 báru með sér, að flest íslenzk skáld innan fertugsaldurs höfðu á þessu tímabili haslað sér völl að einhverju leyti utan íslenzkrar ljóðhefðar, en hvorki myndað „skóla" né markað ákveðna stefnu. Slík niðurstaða sannar vitaskuld ekki, að ákjósanlegast sé að leggja nú alveg nið- ur rím og stuðla í íslenzkri ljóðagerð, enda myndu formbyltingarskáldin sjálf alls ekki halda því fram. Til þess er stofn íslenzkrar ljóðlistar of sterkur, og þessi nýi vísir alltof mjór. Bókin sýnir hins vegar, að til eru þegar svo góð órímuð ljóð á íslenzka tungu, að engin leið er að amast við þeim tilraunum. Og af henni er tvím'ælalaust hægt að ráða aðaleinkenni þeirra nýunga, sem nú eru að gerast í íslenzkri ljóðagerð og kenna má við s.l. 10 ár. Sökum aldurstakmarks höfundanna vantar í safnið höfuðsmann formbyltingar- innar, Stein Steinar. Þó að furðu lítið beri á stælingum eftir honum í safninu, er hann samt það skáld, sem mest áhrif hefur haft á hina yngri menn með fordæmi sínu. Hins vegar myndi úrval úr ljóðum Steins hafa borið safnið ofurliði. Fæstir varpa hefðbundnum háttum, rími eða stuðlum með öllu fyrir borð. Beztu ljóð bókarinnar eru háttleysur, sem jaðra stöðugt við alþekkt háttbundin form án þess að falla alveg í farvegu þeirra. Svo er um Kópemíkus eftir Hannes Pétursson, sem er hugsað eins og sonnetta og sömuleiðis hið mikla kvæði Hannesar Sigfússonar, Dymbilvöku, sem er víða háttbundið og stuðlað. Mest virðast formbyltingarskáldin þurfa að varast að lenda alveg út í prósa sbr. t. d.: Enginn slítur þau bönd, sem hann er bundinn heimahögum sín- um. Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið. (Jón úr Vör). Línuskiptingin hér gerir ekki þessar at- hugasemdir að ljóði: Þær eru að efni og hrynjandi óbundið mál. Að vísu er yfir þess- um línum eins og flestu, sem Jón gerir, ein- hver hugþekkur blær, sem er fremur í ætt við ljóð en prósa. Ennfremur verður sumum hált á því að fara gálauslega með stuðla: Ást þeirra var „sem ilmur hvítra blóma", og andvarinn fléttar sínum mjúku höndum reipi sem fúnar undir rjáfri og súð. (Hannes Sigfússon).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.