Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 44

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 44
B OKMENNTIR FRÁ ÍSLENZKRI BÓKAUTGÁFU ÁRIÐ, sem leið, voru gefnar út á Islandi um það bil 210 bækur (miðað við bókaheiti). Eru þó ótaldir bæklingar, flugrit, ársskýrslur félaga, reglugerðir og fleira þess háttar. Sextíu þessara bóka eru þýðingar, 30 telj- ast til barnabóka (helmingur þeirra þýðing- ar). Ef bókum þessum er hins vegar skipt eftir efni, verða skáldsögur lang-stærsti flokk- urinn: um 40 þýddar sögur, en 11 íslenzkar. Næstar koma ljóðabækur, frumsamdar og þýddar, 18 bindi. Ævisögur Islendinga eru lítið eitt færri en íslenzku skáldsögurnar á arinu. Ekki er tiltækur neinn listi um tímarit, sem komu út 1955. Skv. síðustu Árbók Lands- bókasafns voru gefin út hérlendis 230 blöð og tímarit árið 1953 og varla skeikar miklu frá þeirri tölu síðan. Að vísu kunna framarj- greindar tölur að vera eitthvað ónákvæmar, því að hér er einungis farið eftir bráðabirgða- skrám frá Bóksalafélaginu (og áskriftarbóka- listum bókmenntafélaga). Tala bóka árlega hefur nú verið áþekk um nokkurt skeið, og lítil nýbreytni gerzt í bókaútgáfu síðan á stríðsárunum. Sting- ur bókakostur ársins, sem leið yfirleitt lítið í stúf við útgáfu áranna á undan. Guðrún frá Lundi og Charles Garvice héldu venju sinni og kom nú út í annað sinn skáldsagan góða, Lúsía, 21. eða 22. bók hins síðarnefnda höf. í íslenzkri þýðingu, og hafði verið ófá- anleg í hartnær 40 ár. Fegursta höfundamafn ársins var tvímælalaust Svana Dún og stór- brotnasta bókarheitið Islenzk örlög (útvarps- þættir), þó að Frumskógarútsi (í þýðingu Kjartans Ólafssonar) sé vitaskuld nýtízku- legra. Nú orðið er tala bóka árlega nokkru hærri en stríðsárin. Ekki veit ég, hvort af þessari aukningu má draga nokkrar þær ályktanir, sem máli skipti, en til þess þyrftu að minnsta kosti að vera tiltækar söluskýrslur og yfir- lit um stærð upplaga síðastliðin fimmtán ár. Hins vegar virðist mér einsætt, að gæði hins árlega bókakosts hafi heldur rýmað síðustu árin, og stafar þessi rýrnun einkum af því, að endurútgáfum sígildra íslenzkra bók hef- ur fækkað, enda erum við nú famir að skafa botninn í bili. Meiru máli en öll met í bóka- útgáfu skiptir vitanlega að hlúa að stofni bókmennta þjóðarinnar með því að gefa sí- fellt út að nýju með hæfilegu millibili þau verk, sem eftir standa, þegar „bókaflóðið" fjarar út með hverju nýju ári. Merkcrr endur- útgáfur á árinu, sem leið, vom Sælir eru ein- faldir eftir Gunnar Gunnarsson (ný þýðing) og Heimsljós Halldórs Kiljans Laxness. Einn- ig má geta um Sögur herlæknisins í nýrri útgáfu Snorra Hjartarsonar. Fyrir nokkrum árum birtist í kanadísku tímariti, The Icelandic-Canadian, grein eftir amerískan prófessor, Morris Bishop að nafni, sem sýndi fram á, að hér á Islandi vom gefn- ar út fleiri bækur á nef hvert en í nokkm öðm landi. Næstir komu Finnar. Ætla má, * að við séum enn mestu bókaframleiðendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.