Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Side 55

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Side 55
BÓKASAFN HELGAFELLS. Bœkur tiJ að bera á sér Fátt hefir í jafnríkum mæli orðið til þess að auka lestur góðra bóka í heiminum og prentun þeirra í ódýrum vasa- útgáfum, sem auðvelt er að stinga á sig. Nú hefir Helgafellsútgáfan byrjað útgáfu nýs bókasafns, sem einkum er ætlað æsku þessa lands og þótti fyrsta ljóðabók Davíðs, og vinsælasta ljóðabók okkar SVARTAR FJAÐRiR sjálfkjörin sem fyrsta bókin í safninu. Kom hún út á s.l. ári og seldist samstundis í mörg þúsund eintökum. Næsta bók- in var Brimhenda Gunnars Gunnarssonar, en í vor koma tvær nýjar bækur i safninu, Gerpla H. K. L. og fylgir henni sérstakt orða- safn. skýringar á fágætum orðum og orðasamböndum. og Ljcð Jónasar Hailgrímssonar í úigáfu Tómasar Það er skiljanlegt að hinar vönduðu. dýru útgáfur, sem seldar eru hér að jafnaði, þyki of fyrirferðarmiklar og vandmeðfarnar til þess að taka með sér í ferðalög eða fá unglingum þær til að lesa í rúminu eða úti í haganum. Sannleikurinn er þó sá að margir hafa aðeins tíma til að lesa í ígripum, í sól- baði, á biðstofum eða í sumarleyfum. í ferðalög eru unglingar orðnir vanastir því að taka með sér ómerkileg blöð, einungis vegna þess að bækur eru of dýrar og vandaðar. Nú er hægt að fá ævisögu Jónasar og öll 1-jóð hans í litlu vasakveri sem kostar aðeins kr. 20.00. Nú er í fyrsta sinni hægt að njóta ljóða hans og listar úti í íslenzkri náttúru, þar sem þau eiga ef til vill helzt heima. Unglingar, byrjið að safna nýju vasabókunum okkar. Bókasafn Helgafells

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.