Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 2
miðvikudagur 22. ágúst 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Ólögleg kjötvinnsla í bílskúr á Akureyri: Lögreglan rannsakar kjötvinnsluna Lögreglan á Akureyri hyggst rannsaka ólöglega kjötvinnslu sem rekin er í bílskúr í bænum. Gunnar Jóhannsson, rannsóknarlögreglu- maður í lögreglunni á Akureyri, seg- ir reglulega koma ábendingar um ólögmætar kjötvinnslur í bænum. Hann á von á því að lögreglan rann- saki málið. „Við höfum sinnt svona málum ef okkur berst vitneskja um slíkt. Í gegnum árin hefur það komið upp einstaka sinnum að menn grípi í hnífinn heima hjá sér. Ég á von á því að þetta verði skoðað hjá okkur,“ seg- ir Gunnar. Tveir kjötvinnslumenn á Akur- eyri, Jón Ágúst Knútsson og Grett- ir Frímannsson, eru með sameigin- lega aðstöðu í bílskúr þar sem þeir skera kjöt fyrir sjálfa sig og aðra gegn greiðslu. Bændur í nágrenni Akur- eyrar og hreindýraveiðimenn eru meðal þeirra sem notið hafa góðs af þjónustunni. Lögum samkvæmt er um ólöglega kjötvinnslu að ræða þar sem einungis er heimilt að vinna kjöt í eigin þágu heima fyrir. Um leið og kjöt er unnið fyrir aðra þarf starfs- leyfi heilbrigðiseftirlits og annað telst ólöglegt. Félagarnir hafa ekki sóst eftir slíku leyfi. Valdimar Brynjólfsson, heilbrigð- isfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Norð- urlands, staðfestir að umrædd að- staða hafi ekki hlotið starfsleyfi til kjötvinnslu og því sé um lögreglumál að ræða. „Það er í lagi að gera þetta til eigin nota en annars ekki. Ef verið er að vinna kjöt fyrir aðra er það tal- ið sem vinnsla og dreifing matvæla. Þá þurfa menn beinlínis starfsleyfi frá okkur og um slíkt hefur ekki verið sótt. Þessi starfsemi er því ekki með okkar vitund og því er þetta ólöglegt,“ segir Valdimar. „Ég tel eðlilegast að lögreglan kanni þetta mál.“ trausti@dv.is Skorið heima Ekki liggur fyrir starfsleyfi fyrir kjötvinnslu í bílskúrnum. Lögreglan á akureyri mun skoða málið á næstunni. Þegar lögreglumenn ætluðu að taka þvag- sýni úr Maríu brást hún ókvæða við og hrækti í tvígang framan í lög- reglumanninn sem hún hafði áður slegið í and- litið. Ölvuð kona trylltist á lögreglustöðinni á Selfossi. Hún hótaði að drepa lögreglumenn og jafnframt börn þeirra sem hún sagðist myndi slíta höfuðið af. Svo réðst hún á einn lög- reglumann og sló hann í andlitið. Ríkissaksóknari hefur höfðað op- inbert mál gegn Maríu Bergsdótt- ur fyrir að hafa ráðist að lögreglu- mönnum á Selfossi og hótað þeim og börnum þeirra lífláti. María ók undir áhrifum áfengis aðfaranótt sunnudagsins 4. mars síðastliðins frá Hvolsvelli vestur Suðurlandsveg, með þeim afleið- ingum að hún missti stjórn á bif- reið sinni og hafnaði utan vegar. Þegar hún var færð á lögreglustöð- ina á Selfossi trylltist hún, viðhafði alvarlegar hótanir við lögreglu- menn á vakt og réðst í tvígang á einn þeirra. Málið verður tekið fyrir í Hér- aðsdómi Suðurlands í dag. Sló lögreglumann í andlitið Eftir að bifreiðin endaði utan veg- ar til móts við Þingborg á Suðurlands- vegi var María handtekin vegna gruns um ölvunarakstur og færð á lögreglu- stöðina á Selfossi til yfirheyrslu og þvagprufu. Á lögreglustöðinni tryllt- ist María og er hún ákærð fyrir að hafa í tvígang brotið gegn valdstjórninni, meðal annars með því að hafa við- haft alvarlegar hótanir gegn lögreglu- mönnum og sjúkraflutningamönn- um við skyldustörf. Við komuna á lögreglustöðina á Selfossi hótaði hún lögreglumönnum á vakt lífláti og jafnframt hótaði hún að myrða börnin þeirra með því að slíta höfuðið af þeim. Henni er einnig gefið að sök að hafa hótað að rífa legið úr lögreglukonu á vakt. Þá réðst hún á einn lögreglumannanna sem hún hafði áður haft í hótunum við og sló hann í andlitið. Margfalt leyfilegt magn áfengis í blóði Þegar lögreglumenn ætluðu að taka þvagsýni úr Maríu brást hún ókvæða við og hrækti í tví- gang framan í lögreglumanninn sem hún hafði áður slegið í and- litið. Niðurstaða blóðprufu leiddi í ljós að hún var mjög ölvuð, vín- andamagn í blóðinu reyndist 1,43 prómill, eftir því sem fram kemur í ákæru ríkissaksóknara. Til sam- anburðar er leyfilegt hámark vín- anda í blóði ökumanna 0,25 pró- mill, en þá getur lögreglan sektað ökumenn og kyrrsett bifreið þeirra. Mælist ökumenn með 0,5 prómill í blóðinu varðar það tveggja mán- aða ökuleyfissviptingu og fjársekt. Akstur bifreiðar með það vínanda- magn sem mældist í blóði kon- unnar varðar minnst tólf mánaða ökuleyfissviptingu og hundrað og fjörutíu þúsund króna fjársekt. Samkvæmt ákæru ríkissak- sóknara varða brot Maríu við fjór- ar greinar umferðalaga og tvær greinar almennra hegningarlaga. Ákæruvaldið krefst þess að María verði dæmd til refsingar og svipt ökuréttindum. Valgeir Örn ragnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is lögreglustöðin á Selfossi maría hótaði hvort tveggja lögreglumönnum og börnum þeirra lífláti eftir að hún hafði verið flutt á lögreglustöðina. Baugur úthlutar Styrktarsjóður Baugs Group úthlutaði 38,4 milljónum króna til 45 aðila í gær. Þetta er í fjórða sinn sem úthlutun fer fram úr sjóðnum sem var stofnaður með það að leiðarljósi að styðja marg- vísleg líknar- og velferðarmál auk menningar- og listalífs. Stærstu styrkina í ár hlutu meðal annars Krabbameinsfé- lagið, Mannréttindaskrifstofa Íslands, SJS Music slf vegna tón- leikaferðar Stórsveitar Samúels Jóns Samúelssonar og fleiri. Þjófur handtekinn Karl um fertugt var handtek- inn í Kópavogi á mánudag, en í bíl hans fannst mikið af ætluðu þýfi. Karlmaðurinn braust einnig inn í bifreið fyrr í vikunni og lét greipar sópa um hann. Þegar maðurinn náðist var hann kom- inn á sinn eigin bíl en maður- inn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, mun líka þurfa að svara til saka fyrir að aka bæði sviptur ökuleyfi og undir áhrifum fíkniefna. Icelandair fékk verðlaun Icelandair varð í gær fyrsta fyrirtækið til að hljóta sam- gönguverðlaun samgönguráð- herra. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í gær. Þau verða veitt árlega til fyrirtækja, félaga og einstaklinga sem þykja hafa skarað fram úr í samgöngu- málum þjóðarinnar. Icelandair fær verðlaunin fyrir braut- ryðjendastarf fyrirtækisins og forvera þess í flugsamgöngum innanlands og utan. Kristján L. Möller samgönguráðherra veitti verðlaunin í gær. Bændur tapa á hörrækt Fjöldi bænda hefur enn ekki fengið greitt fyrir að rækta hör fyrir Feygingarverksmiðjuna í Þorlákshöfn. Líkur eru á að hún muni aldrei taka til starfa þrátt fyrir háleit markmið. Jón Guð- mundsson, bóndi í Berjanesi, segist sitja uppi með um hundr- að rúllur af hör sem verksmiðjan ætlaði að kaupa af honum. Fái hann ekki greitt verður hann af um hálfri milljón króna í tekjum. Meðal þeirra sem standa að baki verksmiðjunni eru Byggða- stofnun og Orkuveita Reykjavík- ur. Á ellefu árum hafa hluthafar lagt hundruð milljóna króna í ævintýrið sem nú virðist úti. HÓTAÐI AÐ DREPA BÖRN LÖGREGLUNNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.