Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Page 7
DV Fréttir Miðvikudagur 22. ágúst 2007 7 ð Kynningarfundur verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 22.ágúst kl. 20:00, Ármúla 11, 3. hæð Kolbeinn Sigþórsson ................................................................ ................................................................ Námskeiðið var mjög skemmtilegt, öðruvísi en ég hélt að það yrði. Það sem ég fékk aðallega út úr þessu námskeiði var aukið sjálfstraust og ég hef núna trú á sjálfum mér, ég er orðin lífsglaðari og kann að meta miklu meira það sem ég hef. Þetta mun nýtast mér um alla framtíð. Æskilegt að foreldrar mæti á kynningarfundinn með unglingum sem fara á námskeið 14 - 17 ára Hafðu samband við skrifstofu Dale Carnegie í síma 555 7080 og fáðu nánari upplýsingar um Næstu kynslóð 14 -17 og 18-22 ára www.naestakynslod.is Vilt þú... ...vera einbeittari í námi? ...geta staðið þig vel í vinnu? ...vera jákvæðari? ...eiga auðveldara með að eignast vini? ...vera sáttari við sjálfan þig DALE CARNEGIE FYRIR UNGLINGA Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina EMBÆTTISMAÐUR Í FJÖLMIÐLABANNI an því að svara hvort hann stæði við orð sín um Einar Hermannsson. „Ég stend við það að ég á enga for- sögu að þessu máli. Því miður hef- ur komið á daginn að ýmislegt sem ég sagði um málið hefur reynst rétt,“ sagði Kristján Möller samgöngu- ráðherra. Ærusvipting samgönguráðherra Einar Hermannsson segir þessi orð Kristjáns Möllers hafa haft mikil áhrif á sig. „Það segir sig sjálft. Ég hef mik- ið unnið fyrir Vegagerðina og því hef- ur þetta sín áhrif,“ sagði Einar í viðtali við DV í gær. Hann hefur tekið sam- an minnisblað, ætlað fjárlaganefnd, til þess að útskýra sína hlið á málinu. „Þetta er einn af þeim fáu möguleik- um sem ég hef til þess að bera hönd fyrir höfuð mér vegna þessara um- mæla ráðherrans,“ segir hann. Í minnisblaðinu segir Einar að í samgönguráðuneytinu hafi verið ákveðið að gjörbreyta skipinu, þvert á ráðleggingar og án samráðs við skoð- unarmenn. Ákveðið hafi verið að gera skipið upp á Íslandi en ekki í Austur- Evrópu, með tilheyrandi kostnaði, og óhætt sé að fullyrða að þær breyting- ar á skipinu sem ákveðnar voru í sam- gönguráðuneytinu hafi ekki kostað minna en 200 milljónir króna. „Undirritaður situr ennþá und- ir ærusviptingu samgönguráðherra í fjölmiðlum, hvort sem ráðherrann hefur verið rétt upplýstur um málið af undirmönnum sínum eður ei. Það er því eðileg og sanngjörn ósk undirrit- aðs að blaðamenn meti það sjálfstætt hvort undirritaður beri þá ábyrgð sem samgönguráðherra hefur gefið í skyn með órökstuddum yfirlýsingum,“ seg- ir Einar í minnisblaðinu. ins, bæði í samgöngu- og fjármála- ráðuneyti. „Það er alveg ljóst að þegar lánað er á milli verkefna er það gert með vitund samgöngu- ráðuneytisins. Þetta er ekkert sem við getum tekið upp á formálalaust,“ segir hann. Sturla Böðvarsson sagði í yfir- lýsingu fyrir helgi að þótt endanleg ábyrgð á málinu lægi hjá sér, væri óhugsandi að hann hefði getað haft yfirsýn yfir mál af þessari stærðar- gráðu. Aldrei hefur náðst í Sturlu vegna málsins. Árni Mathiesen fjár- málaráðherra er, eins og áður segir, sannfærður um að ekki hafi verið far- ið gegn fjárlögum við framkvæmd- irnar. Þegar skýrsla ríkisendurskoðunar var kynnt fyrir liðlega viku, sagði Kristj- án Möller samgönguráðherra að Vega- gerðin stæði ekki þurrum fótum. Hann sagðist áður hafa gagnrýnt framgang málsins, en ekki hafa gert sér grein fyr- ir hversu illa væri komið. „Ég mun óska eftir því að gerð verði stjórnsýsluúttekt á Vegagerðinni,“ sagði Kristján. Kristján skorast undan Við sama tækifæri sagði Kristján Möller að rætur vandans mætti rekja til ráðlegginga Einars Hermannsson- ar skipaverkfræðings. „Ég les það út að ráðgjöfin hafi verið slæm. Ráð- gjafinn heitir Einar Hermannsson og er skipaverkfræðingur. Þessi ráð verða ekki þegin frekar,“ sagði Kristj- án Möller. Einar Hermannsson benti á það í DV daginn eftir, að í upphaflegri skýrslu sinni hafi hann talað um að skipið væri í hörmulegu ástandi. Hann taldi að skipið, sem þá var í eigu írskra aðila, gæti reynst viðun- andi kostur sem Grímseyjarferja, ef það væri keypt fyrir helminginn af uppsettu verði. Það yrði aðeins gert upp og ekki lagt út í breytingar, ásamt því sem vinnan yrði að fara fram í austur-Evrópu. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær flæmdist Kristján Möller und- Ferjan dýra Ferjan hefur nú kostað nálægt 600 milljónum. kostnaður hefur í það minnsta tvöfaldast miðað við upphaflega áætlun. skipið verður heilu ári of seint í þjónustu. Kristján Möller kristján kennir Einari Hermannssyni verkfræðingi um þær ógöngur sem málið hefur ratað í. Einar skoðaði skipið í upphafi og sagði ástandið hörmulegt. Skýrslur skipaverkfræðings Einar Hermannsson skipaverkfræðingur sagði skipið geta nýst með þröngum skilyrðum. samgönguráðuneytið fór þvert gegn ráðlegging- um. Ferjunni breytt Þær breytingar sem samgönguráðuneytið lagði út í án frekari ráðgjafar hafa kostað 200 milljónir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.