Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Síða 25
DV Sviðsljós miðvikudagur 22. ágúst 2007 25 Kristen Bell kemur til með að fara með hlutverk hinnar kynþokkafullu Elle í annarri þáttaröð af Heroes en Hayden Leslie hefur hingað til verið aðalskutlan í leikhópnum. NÝ HEtJa BÆtist Í HÓPiNN NBC tilkynnti á dögunum að ný stjarna kæmi til með að bætast í hóp þeirra sem fara með aðalhlutverk í þáttunum Heroes. Sú sem um ræðir er leikkonan Kristen Bell sem margir þekkja af skjánum en hún fór með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Veronica Mars. Kristen mun fara með hlutverk stúlkunnar Elle sem er lýst sem kynþokkafullri, ungri stúlku sem tengist hugsanlegum dauða Peters, fortíð H.R.G. og framtíð klappstýrunnar Claire. Hayden Leslie Panettiere sem fer með hlutverk klappstýrunnar Claire hefur hingað til verið ein sú vinsælasta af leikarahópnum en nú þegar Kristen Bell, sem er svona líka forkunnarfögur, hefur bæst í hópinn er spurning hvort hin unga Hayden eigi von á samkeppni. Önnur þáttaröð af Heroes verður frumsýnd í október í Bandaríkjun- um og verður spennandi að fylgjast með nýju hetjunni Elle sýna sig og sanna í einum vinsælasta þætti vestanhafs um þessar mund- ir. Kristen Bell er svo sannarlega kynþokkafull. Hayden Leslie Hefur hingað til verið aðalbomban í leikhópnum. Kristen og Hayden Það má jafnvel sjá smásvip með þeim. Gengur enn laus Það er vægast sagt ótrúlegt að söngvar- inn Pete doherty sé ekki kominn á bak við lás og slá eftir að hafa verið tekinn ítrekað með fíknefni í fórum sínum sem og að keyra undir áhrifum þeirra. doherty sem var handtekinn í London á mánudag átti að mæta fyrir rétt í gær en mætti ekki. við réttarhöldin sem fóru fram fyrir dómi í vestur-London var kveðið upp að dómurinn hefði engan rétt til að aðhafast í málunum þar sem doherty var tekinn í austur-London. af þessum óskiljanlegu orsökum gengur doherty ennþá laus þrátt fyrir að hafa verið tekinn oftar en einu sinni, oftar en tvisvar og oftar en fimm sinnum með eiturlyf á síðasta árinu. Fékk byssu í andlitið söng- og leikkonan Jessica simpson vonast til að sleppa við aðgerð eftir að hún hnjaskaðist á nefi við tökur á nýjustu mynd sinni. stjarnan slasaði sig þegar hún barði byssu í andlitið á sér við tökur á myndinni major movie star. „Ég er ennþá bólgin og blá en förðunin gerir kraftaverk. vonandi verður í lagi með nefið á mér þegar bólgurnar hjaðna,“ segir Jessica um málið. talsmaður hennar segir nefið óbrotið og að ekki hafi þurft að rétta það en hún hafi bólgnað mikið við höggið. Idol verður kvikmynd simon Cowell hyggst nú færa einn vinsælasta sjónvarpsþátt Bandaríkjanna, american idol, yfir á hvíta tjaldið. simon ætlar að gera það sama og þegar hann leitar að keppendum fyrir americon idol- þættina og hafa opnar prufur um gjörvöll Bandaríkin til að finna fólk sem á að fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni sem kemur til með að heita starstruck. Í nýlegu viðtali segir Cowell að verið sé að skrifa handritið að myndinni sem komi til með að fjalla um tíu keppendur í risastórri söngkeppni. Jafnframt segir hann að starstruck svipi til myndarinnar rocky sem hlaut óskarsverðlaunin árið 1976 og fjalli um hið góða á móti hinu illa. ÓLÍKAR MEÐ NÝ Söngkonan Beyonce Knowls og fyrirsætan Jordan eiga fátt sam- eiginlegt annað en að vera báðar að setja nýtt ilmvatn á markað. Beyonce kynnti nýlega ilmvatnið Emporio Armani Diamonds og Jordan ilminn Stunning. ILMVÖTN Emporio Armani Diamonds Heitir nýja ilmvatnið frá Beyonce og er frá armani eins og nafnið gefur til kynna. Áritar fyrir aðdáendur Það var fjöldi fólks mættur í verslunina macys í New York. Jordan Eða kaite Price, eins og hún heitir réttu nafni, kynnti nýja ilminn sinn. Fræg fyrir barminn Jo rdan skemmti sé r vel við myndat ök- urnar í brúð ar- kjólnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.