Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 12
Menning miðvikudagur 22. ágúst 200712 Menning DV Tónleikar í Hömrum Síðustu sumartónleikarnir í Hömrum á Ísafirði fara fram í kvöld þegar Sólrún Bragadótt- ir sópransöngkona og Sigurður Flosason saxófónleikari flytja þekkt íslensk sönglög og þjóðlög í óvenjulegri sam- setningu. Yfirskrift tónleik- anna er Dívan og djassmaður- inn. Tónleikarnir eru jafnframt fjórðu og síðustu áskriftartón- leikar Tónlistarfélags Ísafjarðar á starfsárinu 2006 til 2007 en þeir eru haldnir í samvinnu við Félag íslenskra tónlistarmanna. Halla Margrét í Salnum Halla Margrét Árnadóttir óperusöngkona syngur ásamt kór Skálholtskirkju og öðrum gestum á styrktartónleikum fyrir Bergmál í Salnum í Kópavogi í kvöld. Á efnisskránni verða frægar og elskaðar söngperlur og dúettar úr óperum og óperettum auk íslenskra sönglaga. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er miðaverð 2.500 kr. Eldri borgarar, námsmenn og öryrkjar fá miðann á 1.500 kr. BÓKMENNTIR LEIKHÚS Camilla Läckberg heldur fyrirlestur á Reyfi-hátíðinni í kvöld: Hagfræðingur gerðist sakamálahöfundur „Ég sat á sunnudagskvöldum með magaverk yfir því að eiga heila vinnuviku fram undan. Mér fannst ég svo rangstæð, leið eins og ferhyrningi í kringlóttu gati.“ Þetta sagði sænski sakamálahöf- undurinn Camilla Läckberg, sem er nú stödd hér á landi, í viðtali við sænska Ríkisútvarpið fyrr í sumar. Á þeim tíma sem hún tal- ar um vann Läckberg sem hag- fræðingur. Stuttu seinna hóf hún að skrifa sína fyrstu bók og í dag er hún einn vinsælasti rithöfund- ur Norðurlanda, 33 ára að aldri. Läckberg, sem mun flytja framsögu á Reyfi-hátíðinni í Nor- ræna húsinu í kvöld, hefur öðl- ast mjög skjótan frama á rithöf- undarferlinum. Fimm bækur hafa komið út eftir hana á jafnmörgum árum og hafa bækur hennar selst í 1,8 milljónum eintaka í 14 lönd- um. Tvær bóka hennar hafa ver- ið þýddar á íslensku, Ísprinsess- an og Predikarinn. Þriðja bókin, Steinsmiðurinn, er væntanleg í íslenskri þýðingu. Anna Ingólfs- dóttir hjá Ara útgáfu, sem gefur út bækur Läckberg, segir Camillu afar góða sögumanneskju. „Hún heldur hæfilegu tempói, hefur góða innsýn í mannlega þætti og heldur mörgum boltum vel á lofti. Camilla er ung og á því örugg- lega margt eftir. Það renna upp úr henni sögurnar og fólk dettur inn í þær og les og les og les.“ Nýlokið er við að kvikmynda tvær fyrstu bækur Läckberg, Ís- prinsessuna og Predikarann, og verða tveir 60 mínútna þættir úr hvorri bók sendir út á Norður- löndunum í október og nóvem- ber. Ekki liggur fyrir hvort Ísland verði þar á meðal. Fyrirlestur Läckberg í Norræna húsinu í kvöld hefst kl. 19. Rokkópera, dansleikhús og trúðasýning eru á meðal þess sem Borgarleikhúsið býður upp á á komandi leikári. Átta nýjar sýning- ar verða á fjölunum auk nokkurra sem halda áfram frá fyrra leikári. Eins og áður hefur komið fram verður Superstar, sem er kannski betur þekkt sem Jesus Christ Sup- erstar, sett upp á Stóra sviðinu í haust. Þessi rokkópera eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webb- er, sem frumsýnd var árið 1970, er vitanlega löngu orðin sígild. Á meðal leikara eru Krummi, söngvari Mínuss, og Jenni, söngv- ari Brain Police, en Björn Hlynur Haraldsson leikstýrir. Gamanleik- urinn Lík í óskilum eftir Anth- ony Neilson verður settur upp á Litla sviðinu í leikstjórn Stein- unnar Knútsdóttur. Verkið fjallar um óborganlegt lögguteymi sem fær það hlutverk að boða eldri hjónum váleg tíðindi á aðfanga- dagskvöld. Á meðal leikara eru Eggert Þorleifsson, Helga Braga Jónsdóttir og Laddi. Á Litla svið- inu verður einnig sýnt verkið Fýsn eftir Þórdísi Þorvaldsdóttur Bach- man en verkið hlaut fyrstu verð- laun í leikritasamkeppni Borg- arleikhússins, Sakamál á svið, á síðasta leikári. Hetjur, gítarleikarar og Gosi Á Nýja sviðinu verða sýnd þrjú ný verk í vetur. Fyrst má nefna Hetjur eftir Gerald Sibleyras sem er grátbroslegt verk um vinskap þriggja fyrrverandi hermanna úr seinni heimsstyrjöld sem dvelja saman á elliheimili. Gömlu stríðs- hetjurnar eiga í baráttu við valda- mikla forstöðukonu hælisins en þá langar að leita á vit ævintýranna. Verkið vann til Laurence Olivier- verðlaunanna sem besti nýi gam- anleikurinn þegar það var sett upp í West End á síðasta ári. Ræðismannsskrifstofan eftir Jo Strömgren, sem einnig sér um leik- stjórn, er annað verk á fjölum Nýja sviðsins. Um er að ræða frumlegt og fyndið verk á bullmáli en Ström- gren hefur skapað mjög sérstætt sviðstungumál og hafa sýningar hans ferðast til yfir 40 landa. Loks verða Gítarleikararnir eftir Line Knutzon, „hlýlegur gamanleikur með lifandi tónlist“ eins og segir í umsögn, sýndur á Nýja sviðinu. Hilmir Snær Guðnason leikstýrir. Börnin gleðjast væntanlega yfir því að ævintýrið um Gosa verð- ur sett á svið Stóra sviðsins í vet- ur. Leikstjóri er Selma Björnsdótt- ir en leikgerðina vann Karl Ágúst Úlfsson. Þá verða Dauðasyndirnar 7, trúðasýning fyrir fullorðna í leik- stjórn Rafaels Bionciotto, sett upp í Borgarleikhúsinu. Verkið fjallar um hinn sígilda vanda sem felst í því að lifa lífinu og er frjálsleg túlk- un á Guðdómlegum gamanleik Dantes. Einn af hápunktum leikársins er svo Dansleikhússamkeppni LR og Íslenska dansflokksins. Á með- al þeirra sýninga sem halda áfram frá fyrra leikári eru Grettir, Ást, Dagur vonar og Laddi 6-tugur. kristjanh@dv.is Killer Joe aftur á svið Leiksýningin Killer Joe verð- ur tekin aftur til sýninga í Borg- arleikhúsinu í byrjun septem- ber og er miðasala þegar hafin á vef leikhússins. Sýningin hlaut einróma lof bæði gagnrýnenda og áhorfenda í vor og alls átta tilnefningar til Grímunnar, þar á meðal fyrir bestu sýningu ársins. Þröstur Leó Gunnars- son landaði svo Grímunni sem besti karlleikari í aukahlutverki. Fyrstu sýningar haustsins eru 6. september og 13. september. Um takmarkaðan sýningarfjölda er að ræða. Borgarleikhúsið hefur nú lagt spilin á borðið með hvaða verk verða á fjölum þess á komandi vetri. Átta ný eða nýleg verk eru á dagskránni. Einn af hápunkt- um leikársins er svo Dansleikhússamkeppni Leikfélags Reykjavíkur og Ís- lenska dansflokksins. ROKKÓPERA,Pabbinn seldurSýningin Pabbinn eftir Bjarna Hauk Þórsson, gaman-samar hugleiðingar um föður-hlutverkið, sem gekk fyrir fullu húsi í Reykjavík síðastliðinn vetur, hefur verið seld til allra norrænu landanna. Uppsetn- ingarnar verða í byrjun fjórar talsins en gæti fjölgað og verða frumsýningar á árunum 2008 og 2009. Viðræður standa yfir um sölu á verkinu við leikhúsfram- leiðendur í Þýskalandi, Hol- landi, á Spáni og víðar. Pabbinn var frumsýnt í Iðnó í janúar á þessu ári og var sýnt fyrir fullu húsi rúmlega 50 sinnum fram í júní. Bjarni Haukur heldur í ferð um landið með sýninguna nú í haust. Löggugamanleikur Leikritið Lík í óskilum er á meðal nýrra sýninga Borgarleikhússins. Fjölskyldudrama úr sýningunni dagur vonar sem var valin besta sýning síðasta leikárs á grímunni í júní. verkið heldur áfram á fjölunum í haust. Camilla Läckberg rithöfundur Bækur Läckbergs hafa selst í 1,8 milljónum eintaka í 14 löndum. dansleikhús og trúðasýning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.