Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 14
miðvikudagur 22. ágúst 200714 Skóladagar DV Skóladagar Magnús Már Einarsson, nemandi í Borgarholtsskóla og ritstjóri fotbolti.net Skipuleggur tímann vel Lilja Dögg Jónsdóttir, nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík Lilja Dögg Jónsdóttir er að fara á sitt fjórða og síðasta ár í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún bauð sig fram sem for- mann nemendafélagsins í vor og stóð uppi sem sigurvegari í þeim kosningum. Lilja hefur staðið á haus í sumar enda seg- ir hún formannsstarfið krefjast mikillar vinnu. „Við höfum ver- ið að gera skóladagbók og und- irbúa fyrsta ballið.“ Þrátt fyrir miklar annir segist Lilja Dögg þó alltaf gefa sér tíma fyrir lær- dóminn. „Ég á frekar auðvelt með að læra. Ég lærði á þverf- lautu þegar ég var yngri og var í fimleikum og hef því alltaf þurft að skipuleggja tímann minn vel. Ég hef það fyrir reglu að læra strax eftir skóla því ég er von- laus á kvöldin og á erfitt með að segja nei ef eitthvað er að gerast í félagslífinu.“ Lilja lærir oftast heima hjá sér við eldhúsborðið en reynir líka stundum að læra í eyðum á skólatíma. Lilja Dögg er á náttúrufræðibraut og hefur mjög gaman af stærðfræði. Hún segist ekki vera viss um hvað taki við að námi loknu. „Ég er að íhuga læknisfræði en ég er alls ekki viss,“ segir hin anna- sama Lilja að lokum, full eft- irvæntingar að leysa verkefni vetrarins. lærir á bókaSafninu Unnsteinn Manuel Stefánsson, nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð DV mynd Stefán Fjarnám á haustönn Skráning á haustönn fer fram dagana: 27. ágúst – 10. september

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.