Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 13
DV Skóladagar miðvikudagur 22. ágúst 2007 13 Heimanám er einn mikilvægasti þáttur skólagöngunnar. Fyrstu árin njótum við flest aðstoðar foreldra við heimanámið en eftir því sem árin líða tökum við smátt og smátt meiri ábyrgð á náminu sjálf. Sumir mæta alltaf undirbúnir í hvern einasta tíma meðan aðrir eru ekki eins duglegir. Sumir læra strax eftir skólann meðan aðrir draga það fram eftir kvöldi. Við ræddum um heimanám við Toby Sigrúnu Herman, náms- og starfsráðgjafa við Menntaskólann í Reykjavík. Á næstu opnu er rætt við nokkra framhaldsskólanema um heimanám en á baksíðu er viðtal við Ingimar Árnason, kennslustjóra fjarnáms við Verkmenntaskólann á Akureyri. Skóladagar Framhald á næstu opnu Toby Sigrún Herman, náms- og starfsráðgjafi nemendaráðgjafar Menntaskólans í Reykjavík AFSTAðA neMAndAnS TIl nÁMSInS SkIpTIR MeSTu MÁlI „Afstaða nemandans til náms- ins skiptir meginmáli þegar kemur að heimalærdómi,“ segir Toby Sigrún Her- man, náms- og starfsráðgjafi Mennta- skólans í Reykjavík. „Flestir krakkar á menntaskólaaldri eru duglegir við vinnu og mættu þeir stundum yfirfæra þann dugnað á heimanámið.“ Toby leggur mikla áherslu á að nemendur verði að skipuleggja sig vel og að mikilvægt sé að vera duglegur strax frá upphafi svo þeir dragist ekki aftur úr. „Það verður að vera ró og næði þegar tekist er á við heimalær- dóminn. Þegar nemandi sest niður með nýtt námsefni er auk þess gott að skoða bókina vel og hugsa hvað viðkomandi vill fá út úr efninu.“ Námsgreinar höfða þó misvel til fólks. Uppáhaldsfag eins er leiðinlegasta fag annars. „Við þurfum öll að læra að það er ekki alltaf hægt að gera það sem er skemmtilegt. Það er ekki alltaf gaman að vaska upp en við gerum það nú samt og gerum það vel. Það þarf að læra ýmislegt og ef nemendur eru áhugalausir bendi ég þeim á að setja námsefnið í samhengi við það sem þeir vilja gera í framtíðinni. Ef áhugaleysið beinist að einu eða tveimur fögum þá verður bara að láta sig hafa það en ef áhugaleysið beinist að mörgum fög- um þá bendi ég viðkomandi á að hann er jafnvel á rangri hillu,“ segir Toby. Mikilvægi heimanáms er ótvírætt að mati Toby. „Krakkarnir stefna margir á háskólanám og þar er heimanámið enn meira. En það er heldur ekki nóg að lesa og lesa heldur er nauðsynlegt að rifja reglulega upp það sem þegar hefur verið lesið. Níutíu og fimm prósent af því sem tekið er inn í einni kennslustund verður gleymt eftir fjórar vikur. Það er því nauð- synlegt að rifja reglulega upp og setja nýja þekkingu í samhengi við eldri til þess að það sem lært er færist frá skammtíma- minni inn í langtímaminni. Þannig starf- ar minniskúrfan.“ Toby er mjög jákvæð í garð fjar- náms. „Fjarnám hentar auðvitað ekki öllum því það krefst mikils sjálfsaga og mikillar skipulagningar. En fjarnám er tilvalið fyrir vinnandi fólk og er ansi gefandi og skemmtilegur kostur. Fullt fjarnám hentar kannski ekki ungum krökkum en það er mjög jákvætt að eitt og eitt fag sé tekið í fjarnámi og þá sér- staklega fyrir þá sem hafa misst mikið úr vegna veikinda.“ DV mynd Ásgeir U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n N e t f a n g b a l d u r @ d v . i s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.