Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 19
DV Skóladagar miðvikudagur 22. ágúst 2007 19 Borgarholtsskóli er nýjasti fram- haldsskólinn á höfuðborgarsvæðinu, staðsettur í Grafarvogi og hefur um eitt þúsund nemendur. Einn þeirra er Magnús Már Einarsson sem er einn af stofnendum knattspyrnufréttavefs- ins fotbolti.net. Hann segist hafa val- ið Borgarholtsskóla vegna námsins sem þar er í boði. „Ég valdi skólann vegna þess að mig langaði á upplýs- inga- og fjölmiðlabraut. Það skemm- ir heldur ekki fyrir að ég er einungis fimm mínútur að labba í skólann.“ Magnús hefur lokið tveimur árum af þremur á brautinni. „Ég á eitt ár eft- ir á brautinni en mun síðan bæta við mig ári til að fá stúdentspróf. Mér lík- ar námið vel að sumu leyti en öðru ekki. Í heildina er ég þó nokkuð sátt- ur við valið,“ segir Magnús sem reyn- ir eftir fremsta megni að taka þátt í félagslífi skólans. „Ég æfi fótbolta og vinn með skóla svo ég hef ekki mik- inn tíma. Ég var þó til að mynda í rit- nefnd í nemendafélaginu síðasta vet- ur.“ Spurður um heimanámið segir Magnús að það sé mismikið. Stund- um komi tarnir þar sem mikið er að gera en á milli er minna að gera. „Það er mikið um verkefnaskil og þá eru það verkefni sem ég vinn bæði í skól- anum og heima, ýmist hóp- eða ein- staklingsverkefni. Hins vegar eru ekki mörg lokapróf í mínu námi og því eru lok annanna ekki jafnstrembin og í mörgu öðru námi. Þegar ég læri heima geri ég það ýmist fljótlega eftir að ég kem heim eða seint á kvöldin. Þá loka ég að mér og læri í herberginu mínu í ró og næði til að geta klárað lærdóminn á sem skemmstum tíma.“ Magnús viðurkennir þó að hann sé ekki einn af þeim sem mætir alltaf lesinn í tíma. „Nei, ég get því miður ekki sagt að ég mæti alltaf fullkom- lega undirbúinn í tíma,“ segir Magnús Már léttur í bragði að lokum. Heimanámið kemur í törnum Magnús Már Einarsson, nemandi í Borgarholtsskóla og ritstjóri fotbolti.net Framhald á næstu síðu Hvað finnst þér um reykingar?þér um reykingar?Hvað finnst þér um reyHvað finnst þérSkrifaðu stutta setningu um það sem þér finnst u reykingar í eina af talbólunum. Lærir á bókasafninu Menntaskólinn við Hamrahlíð verður settur í dag og er Unnsteinn Manuel einn þeirra nemenda sem mæta þangað galvaskir. Unnsteinn er að byrja sitt annað ár í MH en hann er á tungumálabraut. Meðfram námi er Unnsteinn mjög virkur í tónlistarlíf- inu en hann er aðalsprautan í hljóm- sveitinni Retro Stefson sem hefur vakið mikla lukku undanfarið. Unn- steinn er líka mjög virkur í félagslífi skólans en hann er bæði í kórnum og í myndbandaráði. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvenær hann hefur tíma til að læra. „Fyrstu önnina í skól- anum lærði ég eiginlega ekki neitt. En á annarri önn tók ég mig á og vandi mig á að læra í eyðum milli tíma og áður en ég fer á kóræfingu. Mér finnst best að læra á bókasafninu og slepp þá við að gera það á kvöldin.“ Þrátt fyrir mikinn áhuga á tónlist segist Unnsteinn ekki hlusta á tónlist þegar hann lærir. „Ég gerði það þar til kom að samræmdu prófunum. Það var einhver míta í gangi um að það væri svo fínt að hlusta á Sigur Rós en ég var alltaf með hugann við uppbygg- ingu lagsins og sá að þetta var ekki að ganga.“ Unnsteinn segist hafa val- ið Menntaskólann við Hamrahlíð því bekkjakerfið er honum ekki að skapi. „Mér finnst mjög gott að skipuleggja stundaskrána mína sjálfur. Eins og núna vel ég fög sem mér finnst skemmtilegust og ætla að bíða með þau leiðinlegu þar til ég verð eldri og skynsamari.“ Unnsteinn Manuel Stefánsson, nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.