Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 32
Axel Kristjánsson hæstaréttarlög- maður sem hefur harðlega gagnrýnt gjaldtöku viðskiptabankanna á op- inberum vettvangi hefur verið skip- aður í nefnd á vegum viðskiptaráð- herra sem fær það hlutverk að fara yfir lög og reglur varðandi gjaldtöku viðskiptabankanna og sparisjóða. Þetta veldur nokkurri furðu fram- kvæmdastjóra Samtaka fjármálafyr- irtækja. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra skipaði nefndina til að skoða gjaldtöku fjármálafyrir- tækja fyrir þjónustu sína og rafræn- ar kortafærslur. Nefndinni er sér- staklega ætlað að skoða ýmis gjöld sem fjármálafyrirtæki krefjast og forsendur þeirra, til dæmis seðil- gjöld, innheimtukostnað, kostnað við greiðslukort og fit-gjöld. Með Axel í nefndinni eru Sigríð- ur Rafnar Pétursdóttir lögfræðingur, formaður hópsins, og Gísli Tryggva- son, talsmaður neytenda. Axel starfaði sem lögfræðingur Útvegs- bankans í yfir þrjá áratugi og ritaði nýverið harðorða grein í Morgun- blaðið þar sem hann líkti bönkun- um við þjófótta hunda. Axel setti þar út á siðferði bankamanna og spurði hvort lögfræðingar þeirra kynnu lítil skil á almennri lögfræði. Hann telur ekki hægt að sökkva dýpra í siðleysi bankanna. Pétur Óskarsson, talsmaður Glitnis, fagnar tilurð starfshópsins. „Í sjálfu sér líst okkur bara ágætlega á skipan ráðherra og horfum til þess að eiga við hópinn gott samstarf. Mér finnst þetta gott skref. Vonandi mun niðurstaðan skila upplýstri umræðu um fjármál og að því leyt- inu til tel ég þetta jákvætt,“ segir Pét- ur. „Viðskiptahættir hafa breyst gríð- arlega hratt og gjaldtaka bankanna er orðin of mikil. Sum þessara gjalda eru umdeild og spurning hversu réttlætanleg þau eru,“ segir Björg- vin. „Að mínu mati er rík ástæða og engin spurning að fara yfir allt svið- ið með opnum augum.“ Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjármála- fyrirtækja, telur skipan hópsins af- leiðingu kröftugrar umræðu um gjaldtöku bankanna. Hann setur spurningarmerki við skipun Axels í hópinn þar sem hann hafi skýrt lýst skoðunum sínum. „Mér finnst sú ráðstöfun óvenjuleg að skipa að- ila í starfshópinn sem hefur á op- inberum vettvangi lýst sterkum skoðunum sínum á starfsháttum bankanna.“ trausti@dv.is Jafnvel þó að prestar fengju heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra hefur um þriðjungur þeirra engan áhuga á því. Séra Þórir Jökull Þor- steinsson, sendiráðsprestur í Kaup- mannahöfn, segir hjónabandið að- eins fyrir gagnkynhneigð pör og segir ástæðulaust að kirkjan blandi sér inni í ástarlíf samkynhneigðra. Tæp 27 prósent presta eru and- víg eða mjög andvíg því að Kirkjuþing samþykki að prestar þjóðkirkjunnar fái heimild til að staðfesta samvist. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Bisk- upsstofa lét gera á viðhorfum þjón- andi presta. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir er á öndverðum meiði og er fylgjandi því að prestar fái þessa heimild. Hún vill ganga skrefi lengra og telur að á með- an samkynhneigðir fái ekki að ganga í hjónaband sé brotið á réttindum allra. „Gagnkynhneigðir eiga rétt á því að búa í samfélagi þar sem mannréttindi eru virt,“ segir Auður. Hún bendir á að hjónavígsla sé löggjörningur sem eigi að standa öllum til boða, óháð kyn- hneigð. „Tveir karlar geta ekki lifað sam- an líkt og hjón væru,“ segir Þórir Jök- ull. Að hans mati er ekki hægt að kalla samband tveggja aðila af sama kyni hjónaband. „Það þarf ekki annað en skoða sögu manna frá öndverðu til að sjá að það eru karl og kona sem hafa sinnt þeirri köllun að ganga í hjóna- band. Fyrir því er bæði kirkjuleg hefð og ritningarleg. Fólk verður auðvitað að ákveða með sjálfu sér með hverj- um það liggur en það á ekki að blanda kirkjunni í það.“ Athygli vekur að karlprestar eru andsnúnari því að þessi heimild verði veitt en konur, og eldri prestar eru nei- kvæðari í garð hugmyndarinnar en þeir sem yngri eru. Auður Eir segir að þessi munur á viðhorfum presta eftir starfsaldri komi sér á óvart. Aðra sögu er að segja af kynjamuninum. „Mér hefur fundist það á þeim samtölum sem ég hef átt við konur í prestastétt að þær væru flestar hlynntar þessu. Næsta Kirkjuþing verður haldið í haust og má gera ráð fyrir að þar verði skeggrætt um möguleikann á þessari lagabreytingu. Á síðustu prestastefnu var þeirri tillögu hafnað að borgaraleg- um hjúskaparlögum yrði breytt þannig að hjúskapur samkynhneigðra, sem nú nefnist staðfest samvist, yrði eftir- leiðis kallaður hjónaband. „Prestastefnan afgreiddi þetta mál í vor og ég fylgi þeirri línu sem þar var farin,“ segir Þórir Jökull. Hann telur að könnunin hafi verið gerð til að friða þá presta sem fannst þeir verða undir í þeirri atkvæðagreiðslu. Aðspurður segist Þórir ekki sjá ástæðu til að nýta sér heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðs pars, væri hún fyrir hendi. „Ég hef ekkert við hana að gera og kirkjan ekki heldur.“ Auður vonar að prestar fái þessa heimild fyrr en seinna. miðvikudagur 22. ágúst 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Mega menn nú ekki hafa skoðanir í nefndastarfi? Hjónabandið aðeins fyrir gagnkynHneigða Þriðjungur presta andvígur staðfestri samvist samkynhneigðra: rigning Þessir ferðamenn sem voru á göngu um miðborgina létu rigninguna í gær ekki á sig fá heldur settu upp hettur og regnhlíf. Þeir gengu þó frekar bognir í baki þegar ljósmyndara DV bar að. Áframhaldandi rigningu á höfuðborgarsvæðinu er spáð.  DV-MYNDSTEFÁN Lögmaður sem gagnrýndi bankana fyrir fit-gjöld skipaður í nefnd Björgvins: Bankamenn furða sig á skipun Axels Í fyrsta sinn í skóla Í dag hefja 4.200 börn skóla- göngu í grunnskólum landsins og verða þar með í fyrsta skipti sjálf- stæðir vegfarendur. Í tilefni þess hefur Umferðarstofa gefið út bæk- ling sem sendur var til foreldra og forraáðamanna allra sex ára barna. Í honum er að finna leiðbeiningar hvernig undirbúa á barnið undir það að ganga sjálft í skólann. Þá eru foreldrar hvattir til þess að kynna öruggustu gönguleiðina í skólann. Í bæklingnum er einnig að finna upplýsingar um hvern- ig best er að keyra börn í skólann. Lögregla mun á næstunni auka eftirlit við skóla til þess að tryggja öryggi barna í umferðinni. Íslandsprent fyrir héraðsdóm Greiðslustöðvun prentsmiðj- unnar Íslandsprents verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þá metur dómari hvernig til hefur tekist og ákveður hvort greiðslu- stöðvun verði framlengd. Skuldir fyrirtækisins nema hundruðum milljóna króna og stór hluti þeirra er við erlenda birgja. Skuldir vegna vélakaupa Íslands- prents vega þungt en fyrirtækið skuldar jafnframt nærri 50 milljón- ir í opinber gjöld. Ef til gjaldþrots kemur yrði það stærsta gjaldþrot prentiðnaðarins hér á landi. Aðilar í prentiðnaði hafa áhyggjur af því að rekstraraðilar Íslandsprents séu að undirbúa prentsmiðjurekstur undir nýrri kennitölu en fyrirtækið hefur sóst eftir stórri lóð í Reykanesbæ. fóru í kappakstur í kirkjugarðinum Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu var kölluð til vegna hraðaksturs í Grafarvogi. Rétt fyrir klukkan tíu í fyrrakvöld barst lögreglunni tilkynn- ing um aksturinn og er lögregla kom á staðinn reyndist um að ræða kapp- akstur tveggja bíla í Gufuneskirkju- garði. Ungir ökumenn bifreiðanna, sem báðir voru 17 ára gamlir, voru í fyrstu hissa á afskiptum lögregl- unnar en skömmuðust sín þegar þeim var gerð grein fyrir alvarleika málsins. Ólögmæt gjöld? Viðskiptaráðherra hefur skipað starfshóp til að meta lögmæti gjaldtöku bankanna. Vísbendingar í báðar áttir „Það er ýmislegt sem bendir til að hægja fari á launaskriði. Á móti hafa birst tölur um að at- vinnuleysi sé í sögulegu lágmarki. Örvarnar benda því í báðar áttir,“ segir Gunnar Páll Pálsson, for- maður VR. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur dregið úr hækkun launavísitölu síðustu mánuði. Launavísitala í júlí 2007 hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði og síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,3%. Hækkunin var áberandi mest fyrstu þrjá mánuði ársins og síðan hefur dregið úr. Hallgrímskirkja Prestur þjóðkirkjunnar segist ekki sjá ástæðu til að nýta sér heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðs pars, væri hún fyrir hendi. „Ég hef ekkert við hana að gera og kirkjan ekki heldur.“ Erla HlynsdÓttir blaðamaðurskrifar: erla@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.