Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Page 30
miðvikudagur 22. ágúst 200730 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Á morgun eru 40 ár síðan ís- lenska karlalandsliðið tapaði 14-2 fyrir Dönum. Sjónvarps- þátturinn 14-2 er einmitt á dagskrá Rúv á morgun þar sem Hrafnkell Kristjáns- son fer þar hamförum í að greina fótboltann. Spurning hvort þessi tímamót séu eitthvað til að fagna eða minnast og því bíða margir fótboltaunnendur eftir þætti morgundagsins. Ljóst þykir þó að landsleikir karla- og kvennalandsliðsins verða fyrirferðarmiklir í þættinum og spurning hvort Hrafnkell mun viljandi gleyma þessum áfanga eða halda upp á hann. n Pawel Bartoszek, kennari við Háskólann í Reykjavík, lýs- ir yfir á heimasíðunni www. deiglan.com að hann þori varla að opna textavarpið orðið af ótta við að lesa greinar sem byrja á „Borgarstjórinn vill...“ Bartoszek segir í greininni: „Því miður fer vilji borgar- stjórans oft illa saman við vilja frjálslynd- ari manna,“ og telur svo upp hluti sem borg- arstjórinn vill. „Borg- arstjóri vill reka burt klámráð- stefnu, borgarstjóri vill spilavíti burt úr Mjóddinni, borgarstjóri vill loka skemmtistöðum fyrr, borgarstjóri vill fækka börum, borgarstjóri vill loka Vínbúð- inni í Austurstræti.” n Ellý Ármanns, sem jafnan flaggar lengstu fyrirsögnun- um sem sést hafa í íslenskum fjölmiðlum, hefur ekki misst úr dag í tvo mánuði. Þannig hefur hún bloggað um raunir missjúkra „vinkvenna“ sinna á hverjum degi síðan um miðjan júní, en eins og sönnum Íslendingi sæmir tók hún sér frí á þjóðhá- tíðardaginn. Þessi tölfræði get- ur þýtt annað af tvennu; að hún sé einfaldlega einn metnað- arfyllsti bloggari landsins eða hitt að henni leiðist óheyrilega uppi í Útvarpshúsi á milli þess sem hún kynnir okkur sjón- varpsdagskrána. Nema hvort tveggja sé. Hver er konan? „Það er bara ég.“ Hvað drífur þig áfram? „Óbilandi eirðarleysi. Mér leiðist mjög auðveldlega.“ Hvað gerir þú í frístundum? „Ég leik mér við dóttur mína Kötlu og reyni að skemmta henni.“ Hverjar eru fyrirmyndir þínar? „Ég á mér engar fyrirmyndir. Ég væri örugglega betri manneskja ef ég tæki mér gott fólk til fyrirmyndar.“ Hverju mundir þú vilja breyta? „Það væri auðveldara að svara ef spurningin væri: Hverju vilt þú ekki breyta.“ Af hverju heldur þú að kvenna- fótbolti fái minni athygli en karlafótbolti? „Ég hef aldrei sagt að kvennafót- bolti fái minni athygli en karlafót- bolti. Ég hef bara mælt með því að fólk fylgist nánar með kvennalands- liðinu, hvort sem það hefur áhuga á fótbolta eða ekki, því ég held að allir muni hrífast af þeim.“ Hefur þú áður gert heimilda- mynd? „Ég lærði heimildamyndagerð í Noregi. Svo finnst mér ég alltaf vera að gera litlar heimildamyndir í Kast- ljósinu þó svo að það kallist nú ekki heimildamyndagerð.“ Ferðast þú mikið innanlands? „Já, ég hef gert mikið af því und- anfarin ár en allt of lítið af því í sum- ar.“ Hvaða áfangastaðir eru í uppáhaldi? „Það eru nokkrir staðir á Suður- landinu. Mér finnst til dæmis gaman að koma í Reynisfjöru á góðum degi. Það er gott að koma nálægt Kötlu og mér finnst Þórsmörk frábær. Já, og svo er það rúmið mitt heima.“ Ef ekki dagskrágerðarkona, hvað þá? „Þá væri ég fréttaljósmyndari. Ég verð það einhvern daginn.“ Áhugamál? „Skíði, ferðalög, heimildamynda- gerð og svo nýjasta áhugamálið... kvennafótbolti.“ Hvað er framundan? „Ég er að fara til Slóveníu þar sem ég ætla að fylgjast með kvennalands- liðinu keppa á sunnudaginn.“ Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx xx xx xx xxxx xx xx +15 4 +15 7 xx +14 4 xx +18 7 xx xx xx xx +10 4 xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx xx xx xx xxxx xx xx +13 4 +12 4+13 4 +10 4 +13 4 +12 4+13 4 +10 4 xx +15 4 +15 4 xx xx xx xx xx xx -xx -xx MAÐUR DAGSINS NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði Nýjasta áhugamálið: KveNNafótboltiNN Þóra Tómasdóttir dagskrágerðarkona gerir heimildarmynd um baráttu kvennalandsliðsins í undan- keppni Evrópumótsins 2009. Þóra ætlar með heimildar- mynd sinni að varpa ljósi á þær kraftmiklu stelpur sem nú skipa landsliðið. Hættum að kvarta yfir því að það sé aldrei neitt um að vera hérna í Reykjavík og skellum okkur á Nor- rænu menningarhátíðina Reyfi sem hófst síðastliðinn laugardag og stendur fram á sunnudagskvöld. Það er nóg um að vera bæði að degi til og á kvöldin og ættu allir að finna atriði við sitt hæfi. Mikið er um tónlistar- atriði, kvikmyndasýningar og fyrir- lestra auk þess sem norrænni matar- gerðarlist er gert hátt undir höfði. Þessi flotti glerskáli við Norræna húsið var reistur sérstaklega í tilefni af Reyfi og hefur verið notaður undir tónleikahald og fleiri skemmtanir. Þessi bygging er mjög skemmtileg og hentar vel undir tónleika og annað slíkt auk þess sem það skemmir ekki fyrir að glæsilegur bar og veitinga- salur hefur verið reistur inni í bygg- ingunni. Það er hins vegar synd að glerskálinn komi einungis til með að standa þarna tímabundið þar sem hér er um að ræða farandbyggingu sem er skellt svona skemmtilega upp fyrir tónleika og aðrar uppákomur. Takið bíltúr að kvöldi til og kíkið á þennan flotta skála. Sænskum sjarmör sem heldur tón- leika í hinum stórglæsilega glerskála næstkomandi föstudagskvöld. Lek- man hefur vakið mikla athygli fyrir stórskemmtilega sviðsframkomu og hefur notið mikilla vinsælda jafnt á Norðurlöndunum sem og annars staðar í Evrópu. Jens Lekman spil- ar sem áður sagði í glerskálanum á föstudaginn en á undan honum spilar Ólöf Arnalds og færeyski tón- listarmaðurinn Budam svo von er á stórgóðum tónleikum. Við mælum með... ...glErskÁlAnum ...rEyFi ....JEns lEkmAn DV-MYND: ÁSGEIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.