Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 18
miðvikudagur 22. ágúst 200718 Sport DV visa-bikar kvenna Breiðablik - KR 3-7 0-1 (3.) Olga Færseth, 0-2 (10.) Olga Færseth, 1-2 (21.) greta mjöll samúelsdóttir, 1-3 (35.) Olga Færseth, 1-4 (41.) Olga Færseth, 1-5 (52.) Hólmfríður magnúsdóttir, 2-5 (67.) sandra sif magnúsdóttir, 2-6 (67.) katrín Ómarsdóttir, 3-6 (69.) mette Olesen, 3-7 (81.) Hólmfríður magnús- dóttir. Keflavík - Fjölnir 3-1 1-0 (8.) vesna smiljkovic, 2-0 (38.) danka Podovac, 3-0 (51.) danka Podovac, 3-1 (51.) rúna sif stefáns- dóttir. Úrslit í gær íÞrÓttAMOlAr Njarðvík missti af Webb Ekkert verður af því að bandaríski leikmaðurinn Joe Webb gangi til liðs við Njarðvíkinga í iceland Express- deildinni í körfuknattleik. teitur Örlygsson, þjálfari umFN, sagði í samtali við víkurfréttir að Webb hefði fengið annað tilboð sem hann hefði ákveðið að taka og því væru Njarðvíkingar að nýju komnir á byrjunarreit hvað varðar málefni erlendra leikmanna. Þá hefur miðherjinn Egill Jónasson ekki enn samið að nýju við Njarðvíkinga en hann hefur æft með liðinu að undanförnu og kvaðst teitur ánægður með hans framlag á síðustu æfingum. ellert jóN til DaNmerkur Ellert Jón Björnsson, leikmaður Ía, er á leið til náms í árósum í danmörku í lok ágúst. Þar mun hann nema hagfræði en það tekur um þrjú ár. Í samtali við heimasíðu Ía segir Ellert að hann voni að geta leikið með skagamönnum næsta sumar, en hann ætti eftir að skoða það betur í samráði við guðjón Þórðarson þjálfara. Ellert hefur verið meiddur undanfarið og hefði þar af leiðandi ekki leikið næstu leiki. Hann hafði staðið sig vel í sumar í nýrri stöðu. Ellert er uppalinn skagamaður en lék hálft tímabil með val árið 2004. túNisbúi á leið til fram Fram í handboltanum er að fá túniskan leikmann. Jón Eggert Hallsson, formað- ur handknattleiks deildar Fram, stað- festi í samtali við dv að liðið hefði sent fyrirspurnir um leikmanninn en enn ætti eitthvað eftir að koma út úr því. Fram hefur fengið til liðsins marga útlendinga en enginn staðið undir væntingum. vick ætlar að játa Lögfræðingar michael vick segja að umbjóðandi þeirra muni játa á sig hundaatsákærur sem munu setja feril hans í NFL- deildinni í hættu. vick, sem er stórstjarna í NFL- deildinni, gæti verið dæmdur í allt að fimm ára fangelsi og sekt upp á 30 milljónir króna fyrir grimmd gegn dýrum. vick, sem var valinn fyrstur úr háskólavalinu árið 2001, er ákærður fyrir að halda hundaat í garðinum heima hjá sér. saksóknari var tilbúinn að gefa út fleiri ákærur á vick en játningin er sögð vera liður í því að fá þær ákærur felldar niður. vick er ákærður í átta liðum, meðal annars fyrir að drekkja hundum og hengja þá. Hann reyndi að bulla sig út úr vandræðunum í fyrstu með því að segja að hann vissi ekki neitt um nein hundaöt sem fram fóru á heimili hans. síðan þegar vinir hans fóru að vitna gegn honum játaði hann á sig ósómann. Nike og reebook hafa tekið allar vörur tengdar honum úr sölu og rift öllum samningum við hann. Það verða KR og Keflavík sem mætast í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í knattspyrnu. KR sigraði Breiðablik 7-3 á útivelli þar sem Olga færseth átti stórleik og í Keflavík unnu heimamenn Fjölni 3-1 þar sem serbnesku landsliðskonurnar Danka Podovac og vesna smiljkovic skoruðu mörk Keflavíkur. KR og Keflavík tryggðu sér sæti í úrslit- um VISA-bikars kvenna í knattspyrnu í gær. KR gerði það með því að leggja Breiðablik að velli, 7-3, á Kópavogs- velli. Olga Færseth sýndi og sannaði enn og aftur að hún er markaskorari af guðs náð. Hún skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og lagði grunninn að sigri KR. Keflavík vann Fjölni á heimavelli, 3-1, þar sem Danka Podovac skoraði tvö mörk. Leikurinn fór fjörlega af stað. Það voru KR-stúlkur sem náðu undirtök- unum strax í upphafi og þær skoruðu fyrsta markið strax á 3. mínútu. Edda Garðarsdóttir tók hornspyrnu fyrir KR, Alicia Wilson skallaði að marki þar sem markahrókurinn Olga Færseth var mætt til að pota boltanum yfir marklínuna. Þrátt fyrir markið hættu KR-stúlk- ur ekki að sækja og það liðu aðeins sjö mínútur þar til KR hafði náð tveggja marka forystu. Hólmfríður Magnús- dóttir reyndi að leika á Dagmar Ýr Arnardóttur, sem braut á Hólmfríði og vítaspyrna dæmd. Hárréttur dómur hjá Valgeiri Valgeirssyni dómara. Olga tók spyrnuna og skoraði örugglega. 2- 0 fyrir KR eftir tíu mínútur og útlitið dökkt hjá Blikum. Breiðablik sótti hægt og bítandi í sig veðrið og á 21. mínútu náði Greta Mjöll Samúelsdóttir að minnka mun- inn í 1-2. Breiðablik fékk hornspyrnu frá hægri, Greta tók spyrnuna og skor- aði beint úr henni. Olga var hins vegar ekki búin að segja sitt síðasta. Á 35. mínútu tók Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður KR, aukaspyrnu á vallarhelmingi KR, Hrefna Huld Jóhannesdóttir skallaði boltann inn fyrir vörn Breiðabliks, þar fékk Olga boltann og skoraði með lag- legu skoti yfir Petru Lind Sigurðardótt- ur í marki Breiðabliks. 3-1 fyrir KR og Olga komin með þrennu. Sex mínútum síðar var Olga enn og aftur á ferðinni. KR fékk hornspyrnu sem Edda Garðarsdóttir tók. Hún sendi boltann inn á vítateig Breiða- bliks þar sem Katrín Ómarsdóttir skallaði að marki, boltinn fór í varnar- mann Blika sem stóð á marklínunni og Olga var fyrst til að átta sig og skoraði af stuttu færi. 4-1 fyrir KR í hálfleik og marka- hrókurinn Olga Færseth búin að skora öll mörk KR-liðsins. Eins og tölurnar gefa til kynna voru KR-stúlkur mun betri í fyrri hálfleik gegn máttlitlum Blika-stúlkum. Eftir aðeins sex mínútur í síðari hálfleik komst KR í 1-5. Olga Færseth átti þá góða sendingu inn á vítateig Breiðabliks þar sem Hólmfríður fékk boltann og skoraði laglega framhjá markverði Blika. tvö mörk á sömu mínútunni Breiðablik náði að klóra í bakk- ann á 67. mínútu þegar Guðrún Sól- ey Gunnarsdóttir gaf góða sendingu inn fyrir vörn KR þar sem Sandra Sif Magnúsdóttir fékk boltann og skoraði. Sandra Sif hafði komið inn á sem vara- maður fjórum mínútum áður og var ekki lengi að minna á sig. KR tók miðjuna, Hólmfríður Magn- úsdóttir fékk boltann, sendi inn fyrir vörnina á Katrínu Ómarsdóttur sem skoraði sjötta mark KR. Tvö mörk á sömu mínútunni og staðan skyndilega orðin 2-6, KR í vil. Tveimur mínútum síðar skoruðu Blikastúlkur sitt þriðja mark. Eftir hornspyrnu var mikil barátta í vítateig KR, boltinn barst til Mette Olesen sem skoraði af stuttu færi. 3-6 og enn nógur tími fyrir fleiri mörk. Á 81. mínútu kom svo tíunda mark leiksins og þar voru KR-stúlkur á ferð- inni. Eftir góða sókn og laglegt samspil fékk Hólmfríður Magnúsdóttir boltann um það bil 25 metra frá marki Breiða- bliks. Hún lét skotið ríða af og boltinn söng í netinu. Fallegt mark og annað mark Hólmfríðar í leiknum. Þar með var allur vindur úr Breiða- bliki og þær Olga Færseth og Hólm- fríður voru nálægt því að bæta við mörkum áður en flautað var til leiks- loka. Svo fór ekki og lokatölur 7-3 fyr- ir KR. frábær dagur hjá öllu liðinu Olga Færseth var að vonum ánægð með mörkin fjögur þegar DV ræddi við hana eftir leikinn. „Ég ætla auðvitað að skora í hverjum einasta leik. Hvort sem það er eitt eða tíu, það skiptir ekki máli. Ég setti fjögur í dag og það kannski lagði grunninn að þessum sigri. En þetta var bara frábær dagur hjá öllu liðinu.“ Olga sagði að leikaðferð KR-liðs- ins hafi gengið eftir. „Við ætluðum að pressa á þær alveg frá byrjun. Um leið og við skoruðum eitt og svo ann- að lögðum við grunninn að þessu. Við vörðumst vel og sóttum hratt. Það var bara nákvæmlega eins og Helena (þjálfari KR) lagði leikinn upp,“ sagði Olga. Hún er uppalin í Keflavík og hlakk- ar til að mæta sínu uppeldisfélagi í úr- slitaleiknum. „Þetta er minn heima- bær og það er bara tilhlökkun að fara í þennan leik. Sérstaklega í úrslitaleik,“ sagði Olga að lokum. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að KR hafi einfald- lega verið betra liðið. „Við hittum á KR-ingana í hörkuformi og lendum 2-0 eftir nokkrar mínútur og þar með var leikurinn orðinn okkur mjög erf- iður. Það sem við lögðum upp með var að verjast vel. Þær voru búnar að skora tíu mörk gegn okkur í tveimur leikjum í sumar, þannig að við ætluð- um að stoppa það. Það gekk ekki eftir. Þær eru með frábært sóknarlið og það er mjög erfitt að eiga við það. Við skoruðum þrjú mörk og ein- hvern tímann hefði það dugað til að vinna leik en þær skoruðu sjö. Við vor- um svo sem farin að taka sénsa og ætl- uðum að skora strax í byrjun seinni hálfleiks en það tókst ekki,“ sagði Jör- undur Áki og bætti við að mörkin í fyrri hálfleik hafi verið helst til of ódýr. „Lið eins og KR nýtir öll svona tæki- færi til hins ýtrasta. Þær hafa leikmenn innan sinna raða sem eru klókir. Olga er auðvitað alveg baneitruð í þessu og er ótrúlegur markaskorari. Við viss- um það alveg og það má aldrei líta af henni,“ sagði Jörundur. serbnesk blóm í keflavík Keflavík tók á móti Fjölni í gær í hinum undanúrslitaleiknum í VISA- bikarnum. Keflavík byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 1-0 strax á 8. mínútu. Serbneska landsliðskon- an Vesna Smijlkovic skoraði þá beint úr hornspyrnu. Hálftíma síðar eða á 38. mínútu skoraði svo landa henn- ar Danka Padovac annað mark Kefl- víkinga með glæsilegu skoti fyrir utan teig, stöngin inn. Padovac tók þá horn- spyrnu, sendi á Smiljkovic, fékk bolt- ann aftur og þrumaði honum í markið. Padovac var aftur á ferðinni á 50. mínútu og kom Keflvíkingum í 3-0. Tók þá aukaspyrnu sem fór af varnar- manni og í netið. Strax í næstu sókn minnkaði Fjölnir muninn í 3-1. Þar var á ferðinni Rúna Sif Stefánsdóttir sem hirti frákastið eftir að markvörð- ur Keflavíkur hélt ekki skoti Fjölnis. Lengra komust gestirnir ekki og fögn- uðu Keflvíkingar innilega í leikslok. Keflavík er því komið í bikarúrslit gegn KR þar sem verður við ramman reip að draga. Liðin hafa einu sinni mæst í sumar og unnu KR þá örugg- lega 5-0. Keflvíkingar eru hins vegar sýnd veiði en ekki gefin og hafa sýnt það oft í sumar. Keflavík fær einmitt KR í heimsókn 17. september eða að- eins 5 dögum fyrir bikarúrslitaleikinn sem verður á Laugardalsvelli í beinni útsendingu á RÚV. dagur@dv.is Kr Og KEFlAVíK í Úrslit Dagur sveiNN DagbjartssON blaðamaður skrifar: dagur@dv.is markamaskína Olga Færseth er markaskorari af guðs náð og hún skoraði fjögur mörk fyrir kr sem burstaði Breiðablik 7-3 í gær. Næst er það kr keflavík vann Fjölni í gær, 3-1, þar sem serbnesku landsliðskonurnar danka Podovac og vesna smiljkovic skoruðu mörk keflavíkur. Mynd Víkurfréttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.