Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Síða 17
Eyjólfur sagði að stolt leikmanna væri nokkuð sem hann vildi vinna í. „Við erum allir Íslendingar, erum allir stoltir af að vera Íslendingar og viljum standa okkur fyrir okkar þjóð. Það er það sem skiptir máli. Landinn þarf að sjá að við leggjum okkur fram. Að við séum tilbúnir að skemmta landanum og leggja okkur 100% fram.“ Þurfum að fá sjálfstraust í liðið Hermann Hreiðarsson er aftur kominn í landsliðshópinn eftir hlé. Hann hefur verið í byrjunarliði Port- smouth í ensku deildinni í þremur fyrstu leikjunum og staðið sig með miklum sóma. Hermanns hefur ver- ið sárt saknað úr liðinu. Hann er ann- álaður baráttujaxl sem gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og er tilbúinn að gera margt fyrir land sitt og þjóð. „Við erum í dúndurstandi. Það er langt síðan við höfum hist. Það er líka kominn tími til að breyta hugarfarinu og umræðunni í kringum þetta. Hafa þetta svolítið jákvætt og skemmtilegt og þetta er frábært tækifæri til að snúa genginu við. Fá smá sjálfstraust í lið- ið þannig við mætum endurnærðir í keppnina í haust. Við þurfum að fá smá sjálfstraust í liðið, við höfum legið undir höggi en við höfum fulla trún hver á öðrum og vitum hvað í okkur býr. Við þurfum fyrst og fremst að sýna það. Við eigum nóg inni og erum staðráðnir í að sýna hvað í okkur býr þannig að fólk fari að taka undir með okkur og allt hugarfar verði jákvæðara. Við erum náttúrulega að sýna það og sanna fyrst og fremst fyrir sjálfum okkur og þjóðinni að það býr miklu meira í okkur en við höfum sýnt. Við erum komnir til að standa okkur og þetta er mikilvægt verkefni. Við þurf- um að sýna hver öðrum fyrst og fremst að við getum gert betur en við höfum gert hingað til.“ Æfingaleikir skipta máli Æfingaleikir landsliða hafa oft ver- ið sagðir tilgangslausir. Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, seg- ir svo ekki vera. „Þeir skipta þannig máli að hópurinn kemur saman, þótt við náum bara þremur æfingum spil- um við heilan leik. Fáum að prófa nýtt leikkerfi sem er undirbúningur fyr- ir leikinn í haust. Þannig að leikur- inn gegn Kanada gæti því verið mikil- vægt veganesti fyrir leikina í haust. Það skiptir höfuðmáli, svo ég tali nú ekki um ef við fáum stig út úr leikjunum í september og október.“ Leikur Íslands og Kanada hefst klukkan 18:05. Um þrjú þúsund mið- ar voru seldir þegar síðast fréttist en ný stuðningsmannasamtök ætla að koma saman á Ölveri fyrir leikinn. Var mæting boðuð þangað klukkan 16 og verður Ölver með tilboð á ýmsum varningi. Miðaverði er stillt í hóf og er engin ástæða fyrir fólk að mæta ekki og styðja íslenska liðið. DV Sport miðvikudagur 22. ágúst 2007 17 í dag 18:30 Premier League WorLd Heimur úrvalsdeildarinnar. Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. 19:00 CoCa CoLa mörkin 2007- 2008 Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í leikjum síðustu umferðar í Coca Cola- deildinni. 19:30 engLish Premier League 2007/08 Ensku mörkin 2007/2008 Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik umferðarinnar eru sýnd frá öllum mögulegum sjónarhornum. 20:25 4 4 2 Þáttur sem er ekkert minna en bylting í umfjöllun um enska boltann á Íslandi. 21:45 Leikur vikunar Leikur vikunnar 23:25 Portsmouth - BoLton Enska úrvalsdeildin 2007/2008. útsending frá leik Portsmouth og Bolton. enski boltinn oWen gÆti Byrjað inn á Enn fækkar í upphaflega landsliðshópn- um sem steve mcClaren þjálfari valdi fyrir æfingaleikinn gegn Þjóðverjum sem fram fer í dag. Í gær var tilkynnt að andy Johnson, leikmaður Everton, verði ekki með vegna meiðsla. Því er útlit fyrir að michael Owen verði í byrjunarliði Englands. „Þetta er tilvalinn leikur fyrir michael Owen að spila nokkrar mínútur. Hann spilaði ekkert á undirbúningstímabilinu og hefur enn ekki klárað heilan leik. Þetta er því gott tækifæri,“ segir mcClaren. Johnson er fimmti leikmaðurinn sem dregur sig út úr hópnum. Hinir eru steven gerrard, Owen Hargreaves, sol Campbell og darren Bent. Wenger hissa Þrátt fyrir að arsene Wenger sjái sér ekki fært að nota theo Walcott í lið arsenal, reynir hann í óðaönn að koma stráknum inn í enska landsliðshópinn. Frægt varð þegar sven-göran Eriksson valdi Walcott í landsliðið fyrir Hm í Þýskalandi eftir að Wenger hafði nánast beðið hann um það. Wenger var hissa á því að Walcott hafi ekki verið valinn í hópinn fyrir leikinn gegn Þjóðverjum á morgun. „Ég var hissa á því í síðustu viku að þegar fólk var að tala um vandamál í landsliðshópnum og enginn talaði um Walcott,“ segir Wenger. Walcott fór í aðgerð á öxl í sumar og missti af Evrópukeppni landsliða skipuð leikmönnum 21 árs og yngri. Wenger segir að Walcott, sem er 18 ára, sé óðum að ná sér af þeim meiðslum. „Þetta hefur tekið tíma en á undanförnum vikum hef ég séð miklar framfarir,“ segir Wenger. aLves inn, roBBen út? Chelsea hefur ekki gefið upp alla von um að fá brasilíska bakvörðinn daniel alves frá sevilla og hefur nú boðið 30 milljónir evra, um 2,7 milljarða króna, í leikmanninn. real madrid hefur einnig áhuga á alves en svo gæti farið að Chelsea selji arjen robben til real madrid í von um að madrídingar hætti við að bjóða í alves. robben hefur ekkert komið við sögu í liði Chelsea á tímabilinu og vill ólmur fara til real madrid. spænska dagblaðið marca segir að kaup Chelsea á alves muni ganga í gegn í lok vikunnar. spurning hvort robben fari til real á sama tíma? gabriel heinze tapaði áfrýjun um að ganga til liðs við Liverpool: SÁ ER SÆLL SEM SÍNU ANN Enska knattspyrnusamband- ið úrskurðaði í gær að Manchester United bæri ekki skylda til að selja Argentínumanninn Gabriel Heinze til Liverpool. Heinze hafði haldið því fram að honum hefði verið lof- að að fara frá Manchester ef viðun- andi verð fengist fyrir hann og sýndi bréf frá 13. júní því til sönnunar fyrir dómstólum. Allur þessi farsi hófst í júní þeg- ar Man. Utd sagði Heinze í bréfi að hann mætti fara ef eitthvert lið kæmi til móts við 6,8 milljóna punda verð- ið sem liðið setti á hann, rúmlega 800 milljónir króna. Leikmaður- inn var kominn á eftir Patrice Evra í goggunarröð Man. Utd í vinstri bak- vörðinn og vildi fá að fara frá liðinu. Liverpool kom snemma inn í málið en Sir Alex Ferguson stjóri Man. Utd sagði alltaf að engar líkur væru á að Heinze fengi að fara til Liverpool eða einhvers af helstu keppinautum Man. Utd. Þegar svo Heinze komst að því að Liverpool hefði boðið 6,8 millj- ónir punda í hann fór hann í mál við Man. Utd. sem hann tapaði í gær. Heinze er því aftur kominn á byrjunarreit. Hann sýndi bréf Man. Utd frá 13. júní þar sem honum var tilkynnt að hann mætti finna sér annað félag. Hins vegar segir enska knattspyrnusambandið í dómnum að bréfið sé ekki lögformlegt skjal, ekki endanleg útgáfa af bréfi og standi því ekki sem sönnunargagn fyrir rétti. Manchester United er því í rétti að banna honum að fara til Liverpool. „Bréfið er skýrt að því leyti að að- eins er talað um mögulegan flutn- ing leikmanns á milli landa. Það var ekki bindandi samkomulag milli félagsins og leikmannsins um að hann færi til neins ákveðins félags,“ segir meðal annars í dómnum. Heinze getur áfrýjað dómnum en það tekur væntanlega lengri tíma en þá níu daga sem eftir eru af fé- lagaskiptaglugganum. Hann er því í raun og veru kominn aftur á byrj- unarreit en Lyon hefur þó lýst yfir áhuga á leikmanninnum. Sögusagn- ir segja líka að Man. Utd hafi boðið spænsku risunum í Barcelona og Real Madrid hann á tombóluverði en ekkert hefur verið sagt eða ritað um áhuga þeirra á Heinze. Síðast en ekki síst getur Heinze hætt að væla og barist fyrir sæti í byrjunarliði Man. Utd. Það er hins vegar ólíklegt að hann nái að sætt- ast við Ferguson, liðið og aðdáend- ur eftir að hafa óskað eftir að vera seldur til Liverpool en grunnt er á því góða á milli liðanna. benni@dv.is allt tekur enda um síðir Í gegnum tíðina hafa menn farið flatt á því að lenda upp á kant við sir alex Ferguson. koMniR til AÐ sJÁ oG siGRA tilbúnir í slaginn Hermann, Brynjar og Eyjólfur voru sannfærandi á blaðamannfundinum í gær. Þeir ætla að bæta gengi landsliðsins. Brynjar í slagnum Brynjar Björn gunnarsson hefur spilað vel í upphafi ensku deildarinnar. kominn í slaginn á ný Hermann Hreiðarsson er mættur aftur í íslenska landsliðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.