Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Síða 15
DV Sport miðvikudagur 22. ágúst 2007 15 Sport Miðvikudagur 22. ágúst 2007 sport@dv.is Heinze fær ekki að fara til Liverpool Tilbúnir í slaginn Það verða Kr og KeflavíK sem leiKa til úrslita í visa-biKarKeppni Kvenna. Kr burstaði breiðabliK 7-3 á meðan KeflavíK lagði fjölni 3-1. bls 18 Í gær var dregið í EHF-keppni karla og annarri umferð í Evrópukeppni bik- arhafa karla. HK var í pottinum í EHF- keppninni og eins fer Valur þangað ef þeir tapa í undankeppninni fyrir Meistaradeild Evrópu. HK dróst á móti Pallamano Con- versano.it frá Ítalíu og á HK fyrri leik- inn heima. Valur spilar við Panevez- io „Viking Malt“ og ef þeir tapa mæta þeir sigurvegaranum úr viðureign HC Dobrudja - Dobrich og HC Lokomotiv Metaleks Bild Varna. Eins var dregið í 2. umferð í Evr- ópukeppni bikarhafa. Sigurliðið í við- ureign Stjörnunnar og lettneska liðs- ins Tenax Dobele í 1. umferð mætir það úkraínska liðinu Bydivelnik Brov- ary. Fyrri leikurinn verður leikinn 29. eða 30. september og sá síðari 6. eða 7. október. Gunnar Magnússon, aðstoðar- þjálfari HK, var sáttur við dráttinn í EHF-keppninni. „Ég veit kannski ekk- ert svakalega mikið um þetta lið nema kannski það að Gummi Hrafnkels spilaði með því á sínum tíma. Þetta lið hefur verið meistari á Ítalíu undanfar- in ár en þeir lentu að vísu í þriðja sæti í fyrra. Þeir eru svona frægasta liðið á Ít- alíu og ef ég man rétt slógu Haukar þá út fyrir tveimur árum í tveimur hörku- leikjum. Við erum ánægðir með að ferðalagið er ekkert allt of langt. Það er skárra að fara þangað heldur en eitt- hvað í langt í austrinu. Svona fyrirfram met ég þetta sem jafna möguleika beggja liða. Þetta lið hefur reynslu úr Evrópukeppni og er með fullt af fínum leikmönnum. Við ætlum okkur að fara langt og leggja metnað í þessa keppni. Auðvit- að er þetta ákveðin gulrót en við ætl- um að fara sem lengst og ef við dettum út verður það gegn liði frá Þýskalandi eða Spáni,“ segir Gunnar Magnússon ,aðstoðarþjálfari HK. vidar@dv.is Dregið var í EHF-keppninni og í annarri umferð Evrópukeppnis bikarhafa: HK fer til Ítalíu Burst í Kópavogi HK, Stjarnan og Valur keppa í Evrópukeppni stjarnan og Hk munu spila í Evrópukeppni í vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.