Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 22
Mikil ósköp var gaman að sjá Stuðmenn á Laugar-dalsvelli, loksins léku þeir á þjóðarleikvanginum. Og þvílík frammistaða. Hreint frábært að sjá og heyra strákana í Stuðmönn- um standa á stóra sviðinu, klædda stuttbuxum, sem er svo vel við hæfi á þessum stað, svo vel við hæfi, og leika á hljóðfærin sín með þeirri snilli sem þeir einir ráða yfir. Þessi stund gleymist ekki, hún gleym- ist ekki. Loksins voru þeir komn- ir á réttan stað, hljómsveit allra landsmanna að meikaða á þjóð- arleikvanginum. Alsæla. Merkileg þessi þjóð, hefur lifað allt sem á hefur dunið án þess að Stuðmenn hafi áður leikið á þjóðarleikvang- inum. Merkilegir þeir Stuðmenn, Valgeir fór í fýlu og hætti, Ragnhildur fór í fýlu og hætti og núna Þórður. En það stoppar ekki strákana, strákana okkar í hljómsveit allra lands- manna. Þeir komu fram á þjóðarleikvanginum og þeir voru í stuttbuxum og þeir sungu lög sem þeir hafa sennilega einhvern tíma sungið áður, en í þannig búningi að þau bara þekkt- ust ekki. Enn og aftur sýndu þeir hæfni sína, fluttu eigin lög í felubúningum. Það getur Bubbi ekki, ekki Stebbi Hilmars eða hvað þeir heita allir hinir sem eru sífellt að reyna að heilla fólk. Og ekkert gengur. Þeir eiga svo sem eftir að reyna stuttbuxurnar, svo ljótt er að fullyrða að þeir geti ekki nálgast Stuðmenn. Þeir geta reynt, en ekki er eðlilegt að búast við miklu af þeim. Stuðmenn kunna sitt fag. Þeir eru ólíkindatól, þeir eiga stuttbuxur. Þeir kunna að fela eigin lög með einstökum hætti. Á þjóðarleikvanginum fluttu þeir lögin sín, enginn þekkti þau og þeir sem litu á Stuðmenn sem gestaþraut klikkuðu illa á því, stóðu upp og fóru. Áður en nokkur vissi var stúkan ekki hálfsetin, stúkan sem var fullsetin skömmu áður. Allt þetta fólk sem gafst upp á að reyna að þekkja Stuðmannalögin missti af því sem mestu skipti og alla viðstadda gladdi svo, svo mikið. Merkilegt að ef fólk þekkir ekki lögin sín, bara fer það. Jafnvel þó Stuð- menn séu á stuttbuxum. Merkilegt. Bo kom og Bo sigr-aði, ekki vegna þess að hann er Bo, nei, vegna þess að hann söng með Stuðmönnum, hljómsveit allra landsmanna, og það sem meira er að hann var ekk- ert í stuttbuxum eins og hinir. Nei, ekki hann Bo. Hann var sko ekki í stuttbuxum. Nei, Bo gerði betur. Hann var í pilsi. Kvöldið var full- komið, hreint út sagt fullkom- ið. Heyra mátti þúsundir Íslendinga kyrja við út- gönguna einn af söngvum Stuðmanna, þó í upphaf- legu útsetningunni enda ekki allra að læra á nýja útgáfu Stuðmanna; ...ég myndi gera hvað sem er fyrir frægðina. Fullkomið kvöld var á enda. Stuðmenn eru hljómsveit allra landsmanna, ekki síst þeirra sjálfra. miðvikudagur 22. ágúst 200722 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjóri og ábyrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: Valdimar birgisson Umbrot: dv. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðalnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010, áskriftarsími 512 7080, auglýsingar 512 70 40. Í stuttbuxum og pilsi Grímþór Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. En til að borgararnir sinni því hlutverki verður lögreglan að vera með, verður líka að taka þátt. Gerðu það sjálf Leiðari Merkilegt hjá lögreglunni í Keflavík að segja konu sem hringir, þar sem hún fann sprautur og önnur tól til fíkni-efnaneyslu á almannafæri, að taka sjálf upp draslið og koma með það á lögreglustöðina. Og verðlauna átta ára gamla dóttur konunnar með endurskinsmerki. Til hvers er lögreglan? Getur ekki verið hættulegt að handfjatla fíkniefnatól? Hvað ætli lögreglan hafi haft merkilegra að gera? Talsmaður lögreglunnar segir að sennilega hafi þeir haft nóg að gera þennan dag, en segir ekki hverjar þær annir voru. Hann bætir reyndar við og segist hafa fundið hass á golfvellinum þegar hann var að spila golf. Það var á miðri áttundu braut sem hann fann hassið. „Dóttur minni var mjög brugðið við þetta og mér ekki síður. Þetta eru slæm tíðindi því það er hópur af fólki sem labbar um þetta svæði, til dæmis skólakrakkar, og það var virkilega óþægilegt að finna sprauturn- ar. Mér finnst í raun alveg ótrúlegt að þurfa sjálf að hreinsa þetta upp því ég hélt að þetta væri í verkahring lögreglunnar að koma á staðinn. Í staðinn þurfti ég að ómaka mig við þennan óþverra. Mér stóð heldur ekki á sama að þurfa sjálf að taka sprauturnar upp og fara með þetta á lögreglustöðina. Mér leið mjög illa við að taka upp sprauturnar. Sem betur fer var ég með poka á mér og það bjargaði mér. Fyrir ómak- ið fékk dóttir mín svo endurskinsmerki.“ Þetta sagði konan í DV í gær. Auðvitað er vont að setjast í dómarasæti, vel má vera að lögreglan hafi haft annað og merkilegra að gera þennan dag en að mæta og hirða upp fíkniefnatólin. Samt sem áður er til mikils ætlast af venjulegum borgara að hann hirði upp eftir fíkinefnaneytendur og mæti með það á lögreglu- stöðina. Það er ætlast til meira af lögreglunni en svo að vinnuaðferðir keflvísku lögreglunn- ar verði samþykktar. Það er gott þegar borgarar sýna samfélagslega ábyrgð en það er verra þegar ábyrgðin öll er sett á þeirra herðar. Það gerði lög- reglan í Keflavík, vegna anna, að sagt er. Konan sem fann fíkniefnatólin gerði rétt með því að láta vita af ósóman- um. Þátttaka allra í að hafa hér eðlilegt samfélag þar sem borgar- arnir taka sem mestan þátt er fín. En til að borgararnir sinni því hlutverki verður lögreglan að vera með, verður líka að taka þátt. Það er ekki hvetjandi að fá þau svör frá lögreglunni að borgarinn verði bara sjálfur að ljúka því sem hann bendir á. Og að lögregl- an beri fyrir sig annir. DómstóLL Götunnar Hvers vegna er erfitt að fá kennara og leikskólakennara til starfa? „Ég held að þar sé lágum launum um að kenna. Ég hef sjálf unnið á leikskóla og get staðfest að þetta er mikið álag og miklar kröfur gerðar til manns. sennilega eru kröurnar til kennara meiri en fólk gerir sér grein fyrir, bæði andlega og líkamlega.“ Auður Ýr Þórðardóttir, verslunarkona, 33 ára „kannski er það vegna þess að krakkarnir eru óþekkir og erfiðir í skólanum. sumir eru kannski latir, en það er örugglega fleira sem veldur.“ Andrey Ifanov, nemi, 17 ára „launin eru of lág. Þetta fólk hefur góða menntun og fær því mun betri laun í öðrum störfum en kennslu. eins og ástandið er núna fær kennara- menntað fólk vinnu hvar sem er.“ Steinn Sveinsson, verkamaður, 76 ára „Þetta þarf að vera hraust og vel menntað fólk og kannski er það þess vegna sem það er erfitt að finna þetta fólk. Það þarf að hafa gott lag á börnunum og það eru ekki allir þannig úr garði gerðir.“ Kristín Benediktsdóttir, stúdent, 58 ára sanDkorn n Samgönguráðherrann Kristj- án Möller þykir hafa komið sér í vanda með fullyrðingum um gagns- leysi Einars Hermanns- sonar, sem var ráðgjafi við Gríms- eyjarferju- kaupin. Þeg- ar Kristján nafngreindi Einar og fór um hinum verstu orðum gerði ráðherrann illt verra. Einar hefur nú sýnt sín- ar upplýsingar um málið, sem gera orð ráðherrans verri en þau voru. En hvernig má vera að Kristjáni hafi orðið svona illilega á? Raddir segja hann hafa þegið ráð aðstoðarmanns síns, Róberts Marshall, með þessum afleiðingum. n Þverpólitísk samstaða virð- ist vera á Vestfjörðum um að þar verði reist olíuhreinsi- stöð. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, var ekki seinn að svara Þórunni Sveinbjarn- ardóttur um- hverfisráð- herra um að ekki væri til kvóti fyrir væntanlegri meng- un olíuhreinsistöðvarinnar. Hann sagði Vestfirðinga ekki hafa eytt neinum mengungar- kvóta svo að þeirra mati er nóg til af kvóta fyrir olíuhreinsi- stöðinni. n Fótboltamenn eru búnir að fá nóg af mótafyrirkomulag- inu á Íslandsmótinu, en þegar hallar sumri eru stund- um vikur milli leikja, en í upp- hafi móts er leikið svo þétt að varla gefst tími til æfinga. Á þessu eru allir þreyttir og þar sem fjölgað verður um tvö lið í deildinni er von flestra að leik- ið verði örar á þeim tíma sum- arsins sem lítið sem ekkert er leikið núna. Ef ekki, er víst að upp úr sjóði næsta sumar. n Árlegur dansleikur Stuð- manna í Félagsheimili Sel- tjarnarness er fram undan. Eftir síðustu afrek sveitarinnar er óvíst hversu spenntir Selt- irningar kunna að vera fyrir ballinu. Egill Ólafsson hefur upplýst að Jakob Frímann Magnússon eigi nafn sveitarinnar og hann ráði hverjir skipi Stuðmenn hverju sinni. Nú þegar upplýst er að Þórður Árnason hafi sagt skilið við Stuðmenn, er óvíst hver spilar á gítar á ballinu og ekki síður hvort framhald verði á tilraun- inni sem gerð var á afmælis- tónleikum Kaupþings. DV Skóladagar þriðjudagur 15. ágúst 2007 1 3 Fáir lífsins áfangar eru merkilegri en sú stund þegar vi ð mætum fyrsta d aginn í skólann. V ið sex ára aldur hefst alvara lífsins og mörg ok kar sitja sleitulaus t á skólabekk til tv ítugs eða þrítugs m eðan aðrir láta skóla lífs ins nægja eftir sam ræmdu prófin. Au kablað DV í dag sn ýr einmitt að þess um merka áfanga í lífi okkar; þegar við h efjum nám í grunn skóla. Hér að neða n er rætt við Ingib jörgu Úlfarsdóttur og so n hennar Ómar Be n-amara, 6 ára, sem er í þann mund að hefja sína skólagö ngu. Á næstu opnu eru viðtöl við valinku nna einstaklinga s em segja meðal an nars frá fyrsta skó ladegi sínum en á baksíð u er viðtal við Eirík Jónsson, formann Kennarasamband s Íslands. Skóladagar Senn líður að hau sti og ófá ungviði n við það að stíga sín fyrstu skref inn á langa og stranga menntabrautina . Flest börn hl akka eflaust ns þó sú tilhlökk un ur fær það sem kallað er Vernda ri. Hver nýr nemandi fær Ve rndara, en það e r eldri nem- andi sem hjálpar þeim nýja að að lagast þessu nýja umhverfi. „ Þetta hefur reyn st skólayfir- völdum og okkur kennurunum m jög vel.“ JÁKVætt HugArF Ar Er mJög mIKIlVæ gt ætlAr Að VErðA FlugmAður En Fyrst Er þAð 1.BEKKur Ingibjörg Úlfars dóttir og son- ur hennar Óma r Ben-amara e ru spennt fyrir haus tinu, en Ómar by rj- ar í 1. bekk í Hú saskóla á morgu n. „Það er mikil ti lhlökkun á heim il- inu. Við erum bú in að kaupa skól a- tösku, pennaves ki og ný föt svo þ að er allt að verða tilbúið.“ Ingibjö rg segist ekki finna fyrir neinum kv íða hjá Ómari. „Ha nn á svo mikið af vinum sem voru með honum bæ ði í leikskólanum og í fimleikum og það gerir hann e flaust svona örug g- an.“ Ingibjörg m an sjálf vel eftir s ín- um fyrsta skólad egi. „Ég man me ira að segja í hvaða fötum ég var.“ In gi- björg byrjaði fim m ára í Ísaksskó la og segist alla tíð hafa verið stillt ur og duglegur nem andi. „Ég var he lst til of stillt því stu ndum er meira t ek- ið eftir þeim sem láta heyra í sér.“ „Ég á Turtles-s kólatösku,“ seg- ir Ómar stoltur. Ómar viðurken nir að vera örlítið k víðinn en aðalle ga segist hann þó sp enntur. „Ég er ek ki búinn að hitta k ennarann, en ég er búinn að fá bré f frá honum.“ Þ að skemmtilegasta sem Ómar gerir er að fara í sund. „Ég er byrjaður að læra að synda. M ér finnst skemm ti- legast að synda eins og mörgæs. Þá syndi ég bara m eð fótunum því þá fer ég miklu h raðar,“ segir Óm ar sem stefnir anna rs að því að verð a flugmaður þega r hann er orði nn stór. D V m yn d Á sg ei r D V m yn d S te fá n F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 21. ágúst 2007 dagblaðið vísir 126. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 SKÓLARNIR BYRJA >> Sumarfríið er á enda hjá skólabörn- unum. DV fylgist með og í blaðinu í dag er sérblað um upphaf skólagöngunnar. Dómarinn var settur í leikbann kjötvinnsla í bílskúr Hafmey og Hamborgarafrú >> Akureyringar undirbúa Akureyrar- vöku um leið og þeir halda upp á 145 ára afmæli bæjarins. >>Byggingar í Grafarvogi bera þess merki að veggjakrotsæði er í hverfinu, flestum til mikillar skapraunar. veggjakrot í grafarvogi Fréttir >> Styles dómari fær ekki að dæma í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi eftir að hann færði Chelsea víti í leik liðsins gegn Liverpool um liðna helgi. Sport >>Tveir kjötðiðnaðarmenn á Akureyri vinna kjöt í bílskúr annars þeirra. Kannast ekki við þetta, segir bílskúrseigandinn. Hinn segir nóg að gera. Málið verður kannað. Menning GUÐLAUG MAGNÚSDÓTTIR oG DÓRA bRyNDíS áRSæLSDÓTTIR GeNGU fRAM á SpRAUTUNáLAR: lögreglan vildi ekki sækja sprautu- nálar dóra bryndís hringdi á lögregluna og lét vita af tólum til fíkniefnaneyslu sem hún og átta ára dóttir hennar fundu á göngu í fjörunni við keflavík. lögreglan vildi ekki sækja sprauturnar og nálarnar og bað dóru bryndísi um að koma með þær á lögreglu- stöðina. dóra lét sig hafa það en var illa við að handleika sprauturnar. sjá bls. 4.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.