Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Side 8
miðvikudagur 22. ágúst 20078 Fréttir DV Lykt af þurrkuðum fiskhausum leggur yfir íbúa Akraness. Íbúar mótmæltu því að starfsleyfi Laugafisks yrði endurnýjað þar sem fyrirtækið hefði ekki stemmt stigu við lyktmengum af framleiðslunni eins og því var skylt að gera. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins vill ekki tjá sig. FNYKUR AF FISKHAUSUM LIGGUR YFIR ÖLLU „Fiskþurrkunin er í gangi allan sól- arhringinn, allan ársins hring,“ segir Guðmundur Sigurbjörnsson, ósátt- ur íbúi á Akranesi. Íbúar kvarta sáran undan fýlu frá fyrirtækinu Laugafisk- ur, sem sérhæfir sig í þurrkun fisk- hausa, og er í um 150 metra fjarlægð frá næsta íbúðarhúsi. „Við þurfum að loka öllum gluggum ef vindáttin stendur á heimili okkar,“ segir Guð- mundur og lýsir yfir óánægju sinni með þann fnyk sem leggur frá verk- smiðjunni. Of mikil lykt Á fundi heilbrigðisnefndar Vest- urlands í júnílok 2006 var fjallað um Laugafisk og af því tilefni skjalfest: „Forsendur starfsleyfis fyrirtækisins hafa ekki reynst í samræmi við raun- veruleikann og lyktarmengun meiri en forsendur starfsleyfisins gera ráð fyrir.“ Fimm mánuðum síðar endurnýj- aði heilbrigðisnefndin leyfið með þeim fyrirvara að Laugafiskur ynni að endurbótum á menguninni. Guðmundi finnst undarlegt að fimm mánuðum síðar endurnýjaði heilbrigðisnefndin leyfið. Var það veitt með þeim fyrirvara að fyrir- tækið haldi áfram að þróa leiðir til að lágmarka lyktarmengun frá starf- seminni. 600 íbúar mótmæltu Guðmundur segir til háborinnar skammar hvernig Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Akraneskaupstaður hafa haldið á þessum málum gagn- vart íbúum. „Bæjaryfirvöld hefðu átt að veita okkur íbúunum stuðning en þau hafa þvert á móti stutt fyrirtæk- ið. Þau hafa alfarið lagst gegn því að starfsleyfið verði afturkallað.“ Hann bendir á að í vor hafi verið staðið fyr- ir undirskriftarsöfnun meðal íbúa þar sem krafist var endurbóta. Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness, staðfestir að hafa í maí tekið við um 600 undirskriftum frá íbúum sem kröfðust þess að starfs- leyfið yrði endurskoðað. Í kjölfarið var skrifleg athugasemd send til fyr- irtækisins. Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Bæjaryfirvöld hefðu átt að veita okkur íbúunum stuðning en þau hafa þvert á móti stutt fyrirtækið.“ akranes Laugafiskur starfaði áður í innri-Njarðvík. guðmundur segir að vegna brota á starfsleyfi hafi því að lokum verið lokað þar með lögregluvaldi. 129.900-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.