Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Síða 16
Það sást á blaðamannafundi á Hótel Loftleiðum í gær að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari er tilbúinn í verkefnið sem framundan er. Hann var einbeitt- ur á svip og undirritaður skynjaði hve mikið Eyjólfur vill sýna þjóðinni að við eigum enn gott fótboltalið. Hann gerði margar breytingar á hópnum sem lék síðasta landsleik og boðaði nú nýtt leikkerfi. 4-5-1 skal leikið þegar verður varist en snúa skal vörn í sókn og það fljótt og spila 4-3-3 þegar íslenska liðið verður með boltann. „Það hefur verið farið vel yfir hluti sem við ætlum að prófa og við erum búnir að stappa stálinu í mannskapinn. Það er spennandi verkefni framundan, við rennum kannski svolítið blint í sjó- inn með þennan leik. Kanada var að skipta um þjálfara þannig að við vitum lítið hvernig þeir ætla sér að spila. Við vitum hins vegar að þeir eru með gott lið, eiga menn um alla Evrópu. Hins vegar höfum við einbeitt okk- ur að okkar leik og nýrri leikaðferð sem við munum þreifa okkur áfram í og reyna að gera góða hluti. Við ætlum að spila 4-5-1 þegar við verjumst og breyta í 4-3-3 þegar við sækjum. Við vonum að þetta heppnist vel hjá okk- ur og lykilatriðið er að snúa fljótt vörn í sókn og öfugt. Við höfum prófað okkur áfram með leikmenn og leikaðferðir. Höfum ekki haft marga æfingarleiki til þess en reynt að gera það besta úr því. Í þess- um leik eru margir úr deildinni héð- an og þetta er síðasta tækifærið til að skoða leikmenn og leikaðferðir. Þreifa okkur áfram áður en undankeppnin byrjar í haust. Það eru mjög spenn- andi tímar framundan, við eigum þrjá heimaleiki og ætlum að standa okk- ur mun betur en við höfum gert. Það hlakkar bara í okkur.“ Ekki hægt að vera 11 einstaklingar Eyjólfur sagðist búast við því að sem flestir leikmenn fái að spila í dag. Her- mann Hreiðarsson kom þá inn í um- ræðuna og sagði „Það fá allir að spila nema Helgi.“ Þetta vakti mikla kátínu viðstaddra en Helgi Sigurðsson hefur verið í miklu stuði frá því hann gekk í raðir Vals fyrir tímabilið. Helgi og Eyj- ólfur eru gamlir herbergisfélagar úr landsliðinu og kunni landsliðsþjálfar- inn vel að meta þetta skot Hermanns. Hann sagði mikilvægt að landslið- ið verði þétt í leiknum á móti Kanada. „Liðið þarf að sækja saman af krafti og að sama skapi verjast af krafti. Það er mikilvægt. Við verðum að vera sam- hent lið inni á vellinum. Það er ekki hægt að vera 11 einstaklingar og hver ætli sér að klára leikinn upp á eigin spýtur. Það gengur aldrei upp. Þannig að við verðum að vera agaðir og sókn- djarfir sem lið. Það er lykilatriði.“ miðvikudagur 22. ágúst 200716 Sport DV enski boltinn Finn Ekki Fyrir prEssu Fernando torres sagði að hann ætti enn margt eftir ólært varðandi enska fótboltann. torres skoraði í sínum fyrsta heimaleik gegn Chelsea á sunnudaginn og sýndi þar af hverju hann kostaði hartnær þrjá milljarða. „allt er öðruvísi hér á Englandi og ég verð að venjast því. stuðningsmennirnir syngja allan tímann og búa til stemningu sem ég hef aldrei upplifað áður. meira að segja í upphitun var góð stemning og allir að syngja. Það er ekki þannig á spáni. Enski boltinn krefst meiri styrks en það er fínt. Hann er markanna á milli allan tímann og flæðir meira. Leikurinn er ekki stöðvaður eins oft og fyrir leikmenn og aðdáendur er það frábært. Það er búist við miklu af mér því ég kostaði mikið en það eina sem ég get gert er að reyna að vinna vel og skora líkt og ég gerði gegn Chelsea. mörk hjálpa manni að aðlagast en ég finn ekki fyrir mikilli pressu þannig að markið var ekki léttir,“ sagði spánverjinn. FErdinand Ekki andvaka rio Ferdinand, varnarmaður manchester united, segir að félagið verði að vinna tottenham, en hann er þó ekki farinn að verða andvaka yfir því að united sé búið að tapa titlinum. man. utd. er nú þegar fimm stigum á eftir Chelsea, þeirra helsta keppinaut síðustu ára. „auðvitað er byrjunin ákveðin vonbrigði og við vildum að sjálfsögðu hafa halað inn fleiri stig en nú verðum við bara að halda áfram og líta fram á veginn. Þegar fyrsti sigurinn kemur þá kemur sjálfstraustið með. Það eru margir sterkir karakterar í þessu liði og ég hef engar áhyggjur af framhaldinu.“ Ferdinand sagði að meiðsli lykilmanna væru alltaf vonbrigði en Wayne rooney meiddist í fyrsta leiknum og Luis saha og Ole gunnar solskjær hafa verið meiddir lengi. „menn munu alltaf meiðast og lið verða að aðlagast því. Nú fá aðrir tækifæri og það er þeirra að sýna sig og sanna,“ sagði varnarmaðurinn. OF snEmmt að taka ákvörðun robbie keane hefur sagt að það sé allt of snemmt að dæma tottenham og frammistöðu þess. martin Jol, stjóri liðsins, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir hræðilega byrjun og blöð á Englandi fullyrða að hann verði rekinn innan skamms. Þrátt fyrir það hefur darren Bent og nú robbie keane komið Jol til bjargar. „á svona tímum þurfa leikmenn að sýna úr hverju þeir eru gerðir. við þurfum fyrst og fremst að skoða okkur sjálfa. Það sem ég veit um þessa deild er það að þegar sigrarnir detta í hús ertu fljótur að ná þér aftur á strik. Það er í raun ekki hægt að dæma neinn fyrr en eftir tíu leiki því þá er deildin farin að taka á sig mynd,“ sagði keane. CECh tékki ársins Petr Cech, markvörður Chelsea, var í gær valinn fótboltamaður tékklands þriðja árið í röð. Cech, sem er 25 ára, mun taka við verðlaununum fyrir leikinn gegn austurríki en miðjumaðurinn arsenal tomas rosicky varð í öðru sæti. Cech hjálpaði Chelsea að vinna deildar- og bikarmeistara- titilinn síðasta tímabil þrátt fyrir að missa mikið úr vegna höfuðkúpubrots. Hann hefur ekki enn haldið hreinu á þessu tímabili en stutt er í að hann hafi haldið marki sínu hreinu fyrir Chelsea 100 sinnum. „Ég hef ekki enn haldið hreinu á þessu tímabili en það er nokkuð sem ég sækist alltaf eftir. síðan ég vissi að það væri stutt í hundraðið er eins og álög séu á mér. Ég man eftir framherja sem þurfti að bíða í ár til að slá eitthvert met, ég vona að það gerist ekki hjá mér.“ Tottenham stendur í stórræðum varðandi leikmenn og knattspyrnustjóra: TOTTENHAM GERIR TILBOÐ Í RIQUELME Tottenham hefur boðið tíu millj- ónir punda, um 1,3 milljarða króna, í argentínska miðjumanninn Juan Ramon Riquelme sem spilar með Villarreal á Spáni. Þetta er haft eftir umboðsmanni leikmannsins. „Villarreal hefur fengið mjög rausnarlegt tilboð frá Tottenham og Fernando Roig forseti er að skoða til- boðið. Félagið þarf að taka ákvörð- un fyrir 31. ágúst því annars verð- ur Riquelme áfram hjá Villarreal þar sem önnur tilboð hafa ekki bor- ist,“ segir umboðsmaðurinn Marcos Franchi. Riquelme lenti í deilu við Manu- el Pallegrini, þjálfara Villarreal, á síð- ustu leiktíð og var í kjölfarið lánaður til Boca Juniors í Argentínu. Riqu- elme hefur verið úti í kuldanum síð- an og ekki er útlit fyrir að hann eigi sæti í byrjunarliðinu þegar spænska deildin fer af stað um næstu helgi. „Ef ekkert nýtt kemur upp á held ég að félagið ætti að samþykkja til- boðið, því það kemur sér vel fyrir fé- lagið og leikmanninn. Ég tel að Riqu- elme verði ekki nothæfur ef hann fær ekkert að spila. Það væri mun gáfu- legra að selja hann svo félagið geti fengið þann pening til baka sem það hefur fjárfest í honum,“ bætir Franchi við. Fregnir frá Englandi herma að Martin Jol, stjóri Tottenham, verði rekinn í lok vikunnar og Juande Ramos, þjálfari Sevilla, er talinn óskaarftaki stjórnar félagsins. Þess- ar sögusagnir hafa farið illa í stjórn- armenn Sevilla, sem ætla að berjast fyrir því að halda Ramos. Ramos hefur stýrt Sevilla til sig- urs í Evrópukeppni félagsliða und- anfarin tvö ár og liðið tekur þátt í Meistaradeild Evrópu í vetur. Sevilla tryggði sér sigur í Ofurbikarnum á Spáni um síðustu helgi með sigri á Spánarmeisturum Real Madrid. „Frá okkar sjónarhóli séð á Ramos eitt ár eftir af samningi sínum við Sevilla. Það er engin spurning að við viljum halda honum,“ segir Monchi Rodriguez, yfirmaður íþróttamála hjá Sevilla. Ramos hitti stjórnarmenn Tot- tenham um síðustu helgi. Fregnir herma að hann sé óánægður með núverandi samning sinn við Sevilla og að hann sé einnig óánægður með afskipti Rodriguez og forsetans Jose Maria del Nido. dagur@dv.is á leið til tottenham? Enska knattspyrnuliðið tottenham hefur boðið 1,3 milljarða króna í Juan ramon riquelme, leikmann villarreal. koMniR til AÐ sJÁ oG siGRA BEnEdikt Bóas hinkrissOn blaðamaður skrifar: benni@dv.is Eyjólfur sverrisson landsliðsþjálfari segir að undirbúningur liðsins fyrir leikinn gegn Kanada hafi verið stuttur og snarpur. Leikmenn náðu þremur æfingum saman til að stilla saman strengina. „Við erum allir Íslendingar, erum stoltir af að vera Íslendingar og við viljum standa okkur fyrir land og þjóð,“ sagði landsliðsþjálfarinn í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.