Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Page 9
DV Fréttir miðvikudagur 22. ágúst 2007 9 InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Nauðgari áfrýjar vegna heilaskaða Jón Pétursson, tvídæmdur nauðgari, hefur óskað eftir því að máli hans verði áfrýjað og ber við að hann hafi ekki verð sjálfráð- ur gjörða sinna vegna framheila- skaða. Jón var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga konu, eftir að hann hafði ver- ið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðra nauðgun. Dómur taldi árás- ir Jóns einkar sví- virðilegar en hann notaði kjötöxi til að ógna öðru fórnarlambi sínu. Sveinn Andri Sveinsson, hæsta- réttarlögmaður og verjandi Jóns, segir Jón hafi hlotið alvarlega höf- uðáverka fyrir sjö árum. „Það er alþekkt að framheilaskaði getur valdið persónuleikaröskun,“ segir Sveinn. Héraðsdómur er að skoða hvort skipaður verði dómskvaddur matsmaður til að rannsaka meint- an heilaskaða. Búast má við end- anlegri niðurstöðu um áramót. FNYKUR AF FISKHAUSUM LIGGUR YFIR ÖLLU „Það eru ákveðin viðurlög við því ef fyritæki standast ekki þau skilyrði sem sett eru til að halda starfsleyfi,“ segir Gísli. Hann bendir á að yfir- leitt sé veitt heimild til þess að lag- færa það sem hægt er að laga. Gísli tekur fram að Heilbrigðisstofnun Vesturlands hafi umsjón með starf- semi Laugafisks og segir bæjaryfir- völd hafa beitt sér eftir besta mætti til að fá fram endurbætur. „Engar taf- ir hafa orðið í ferlinu af okkar hálfu,“ segir Gísli. Yfir leyfileg mörk Laugafiskur starfaði áður í Innri- Njarðvík. Guðmundur segir að vegna brota á starfsleyfi hafi því að lokum verið lokað þar með lögregluvaldi. „Þá var það bara tekið upp og flutt á Akranes. Starfsemin var einnig stækkuð til muna og staðsett nær íbúðarhúsnæði en áður. Bæjaryfir- völd máttu segja sér það sjálf að fyrst fyirtækinu var lokað á einum stað yrði það ekki til friðs á öðrum.“ Fyrirtækið er með leyfi til að vinna 170 tonn á viku. „Ég hef séð tvær bókanir frá Heilbrigðiseftirlitinu þar sem sett er út á að þeir hafi farið fram yfir þessi mörk,“ segir Guðmundur. Íbúar óskuðu eftir úrskurði frá umhverfisráðuneytinu þar sem lagt væri mat á hvort starfsleyfið hafi ver- ið endurnýjað á lögbundinn hátt og er búist við honum fyrir vikulok. Inga Jóna Friðgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Laugafisks, vildi ekki tjá sig um málið þegar DV náði tali af henni. Laugafiskur að sögn guðmundar sigurbjörnssonar leigir Laugafiskur annað húsnæði sitt af einum stjórnenda bæjarins og telur hann það vera hluta af ástæðunni fyrir aðgerðaleysi af þeirra hálfu. „Þeir horfa á þá fjármuni sem bærinn fær frá fyrirtækinu.“ 129.900-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.