Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Síða 8
mánudagur 3. september 20078 Fréttir DV Gæði á góðu verði Daewoo lyftararDoosan - Daewoo lyftarar Áforma tunglferð Rússar áforma mannaðan leiðangur til tunglsins árið 2025 og ætla að koma upp varanlegri stöð þar. Anatoly Perminov, yf- irmaður rússnesku geimstofn- unarinnar, sagði að stöðin yrði mögulega byggð á árunum 2027 til 2032 og benti á að þrátt fyrir að stofnunin fengi einungis tíu prósent af því fjármagni sem amerískir starfsbræður þeirra fengju skorti ekkert á metnað- inn og háleit markmið. erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Fjöldi glæpa sem framdir eru á Bret- landi er framinn af krökkum undir tíu ára aldri. Tölur sem BBC aflaði sér benda til þess að á síðasta ári hafi verið um að ræða hátt í þrjú þús- und glæpi. Í Englandi og Wales er vitað um eitt þúsund og þrjú hundr- uð tilfelli þar sem um var að ræða skemmdarverk eða íkveikjur og fleiri en sextíu kynferðisbrot þar sem um var að ræða geranda undir tíu ára aldri. Ef um er að ræða barn níu ára eða yngra er ekki hægt að sækja það til saka, en uppi eru kröfur um lækk- un aldurstakmarks hvað það varðar. Skemmdarverk og íkveikjur Helmingur þeirra tvö þúsund átta hundruð og fjörutíu glæpa sem um ræðir snerist um skemmdar- verk eða íkveikjur. Af þeim sextíu og sex kynferðisglæpum sem um ræð- ir voru þó nokkur tilfelli þar sem fórnarlambið var yngra en þrettán ára. Þótt þetta séu háar tölur er um að ræða mjög lítið brot af heildar- fjölda glæpa sem framdir eru í land- inu. Opinberar tölur sýna að fimm og hálf milljón tilfelli voru tilkynnt til lögreglu á sama tímabili. Þó ekki sé hægt að sækja börnin til saka eru brot þeirra þó skráð í skýrslur lög- reglunnar. Kynferðislegt ofbeldi þar sem bæði fórnarlamb og gerandi eru börn hefur aukist í Bretlandi. Það er mikill misskilningur að kynferð- islegt ofbeldi gagnvart börnum sé alltaf af völdum fullorðinna. Könn- un hefur leitt í ljós að í allt að þriðj- ungi þeirra tilfella sem barn verður fyrir kynferðislegu ofbeldi er ger- andinn einnig barn. Skiptar skoðanir Ekki eru allir á einu máli þegar rætt er um að lækka sakhæfisaldur. Lawrence Lee, sem sá um vörn Jon Venables, sem var annar tveggja sem myrtu hinn tveggja ára James Bulger árið 1993, sagði að lækkun sakhæf- isaldurs myndi senda mjög mikil- væg skilaboð til afbrotabarna. „Sem verjandi myndi ég segja nei, lækk- un sakhæfisaldurs yrði ekki til góðs,“ bætti hann við. Lawrence sagði að sem borgari sem horfði upp á börn haga sér eins og úlfahóp myndi hann telja lækkun sakhæfisaldurs niður í átta eða níu ár vera mjög mikilvægt skref. Bob Reitemeier hjá samtök- unum Children‘s Society sagði að hann vildi að aldurinn yrði hækkað- ur í fjórtán ár. „Ef við skoðum hvern- ig börnin eru meðhöndluð af ríkis- stjórninni og löggjafarvaldinu, þú verður að vera átján ára til að kjósa, sextán til að lifa kynlífi og einungis tíu ára til að vera ábyrgur fyrir glæp- samlegu athæfi,“ sagði hann. Sakhæfisaldur mishár Þegar sakhæfisaldur er skoðaður víða um lönd kemur í ljós að sinn er siður í hverju landi. Í Englandi, Wal- es og Norður-Írlandi er aldurinn tíu ár. Í Kanada og Hollandi er miðað við tólf ára aldur, og þrettán ár í Frakk- landi, fjórtán ár í Þýskalandi, Aust- urríki, Ítalíu, Japan og Rússlandi. Á Spáni og Portúgal er sakhæfisaldur- inn sextán ár. Í Brasilíu og Perú er aldurinn átján ár. Í Bandaríkjunum er í sumum fylkjum miðað við allt frá sex ára aldri, en alríkisdómstóll miðar við tíu ára aldur. Börn undir tíu ára aldri fremja hátt í þrjú þúsund glæpi á Englandi ár hvert. Sakhæfis- aldurinn þar er tíu ár og skiptar skoðanir á hvort hækka skuli aldurinn eða lækka. ung börn í glæpum „Þú verður að vera átj- án ára til að kjósa, sex- tán til að lifa kynlífi og einungis tíu ára til að vera ábyrgur fyrir glæp- samlegu athæfi.“ Yfirvöld í Suður-Kóreu þvertaka fyrir að hafa borgað lausnargjald fyrir gíslana nítján sem talibanar í Afganistan höfðu í haldi. Opinber- lega lofuðu suður-kóresk yfirvöld að draga 200 manna lið sitt frá Afg- anistan. Þessar fullyrðingar ganga þvert á upplýsingar frá talibönum sem segja að Suður-Kórea hafi seilst djúpt í vasa sína og greitt tuttugu milljónir bandaríkjadala fyrir frelsi gíslanna. Talibanar segjast munu nota féð til vopnakaupa og endur- nýjunar samskiptakerfis síns auk þess sem þeir muni kaupa fleiri bíla til notkunar í sjálfsmorðsárásum. Slæmt fordæmi Gíslarnir voru búnir að vera í haldi talibana síðan nítjánda júlí og voru tveir gíslanna myrtir, annar 26. júlí og hinn 31. sama mánaðar. Viðræður milli talibana og suður- kóreskra yfirvalda hófust 10. ágúst og fjórum dögum síðar var tveimur kvenmönnum sleppt úr haldi. 30. ágúst hafði öllum gíslunum verið veitt frelsi. Ekki eru allir á eitt sátt- ir við hvernig suður-kóresk yfirvöld stóðu að samningaviðræðunum og talið er að þau hafi sett slæmt for- dæmi og mannránum muni fjölga í kjölfarið. Talibanar kröfðust greiðslu fyrir gíslana: Tuttugu milljóna lausnargjald Cha Hye-Jin sameinast ættingjum sínum í suður-Kóreu. minnast fórnarlamba Ættingjar þeirra sem létu líf- ið í Beslan í Rússlandi minnast þess að nú eru þrjú ár liðin frá gíslatökunni sem kostaði þrjú hundruð þrjátíu og tvö mannslíf. Þar af var helmingurinn börn. Þá tóku tsjetsjenskir uppreisn- armenn yfir eitt þúsund manns í gíslingu í skóla þar í borg og kröfðust þess að Rússar drægju lið sitt frá Tsjetsjníu. Ættingj- ar telja enn í dag að mörgum spurningum sé ósvarað varð- andi lyktir gíslatökunnar. Kolbeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Jon Venables og robert thompson Voru tíu ára þegar þeir myrtu James bulger árið 1993.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.