Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Qupperneq 2
þriðjudagur 11. september 20072 Fréttir DV Játaði íkveikju Ungur piltur hefur játað að hafa lagt eld að bílskúr sem brann til kaldra kola á Selfossi í byrjun ágústmánaðar. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi játaði ungi pilturinn sem ekki er sakhæfur að hafa kveikt í bílskúrnum sem stóð við fasteignasöluna Bakka við Sigtún. Sakhæfisaldur á �slandi er fimmtán ár. Pilturinn gat ekki gefið neina skýringu á uppá- tæki sínu en hann þekkti ekki til eiganda bílskúrsins. Vegna ungs aldurs verður drengurinn ekki ákærður fyrir uppátækið. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Fundu riffil og haglabyssu Afsöguð haglabyssa, riffill, riffilskot og hnífar voru á með- al þess sem lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu gerði upptækt um miðjan dag á sunnudaginn. Lögreglan gerði áhlaup í íbúð í miðborg Reykjavíkur og hand- tók þar tvær konur á fertugsaldri og karlmann á fimmtugsaldri. Þegar lögregla kom á vettvang sátu þremenningarnir að neyslu fíkniefna. Lögreglan gerði nokk- urt magn fíkniefna upptækt sem talið er vera amfetamín, LSD og hass. Auk þess fannst það sem talið er vera þýfi úr þjófnaðarmáli sem kom upp í sama hverfi. Sá þjófnað- ur var tilkynntur til lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu klukku- stund áður en fólkið var hand- tekið. Bílvelta og ölvun Tuttugu og tveggja ára öku- maður missti stjórn á bifreið sinni á veginum um Hálfdán milli Bíldudals og Tálknafjarðar um níuleytið á laugardagskvöld- ið. Að sögn varðstjóra hjá lög- reglunni á �safirði leikur grunur á að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis þegar slysið varð en með í för var félagi mannsins. Meiðsl mannanna reyndust ekki alvarlegri en svo að þeir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn og hafa þeir líklega fengið far í bæinn. Bíllinn var hins vegar mikið skemmdur. Einar þór sigurðsson blaðamaður skrifar: einar@dv.is Umferðarstofa í ökukennslu Starfsfólk Umferðarstofu gengst á næstu dögum undir hæfnismat um hæfni þess sem ökumenn. Tilgangurinn er að auka umferðaröryggi starfs- fólks. Ekki er um eiginlegt próf að ræða heldur mun starfs- fólk fara í stutta ökuferð með sérfræðingi sem metur athygli, leikni og öryggi ökumannsins auk fylgni hans við umferðar- reglur. Að þessu loknu hefst æfingatímabil þar sem starfs- fólk æfir sig á þeim þáttum sem gerðar voru athugasemd- ir við. Umferðarstofa vonast til að þetta veki önnur fyrirtæki til umhugsunar um að gera slíkt hið sama en viðtökur starfsfólks hafa verið mjög góðar. þórarinn Hávarðsson er ósáttur við framgöngu bankanna vegna gjaldþrots: Lægra settur en 12 ára barn „Ég er lægra settur en 12 ára gam- alt barn gagnvart bankanum,“ segir Þórarinn Hávarðsson, 45 ára krana- stjóri. Hann var lýstur gjaldþrota fyrir um tveimur árum og fær ekki debet- kort. Þórarinn segist hafa óskað eftir síhringikorti en verið hafnað. Þórarinn segir afar erfitt að vera án debetkorts. „Það er nánast úti- lokað mál. Bankarnir eru sjálfir bún- ir að koma því þannig fyrir að kort eru nauðsynleg. Þeir eru ekki marg- ir bensínsjálfsalarnir lengur sem taka reiðufé.“ Þórarinn bendir á að dæmin séu enn fleiri. „Auðvitað er hægt að lifa án debetkorts en það er ansi erfitt.“ Þórarinn segir kortaleysi hans einnig valda eiginkonunni vandræð- um. „Ef við erum saman úti í bíl get ég ekki stokkið inn og hlíft henni við því að fara út í rigninguna. Hún þarf alltaf að fara.“ Laun hans eru einnig lögð inn á reikning eiginkonu hans en Þórarinn segist vel launaður. Það var fyrst þegar Þórarinn fékk til- kynningu um að ekki hefði verið hægt að leggja inn laun sem hann vissi að debetreikningi hans hafði verið lokað. „Ég sætti mig auðvitað við að ég megi ekki stofna til fjárhagslegra skuldbind- inga eftir að ég varð gjaldþrota. Hins vegar finnst mér ansi langt gengið að ég fái ekki síhringikort. 12 ára krakk- ar geta fengið slík kort og þeir eru ekki ekki einu sinni fjárráða.“ Þær upplýsingar fengust hjá þjón- ustuveri Glitnis að fólk ætti almennt að geta fengið síhringikort þótt það hafi verið lýst gjaldþrota. Ef hins vegar hefur þurft að afskrifa stór lán er ekki mikið gert fyrir fólk. Þórarinn rak veitingahúsið og skemmtistaðinn Toppinn á Eskifirði í um átta mánuði, eða til júlí 2005. Þá taldi hann ljóst að ekki væri rekstrar- grundvöllur fyrir staðinn. Hann hafði tekið lán hjá �slandsbanka, nú Glitni, og segir reksturinn ekki hafa staðið undir afborgunum. Þórarinn segir að bæði eignarhaldsfélag fyrirtækisins sem og reksturinn hafi verið skráður á hans kennitölu. Gjaldþrot fyrirtækis- ins nam um 40 milljónum króna. erla@dv.is steingrímur njálsson hefur verið kærður fyrir að hafa í hótunum við mann. Hann hótaði manninum barsmíðum og lífláti. Steingrímur var kallaður fyrir dómara í gær þegar mál saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þyngsta mögulega refsing er tvö ár en refsiramminn er sjaldnast nýttur að fullu. Einn alræmdasti kynferðisbrota- maður �slands, Steingrímur Njáls- son, mætti fyrir Héraðsdóm Reykja- víkur í gær þar sem hann varð að svara ákærum vegna hótana. Hon- um er gefið að sök að hafa hótað öðr- um manni lífláti í gegnum síma. Steingrímur er ákærður fyrir að hafa lesið hótanir inn á talhólf síma manns sem Steingrímur taldi sig eiga sökótt við. Hann hótaði manninum öllu illu, meðal annars barsmíðum og lífláti og var Steingrímur ákærður fyrir vikið. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en var frestað til föstudags. Til eru upptökur af hótun- unum og voru þær lagðar fyrir í hér- aðsdómi í gær. Steingrímur mætti til héraðsdóms til að hlusta á upp- tökurnar en vegna tæknilegra örð- ugleika reyndist það ekki mögulegt. Steingrímur mun því hlusta á upp- tökurnar hjá lögmanni sínum áður en málið verður tekið fyrir aftur á föstudaginn. Að sögn Hilmars Ingimundar- sonar, verjanda Steingríms, tók Steingrímur sér frest fram á föstu- dag og hefur hann ekki tjáð sig um ákæruna. Hótaði lífláti Steingrímur er kærður fyrir líf- látshótanir. Brotið framdi Steingrím- ur þann 8. nóvember árið 2006. Að sögn Einars Laxness, lögmanns og fulltrúa frá lögreglustjóranum á höf- uðborgarsvæðinu, hringdi Stein- grímur í talhólf mannsins í nokkur skipti þennan umrædda dag og hafði í grófum hótunum við hann. Að mati ákæruvaldsins fellur brot Steingríms undir 233. grein almennra hegning- arlaga en þar segir: „Hver sem hefur í frammi hótun um að fremja refsi- verðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ Einar segir að málið sé í ákveðn- um farvegi núna og ekki liggur fyr- ir hvort einhver málflutningur fari fram. „Annað get ég ekki sagt um þetta mál,“ segir Einar. algengar hótanir Atli Gíslason, þingmaður vinstri grænna og hæstaréttarlögmaður, segir að hótunarmál endi nánast allt- af með skilorðsbundnu fangelsi eða fangelsisdómi. Hann segir að refsi- ramminn sé aldrei fullnýttur í slík- um hótunarmálum. Það gerist ekki nema í manndrápsmálum. Atli segir að hótanir um líkams- meiðingar séu algengar í tengslum við heimilisofbeldi eða ofsóknir í kjölfar skilnaða. „Þessar hótanir eru einnig mjög algengar í fíkniefna- heiminum. Menn óttast refsingar salanna og „lögregluliðs“ þeirra oft meira en dómstólanna og refsingar þeirra.“ Hótaði bloggara Þann 18. júlí síðastliðinn greindi einn bloggari Morgunblaðsins, sem kallar sig Jens Guð, frá því að Stein- grímur Njálsson hefði hringt í hann og haft í hótunum. Jens bloggaði um sjónvarpsþáttinn Sönn íslensk saka- mál sem var endursýndur á sunnu- dagskvöldum í sumar og fjallaði um Steingrím í færslu sinni. � þættinum var fjallað um áratugalangan fer- il Steingríms Njálssonar sem kyn- ferðisbrotamanns. Jens sagði frá því á bloggi sínu þann 17. júlí að Stein- grímur hefði hringt í hann og hótað honum öllu illu. Þar segir: „Nú hefur þú fulla ástæðu til að vera órólegur, helvítis viðbjóðurinn þinn. Það verð- ur eitthvað gert í þessum málum, helvítið þitt.“ Steingrímur mætti til héraðsdóms til að hlusta á upptökurnar en vegna tæknilegra örðugleika reyndist það ekki mögulegt. HÓTAÐI MANNI LÍFLÁTI Handtekinn steingrímur var handtekinn eftir að hann reyndi að ráðast inn á ritstjórn dV þann 11. janúar í fyrra. þórarinn Hávarðsson Líf án debetkorts er ansi strembið, að sögn þórarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.