Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 9
DV Fréttir miðvikudagur 11. september 2007 9
Mikið Mannfall en ekkert öryggi
lífið vegna árásanna í New York, 11.
september árið 2001.
Flug 77
Á meðan björgunarfólk í New
York stóð í stórræðum við að bjarga
fólki úr Tvíburaturnunum vofði vá
yfir starfsfólki varnarmálaráðuneyt-
is Bandaríkjanna. Flug 77 var á leið
frá Dulles-flugvelli til Los Angel-
es þegar vélinni var rænt. Klukkan
tuttugu mínútur í tíu þennan morg-
un var vélinni flogið á Pentagon,
þar sem hjarta bandarískra her- og
varnarmála sló. Vélin lenti á vest-
urhlið byggingarinnar en sá hluti
hafði nýlega verið endurnýjaður og
hýsti meðal annars stjórnstöð sjó-
hersins og fleiri skrifstofur. Allir far-
þegar vélarinnar létust og hundr-
að tuttugu og fimm í byggingunni.
Skömmu síðar voru Hvíta húsið og
þinghúsið í Washington rýmd.
Fjórða flugvélin
Ekki er vitað með vissu hvert
skotmark fjórðu vélarinnar átti að
vera, en það var flug 93 frá Newark
til San Francisco. Sú flugvél komst
aldrei á leiðarenda, en brotlenti á
engi í Pennsylvaníu. Almennt er
talið að Hvíta húsið eða þinghúsið
í Washington hafi verið skotmark
þeirrar vélar. Vélin er talin hafa far-
ist þegar farþegar um borð reyndu
að ná völdum af flugræningjunum.
Ýmislegt liggur fyrir sem staðfestir
það, svo sem upplýsingar úr svarta-
kassanum og símtöl farþega við sína
nánustu þennan örlagaríka dag.
Farþegar og áhöfn flugvélarinnar
voru þann 19. september tilnefnd til
æðstu viðurkenningar Bandaríkja-
þings, Congressional Gold Medal.
Eftirmál
Manntjón af völdum árásanna
var 246 flugfarþegar, 125 starfs-
menn í Pentagon, 2.603 í New York
og 19 flugræningjar. Almenning-
ur í Bandaríkjunum, sem hingað
til hafði álitið sig öruggan gagnvart
hryðjuverkum heima fyrir þurfti nú
að horfast í augu við nýjan raun-
veruleika.
Í efnahagslegu tilliti var tjón-
ið gríðarlegt. Auk Tvíburaturnanna
sem hrundu voru nærliggjandi
byggingar margar hverjar ónýtar.
Starfsemi Kauphallarinnar í New
York og fleiri verðbréfamarkaða lá
niðri í viku eftir árásirnar. Flugfélög-
in í heiminum hafa ekki enn borið
barr sitt eftir atburðina sem áttu sér
stað fyrir sex árum og öryggisgæsla
á flugvöllum einkennist af þeirri
ógn sem varð að raunveruleika árið
2001. Og Bandaríkin hófu „stríð
gegn hryðjuverkum“ sem ekki enn
sér fyrir endann á.
Að kvöldi 11. maí
götumyndin á manhattan
breyttist á einum degi.
5. september 2001
svona litu turnarnir út
fáum dögum fyrir árásina.
Mikil sorg Þessi
maður slapp lifandi úr
World trade Center.