Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 11. september 200716 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Lampard og Hargreaves meiddir miðjumennirnir Frank Lampard og Owen Hargreaves verða ekki með enska landsliðinu sem mætir rússum á morgun, vegna meiðsla. Þeir voru ekki heldur með gegn Ísrael á laugardaginn. Lampard reif vöðva í læri á æfingu með Chelsea í síðasta mánuði og hefur ekki jafnað sig. Hargreaves meiddist á æfingu með landsliðinu á miðvikudaginn og vonir stóðu til að hann yrði með á morgun. talið er að gareth barry haldi sæti sínu í byrjunarliðinu, við hlið stevens gerrard. gerrard var tæpur á meiðslum en í gær var staðfest að hann yrði klár í slaginn. Þjóðverjar settu tvö met Þýskaland vann argentínu í opnunarleik Hm kvenna í knattspyrnu 11–0. tvö met féllu í leiknum og tvö önnur voru jöfnuð. Þetta var stærsti sigur í sögu lokakeppninnar í Hm kvenna, aldrei áður hefur leikmaður skorað tvö sjálfsmörk í leik en Vanina Correa markvörður argentínu skoraði tvö sjálfsmörk í leiknum, tveir leikmenn Þjóðverja skoruðu þrennu í leiknum sem aðeins einu sinni hefur gerst áður og birgit prinz skoraði sitt tólfta mark í lokakeppni Hm sem er jafn mikið og michelle akers hefur gert. skotar æfir út í mikoLiunas skotar eru allt annað en sáttir við litháíska leikmanninn saulius mikoliunas. Leikmaðurinn lét sig falla með tilþrifum í leik við skota á laugardag- inn og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. mikoliunas er leikmaður skoska liðsins Hearts og á ekki von á góðu frá knattspyrnuunnendum í skotlandi. „Vonandi munu stuðningsmenn Hearts ekki gera honum lífið leitt. miko er heppinn að skotar unnu leikinn. svona er fótboltinn, þegar þú ert á vellinum hugsar þú ekkert út í svona hluti,“ segir edgaras jankauskas, samherji mikoliunas í litháíska landsliðinu. sörensen tiL í að fara danski markvörðurinn thomas sörensen, leikmaður aston Villa, segist vera tilbúinn að taka á sig launalækkun hjá öðru liði til að fá að spila reglulega í byrjunarliði. aston Villa fékk scott Car- son að láni frá Liverpool í upphafi leiktíðar og hann hefur haldið sörensen út úr liðinu. „Fyrir mér er það mikilvægasta að fá að spila. Ég mun aldrei velja hærri laun fram yfir það. ef ég spila ekki meira fyrir aston Villa er ég til í að taka á mig launalækkun til að finna rétta félagið,“ segir sörensen. BaLLack ósáttur michael ballack er ósáttur við að hafa ekki verið valinn í 25 manna leikmanna- hóp Chelsea í meistaradeild evrópu. „auðvitað er ég vonsvikinn að vera ekki í hópnum. Ég vil byrja að spila eins fljótt og auðið er en ég get ekki æft og spilað eins og er. Ég skil í rauninni ekki af hverju Chelsea tók þessa ákvörðun, sem leitt hefur til sögusagna,“ segir ballack. Hann fór í aðgerð á ökkla í apríl. ballack fékk heldur ekki leyfi frá Chelsea til að taka þátt í auglýsingu fyrir adidas og Oliver bierhoff, fyrrverandi landsliðsmaður Þjóðverja, er ekki sáttur við þá meðferð sem ballack fær hjá Chelsea. „svona kemur þú ekki fram við þýskan landsliðsmann, sérstaklega ekki fyrirliða liðsins,“ segir bierhoff. Ísland mætir Norður-Írlandi í undankeppni EM 2008 á morgun. Ísland vann fyrri leik liðanna 3–0 ytra. Leikmenn Íslands eru á því að auðvelt verði að sýna sömu baráttu og liðið sýndi gegn Spánverjum. ÞURFUM AÐ SÝNA STÖÐUGLEIKA Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenska karlalandsliðinu í knatt- spyrnu. Eftir magnaðan leik gegn Spánverjum, þar sem íslenska liðið var nálægt því að leggja það spænska að velli, undirbýr liðið sig nú fyrir leik gegn Norður-Írlandi á morgun. Baráttan var svo sannarlega fyrir hendi í leiknum gegn Spánverjum og eðlilega var þreyta í mannskapnum eftir þann leik. Liðið fékk frí á sunnu- daginn og notaði daginn til að ná úr sér þreytunni. Íslenska landsliðið æfði í rigningunni á Laugardalsvelli í gær og það var létt yfir mönnum. Hermann Hreiðarsson var fyrir- liði Íslands gegn Spánverjum. Hann sagði að sér hefði liðið eins og eftir tapleik á laugardaginn og því væri ekki erfitt að gíra sig upp fyrir leikinn gegn Norður-Írum. „Við vorum eiginlega negldir nið- ur á jörðina í lok leiks (gegn Spán- verjum). Manni leið eiginlega eins að maður hefði tapað. Það góða við þetta var að liðið spilaði vel og það var kraftur í öllu sem við gerðum. Þetta var gaman, það var gaman fyrir áhorfendur og það var gaman að spila fyrir áhorfendur. Þannig að þetta var bara stórt skref,“ sagði Her- mann í samtali við DV í gær. Hann sagði að það væri mikilvægt að liðið sýndi stöðugleika og næði að mæta með sama hugarfar í leikinn gegn Norður-Írum. „Við höfum átt góða leiki hér og þar en við þurfum að sýna stöðug- leika. Það er hægt að tapa leikjum en tapa með reisn eða ná jafntefli. Það er næsta skref hjá okkur að mæta svona dýrvitlausir í hvern einasta leik,“ sagði Hermann. Jóhannes Karl Guðjónsson átti stór- leik gegn Spánverjum. Hann fékk gult spjald í þeim leik og verður í leikbanni þegar Ísland mætir Norður-Írum. Her- mann sagði að það væri eitthvað sem þýddi ekkert að velta sér upp úr. „Það kemur alltaf maður í manns stað. Það er eitthvað sem við ráðum ekkert við. Við erum að peppa okkur upp í næsta leik og gíra inn í okkur sama kraft, svo við verðum klárir í að skila sömu vinnu,“ sagði Hermann. Ísland vann fyrri leikinn gegn Norður-Írum ytra 3–0. Hermann sagði að það hjálpaði íslenska lið- inu ekkert í leiknum á morgun. „Þeir (Norður-Írar) eru búnir að ná lengra síðan þá en við. En á móti kemur að síðustu tveir leikir hafa verið jákvæð- ir fyrir okkur og það er eitthvað sem við ætlum að byggja á, sterkur varn- arleikur og spila þetta saman. Þetta gengur ekkert öðruvísi. Þannig erum við bestir. Við verðum að stimpla inn hjá okkur að spila á okkar styrkleika,“ sagði Hermann. við vælum ekki Grétar Rafn Steinsson sagði að undirbúningur fyrir leikinn gegn Norður-Írum gengi vel og að það væri auðvelt að stilla sig inn á leikinn gegn Norður-Írum. „Fyrir áhorfendur var Spánar- leikurinn stærri en fyrir okkur er leikurinn gegn Norður-Írum leik- ur til að sýna hvað við getum. Hart mætir hörðu í þessum leik. Þeir töp- uðu úti og koma virkilega grimmir og þjálfarinn er búinn að gefa út að hann muni eingöngu taka með sér leikmenn sem eru tilbúnir að gefa sig í verkefnið. Þetta verður mikill baráttuleikur, veðrið verður ekkert spes og völlurinn blautur. Það verður bara nákvæmlega sama uppi á ten- ingnum og vonandi koma áhorfend- ur með okkur aftur í þennan leik,“ sagði Grétar Rafn. „Það verður mjög auðvelt að gíra sig upp. Við fáum tvo daga í að jafna okkur eftir leikinn gegn Spánverjum. Það er mjög erfitt að gefa allt sem þú átt og svo stuttu síðar aftur. En þetta eru leikmenn sem eru vanir miklu álagi þannig að þetta verður ekkert mál,“ sagði Grétar Rafn. Hann óttast ekki að íslenska liðið muni vanmeta Norður-Íra, þrátt fyrir sannfærandi sigur í Norður-Írlandi á síðasta ári. „Það er ekki hægt að vanmeta neitt lið í riðlinum. Við erum bún- ir að sjá það að það er ekki hægt að fara rólega á móti neinum andstæð- ingi. Við eigum eftir að heyra hvaða taktík við notum og við eigum eftir að greina Norður-Írana úr síðasta leik. Þetta verður bara hörkuleikur og það verður allt gefið,“ sagði Grétar Rafn. Hann lenti í samstuði við Iker Casillas, markvörð Spánar, í síðasta leik og þurfti aðhlynningu. Grétar Rafn segir þó að það hafi ekki verið alvarlegt og að hann væri klár fyrir leikinn á morgun. „Það er bara smá vöðvaþreyta en við vælum ekki þeg- ar við fáum tækifæri til að spila svona leiki. Gefum allt í þetta,“ sagði Grétar Rafn að lokum. kallar á stöðugleika Hermann Hreiðarsson segir að næsta skref hjá landsliðinu sé að mæta dýrvitlaust í hvern einasta leik. dagur sveinn dagBjartsson blaðamaður skrifar: dagur@dv.is eldmóður Íslenska liðið sýndi mikla baráttu gegn spánverjum og það þarf sama eldmóð til að leggja Norður-Íra að velli. Það er sjaldan skortur á fjaðra- foki þegar enska landsliðið er annars vegar. England vann Ísrael á laugar- daginn og á morgun koma Rússar í heimsókn. England er í þriðja sæti E-riðils með sautján stig, stigi á eftir Rússum sem eru í öðru sæti. Hollendingurinn Guus Hiddink er þjálfari Rússa. Hann hefur farið mikinn í enskum miðlum að undan- förnu og meðal annars sagt að Rúss- ar og Króatar séu líklegustu liðin til að fara upp úr E-riðli. „Ég væri ekki mjög góður í mínu starfi ef ég hefði ekki trú á að Rúss- ar kæmust áfram. Króatía er efst í riðlinum og þeir tapa ekki mörgum stigum. Allir þurfa að spila við alla og þetta er mjög erfitt. Auðvitað vil ég komst áfram með Rússa og ég vona að England komist líka áfram, af því að það er gott að hafa England í keppninni. En ef við horfum raun- sætt á stöðuna verður að taka tillit til þess að Króatía er með reynslumikið lið,“ segir Hiddink. Terry Venables, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, gefur ekki mikið fyrir orð Hiddinks og segir að hugar- leikur þjálfarans muni ekki hafa áhrif á leik enska liðsins. „Hiddink hefur sagt að England skorti ástríðu, þori ekki að spila og muni ekki komast áfram og í sömu andrá talar hann um að Rússland sé enn í mótun. Einnig kvartar hann yfir að þurfa að nota þriðja markvörð sinn. „Þegar þú hefur verið í brans- anum eins lengi og hann og ég, þá kanntu öll brögðin og hugarleikina. Ég kaupi þetta ekki og loka eyrunum fyrir þessu. Þetta er barnalegt,“ segir Venables. Venables var landsliðsþjálfari Englands frá 1993 til 1996. Hann var þjálfari landsliðsins sem vann Hol- land 4–1 á EM 1996. Hiddink var þá þjálfari Hollendinga. „Á EM ‘96 var Hiddink þjálfari Hollands á sama tíma og ég þjálfaði England og við unnum þá 4–1 í frá- bærum leik á Wembley. Hann gerði ýmsa hluti, reyndar með allt öðruvísi leikmenn, sem hann gæti reynt aft- ur,“ segir Venables. dagur@dv.is Spennan er farin að magnast fyrir leik Englands og Rússlands í undankeppni EM: Venables segir Hiddink barnalegan Lumar á brögðum terry Venables er eldri en tvævetur í bransanum og segist taka lítið mark á orðum Hiddinks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.