Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 7
DV Fréttir Þriðjudagur 11. september 2007 7
Tveir menn ákærðir fyrir líkamsárás:
Spörkuðu í höfuð manns
Lögreglustjórinn á höfuðborgar-
svæðinu hefur höfðað opinbert mál á
hendur Hans Wium Guðmundssyni
og Jóni Ólafssyni fyrir grófa líkams-
árás í miðborg Reykjavíkur. Menn-
irnir réðust saman að Björgvini Páli
Friðrikssyni við verslunina Brynju á
Laugavegi þann 17. júní í fyrra.
Mennirnir eru ákærðir fyrir að
hafa ráðist með höggum að fórnar-
lambinu þannig að það féll í jörð-
ina. Þá er Hans ákærður fyrir að hafa
sparkað ítrekað í Björgvin á
meðan hann lá
á jörðinni,
bæði í
líkama og höfuð. Björgvin hlaut
glóðarauga á báðum augum, hrufl
og mar í andliti, hrufl á höndum
auk þess sem hann margbrotnaði á
vinstri ökkla.
Þá er Jón ákærður fyrir vopna-
lagabrot með því að hafa haft í vörslu
sinni bitvopn og borið það á al-
mannafæri. Samkvæmt skilgrein-
ingu lögreglu er bitvopn hnífsblað
sem er lengra en tólf sentimetrar.
Björgvin gerir skaðabótakröfu að
fjárhæð 215 þúsund krónur ásamt
lögmannskostnaði og dráttarvöxtum.
Ákæra Fórnarlambið
margbrotnaði á ökkla
í árásinni.
Hið minnsta fimmtán hundar hafa drepist úr bráðsmitandi lifrarbólgu og 61 smitast
það sem af er ári. Fjórir hundar dóu allt árið í fyrra vegna sjúkdómsins. Auður Arn-
þórsdóttir sóttvarnadýralæknir hjá Landbúnaðarstofnun hvetur hundaeigendur til
að vera vel á verði þar sem ekki er til bóluefni á landinu. Landbúnaðarstofnun vinnur
að því hörðum höndum að finna bóluefni sem hentar fyrir íslenskan markað.
HUNDAR HRYNJA NIÐUR
VEGNA LIFRARBÓLGU
Að minnsta kosti fimmtán hundar
hafa drepist úr bráðsmitandi lifrar-
bólgu það sem af er árinu. Hugsan-
legt er að töluvert fleiri hundar hafi
drepist en Landbúnaðarstofnun
heldur utan um tölurnar sem koma
frá dýralæknum. Allt árið í fyrra
drápust fjórir hundar og því ljóst að
um töluverða aukningu er að ræða.
„Þetta eru tölur sem við höfum
safnað saman frá dýralæknum. Við
höfum beðið þá um að láta okkur
vita í lok hvers mánaðar og þetta
eru talan eins og hún er í dag. Það
er hins vegar ljóst að hún á eftir að
hækka mikið áður en árið er lið-
ið,“ segir Auður Arnþórsdóttir, sótt-
varnadýralæknir hjá Landbúnaðar-
stofnun.
Flestir hundanna sem smit-
ast af lifrarbólgu lifa smitið af en
það sem af er ári hefur 61 hundur
greinst með sjúkdómseinkenni sem
benda til þess að um lifrarbólgu sé
að ræða.
Flest á suðvesturhorninu
Auður segir að flest smitin hafi
verið á suðvesturhorni landsins, eða
í fjórtán af fimmtán tilfellum. Hún
segir að hundarnir geti orðið mjög
veikir og hvetur hún hundaeigend-
ur til að fylgjast grannt með ef hund-
ar þeirra fara að sýna einkenni lifrar-
bólgusmits. Einkenni sjúkdómsins
eru slappleiki, hiti, lystarleysi, þorsti,
hornhimnubólga, rennsli úr aug-
um og nefi og stundum eymsli í kvið
og uppköst. Auður segir að einkenn-
in séu mjög óljós og geta þau átt við
marga aðra sjúkdóma. „Það er mjög
erfitt að staðfesta þetta nema þá með
krufningu. Í tíu af þessum fimmtán
tilfellum var framkvæmd krufning
sem staðfesti að um lifrarbólgu var að
ræða. Það er mikilvægt að hundaeig-
endur hafi strax samband við dýra-
lækna ef minnsti grunur um smit
vaknar. Til að auka líkurnar á að þeir
nái sér eða komist yfir þetta,“ segir
Auður en dánartíðnin er hæst meðal
ungra hunda eða hvolpa.
Forðast vinsæl svæði
Auður segir engar ákveðnar teg-
undir hunda í meiri hættu en aðrar.
Hún segir að fólk ætti að forðast staði
þar sem margir hundar koma sam-
an. „Yfirgnæfandi hluti tilfella hefur
greinst á höfuðborgarsvæðinu. Til
að reyna að koma í veg fyrir smit er
best að halda hundunum frá stöðum
þar sem margir hundar koma sam-
an. Lifrarbólgan smitast með saur,
þvagi og slefi og því er best að halda
hundunum sem mest frá vinsælum
útivistarsvæðum.“
Auður segir að þetta kunni að
hljóma eins og hræðsluáróður sem
sé alls ekki tilgangurinn. Hún seg-
ir að samt sem áður sé ástæða til að
vara fólk við og benda á hættuna sem
er til staðar.
Ekkert bóluefni til
Um þessar mundir er unnið
hörðum höndum að því að fá bólu-
efni vegna lifrarbólgunnar en Land-
búnaðarstofnun vinnur að því ásamt
Tilraunastöðinni að Keldum. Auður
segir að erlendis sé bólusett gegn lifr-
arbólgu í hundum en árið 2003 var
bólusetningu á hundum hérlendis
hætt. „Ástæðan er sú að þá hættum
við að fá bóluefni sem hentaði okkar
aðstæðum. Það sem er sérstakt við
okkar aðstæður er það að við höfum
ekki sjúkdóm sem kallast hunda-
fár. Í þessu bóluefni sem er gegn
lifrarbólgu er einnig bóluefni gegn
hundafári og niðurgangspest. Í því
er lifandi veira og við teljum áhætt-
una vera of mikla til að geta notað
það. Við vitum ekki hverjar afleið-
ingarnar geta orðið. Við höfum ver-
ið í sambandi við lyfjaframleiðend-
ur erlendis um að framleiða sérstakt
bóluefni fyrir íslenskan markað.“
Auður segir að sérhannað bólu-
efni fyrir íslenskan markað sé erf-
itt að nálgast þar sem kostnaðurinn
er hár og vegna þess hversu lítill ís-
lenski hundamarkaðurinn er. Gróf-
lega áætlaðar tölur gera ráð fyrir að
hundar hérlendis séu um tíu þúsund
talsins. „Við erum í svolitlum vanda
en erum að gera það sem við get-
um. Við lítum á þetta sem alvarlegt
ástand.“
EinAr Þór SigurðSSon
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Til að reyna að koma í
veg fyrir smit er best að
halda hundunum frá
stöðum þar sem margir
hundar koma saman.
Hundur á gangi
Lifrarbólga í hundum er
vaxandi vandamál á Íslandi.
ekki er til bóluefni gegn
sjúkdómnum sem hentar
fyrir íslenskan markað.
Akföst: 0,82m³ til 27m³/mín
Þrýstingur: 7 til 14 bar
Þýsk
hágæðavara
KAESER
LOFTPRESSUR
Viðurkennd vara - gott verð
Sími 534 5300 impex@impex.is www.impex.is
VINNUMÁLASTOFNUN
FRÍAR FORMACO ÁBYRGÐ
ur undir höndum, vísar fyrirtækið
ábyrgðinni yfir á Litháískt fyrirtæki,
Statinu Statybos Centras, SSC, þar
sem gildir verksamningar séu til
staðar milli fyrirtækjanna. Í svör-
um Formaco er því alfarið vísað á
bug að fyrirtækið brjóti gegn lögum
vegna veru erlendra starfsmanna á
vegum þess hér á landi. Fyrirtæk-
ið fer fram á opinbera afsökunar-
beiðni frá verkalýðsfélagi Akraness.
Vilhjálmur blæs á fullyrðingar
Formaco. Aðspurður segist hann
ekki hræðast hótanirnar. „Form-
aco vill meina að þeir þurfi ekki að
standa í skilum hér á landi. Það er
bara ekki rétt, það eiga allir að greiða
hér skatta frá fyrsta degi og það er al-
veg sama með hvaða hætti fyrirtæk-
in eru skráð. Lögin eru alveg skýr og
fyrirtækið sjálft getur ekki kastað frá
sér ábyrgð um að hafa allt í lagi hér
á landi. Ég hræðist ekki að fá stefnu
frá fyrirtæki sem hefur gerst jafn-
brotlegt hinum ýmsu lögum er lúta
að íslenskum vinnumarkaði, svo
mikið er víst.“
trausti@dv.is
Báðust afsökunar Í bréfi
Vinnumálastofnunar til
Formaco iðrast stofnunin
aðfarar að fyrirtækinu og biðst
velvirðingar ef forsvarmenn
þess hafi orðið fyrir óþægind-
um. Það stangast alfarið á við
þá staðreynd að stofnunin
hvatti til kæru á hendur
fyrirtækinu.