Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 20
þriðjudagur 11. september 200720 Arkitektúr DV Draumahús Olgu „Draumahúsið mitt er við sjóinn og stendur í hrauni. Húsið er að sjálfsögðu aðlagað náttúrunni, umhverfinu og landslag- inu og er einfaldleikinn hafður í fyrirrúmi. Í hrauninu við húsið er svo gjábað, sundlaug er á veröndinni sem og Snæfellsnesið í sjónmáli.“ Finnsbúð og Apple-búð Þetta hús teiknaði Olga Guðrún ásamt eiginmanni sínum Þórarni Malmquist, sem einnig er arkitekt. Húsið stendur í Þorlákshöfn og teiknuðu þau hjónin húsið fyrir frænda Olgu. Eft- ir að Olga Guðrún útskrifaðist úr Tækniháskólanum í Berlin árið 2000 vann hún hjá Pálmari Kristmundssyni fyrstu tvö árin. Þá vann hún hjá VA-arkitektum en um þessar mundir ein- beitir Olga sér að sjálfstæðum rekstri. Olga hefur komið að verkum á borð við Bláa lónið og Hreyfingu sem verður bráðlega opnuð í Glæsibæ en Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt var verk- efnastjóri. Olga hannaði auk þess Apple-búðirnar á Laugavegi og í Kringlunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.