Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 30
Þriðjudagur 11. september 200730 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Mótmælandinn landsfrægi Helgi Hóseasson sem staðið hef- ur vaktina með mótmælaskilti sitt undanfarna áratugi, hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að raka af sér skeggið. Helgi hefur um árabil verið prýdd- ur miklu alskeggi sem tekið var að grána. Nú kveður hins vegar við annan tón hjá mótmæl- anda Íslands, því kunnugir segja hann hafa yngst um mörg ár við það að raka af sér skeggið. Helgi hyggur ekki á frekari breytingar, heldur mun hann áfram mótmæla af krafti. n Þorgrímur Þráinsson rithöf- undur tekur upp hanskann fyrir Eivöru Pálsdóttur á bloggsíðu sinni eftir að nýja platan hennar fékk slæma útreið í Morgunblað- inu. Þorgrímur er alveg heillaður af tónlist Eivarar sem hann segir fjölbreytta og skemmtilega og talar um að gagnrýn- endur geti verið misupp- lagðir. Dóttir Þorgríms er sammála föð- ur sínum og hlusta þau feðginin á diskinn lon og don. Þorgrímur segir frá því að hann hafi séð færeysku söngkon- una á djasshátíð og fer hann í eng- ar grafgötur með hrifningu sína. Þorgrímur segir: „Eivör er æði, undrabarn og gyðja.“ n Símon Birgisson, blaðamaður og nemi, er ekki alls kostar sáttur við að fá ekki að tjá skoðun sína um frétt á Vísi um ásakanir portú- gölsku lögreglunnar á hendur foreldrum Madeleine McCann. Kerfið á fréttavefnum er nefni- lega þannig að sumar fréttir er ekki hægt að segja skoðun sína á vegna „eðlis“ fréttarinnar. Símon segir skoðun sína á þessum behag á bloggsíðu sinni í gær. „Mér líkar illa við orð- ið eðli – að tala um eðli hlutanna. Hver getur til dæmis sagt hvað eðli einhverr- ar fréttar er – eða mann- eskju ef því er að skipta. Orðið eðli er misnotað orðskrípi. Svo kemur stóra spurningin. Af hverju má ekki bjóða upp á skoðanaskipti um þessa frétt? Þúsundir bloggara skrifa um Maddie á hverjum degi.“ Skoðun Símonar er hér með kom- ið á framfæri. Eðli málsins sam- kvæmt getur DV hins vegar ekki birt frétt Vísis. Hver er maðurinn? „36 ára, þriggja barna faðir og þunglyndur blaðamaður.“ Hvar ólst þú upp? „Fyrstu sex árum ævi minnar eyddi ég í hinum dásamlega vest- urbæ Reykjavíkur. Svo ákváðu for- eldrar mínir að eyðileggja líf mitt og fluttu í Kópavoginn. Þegar ég varð 19 ára flutti ég að heiman og dreif mig snarlega aftur í Vesturbæinn.“ Hvað drífur þig áfram? „Skyldurækni.“ Hver eru áhugamál þín? „Ég hef fyrst og fremst áhuga á kvikmyndum og líka bókmenntum. Ég hef auk þess mikinn áhuga á fólki og mannlífi en helst úr hæfilegri fjarlægð því mér líður ekki vel inn- an um fólk.“ Eftirminnilegasta kvikmyndin? „Mér þykir vænst um Casablanca og Angel Heart og er það þá helst töffið sem heillar. Ég sá Casablanca fyrst þegar ég var níu ára og er ekki enn búinn að jafna mig. Blaine er minn andlegi leiðtogi. Þegar ég var svo uppreisnargjarn á unglingsaldri hélt ég mikið upp á Mickey Rourke. Um þetta leyti kom myndin Angel Heart en Mickey hefur aldrei verið betri en í þeirri mynd. Hann er upp- skriftin að uppreisnarmönnum.“ Eftirminnilegasta bókin? „Fyrir utan Láka jarðálf er það bókin Öreindirnar eftir Michel Houllebecq. Þetta er frábær grein- ing á hnignun mannkynsins – óþægileg en holl lesning.“ Hefur þú búið erlendis? „Nei, og er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því. Það er ekki þar með sagt að ég sé sáttur við allt hér á landi, ég er bara orðinn svo lífs- reyndur að ég veit að ég mun alltaf burðast með sjálfan mig, sama hvar ég er. Mér er því nokk sama hvar ég bý.“ Hvað kom til að þú fórst í fjölmiðlabransann? „Ég var fimm eða sex ára þegar ég var ákveðinn í því að verða blaða- maður. Afi minn og nafni, Þórarinn Þórarinsson, var ritstjóri Tímans í hálfa öld. Hann var reyndar líka í pólitík og var alltaf að reyna að ýta mér inn á þá braut. Mér fannst það hins vegar mjög andstyggilegur heimur svo blaðamennskan varð fyrir valinu. Það kom aldrei neitt annað til greina, þetta er það eina sem ég get gert.“ Á hvaða fjölmiðli byrjaðir þú? „Ég byrjaði á visir.is árið 1999. Það var Ásgeir Friðgeirsson, sem nú er hægri hönd ríkustu manna landsins, sem réð mig. Ég elti hann svo yfir á strik.is sem þá var og hét. Þá var það Fréttablaðið þar sem ég starfaði í fimm ár eða þar til ég hóf störf á Mannlífi.“ Hverju viltu breyta í samfélaginu? „Setningin úr bandarísku stjórn- arskránni „Justice for all“ hljómar alltaf ágætlega.“ Hvað er fram undan? „Halda áfram að draga andann og svo koma jólaskreytingar upp í IKEA eftir mánuð.“ MAÐUR DAGSINS vEltingur Sigurjón M. Egilsson skrifar. Að lEMjA MAnn og AnnAn Sú var staðan að menn voru barðir á næsta balli. Í ára- raðir gerðu menn upp deili-efni á næsta balli. Sá sterk- asti hafði alltaf betur, eðlilega. Gott kjaftshögg dugði betur en dýpstu rök í deilum milli manna. Kom fyrir að menn rotuðust. Svo þung högg voru ekki alltaf látin falla. Helst ekki nema þegar deilt var um konur. Slagsmál þóttu sjálfsögð og voru iðkuð. Upphafið var ekki alltaf merkilegt. Stundum minnstu deilur, svo sem hvaða bátur fiskaði mest, dró netin sín hraðast og stundum var slegist vegna þess hvar menn áttu heima, hvar þeir fæddust og svo framvegis. Landsþekkt voru slagsmál milli Sandara og Ólsara. Nú búa bæði Ólsarar og Sandarar í Snæfellsbæ og eru löngu hættir að slást vegna þess eins hvar þeir búa. Það tilheyrir fortíðinni. Vissulega kom fyrir að menn pissuðu framhjá. Það hendir alla karlmenn, ekki síst þá sem eru í glasi og enn frekar þá sem eru mikið í glasi. Þeir sem stjórnuðu illa bununni skömmuðust sín fyrir. Það var ekki sómi að því að hitta ekki. Nú tilheyrir það fortíðinni. Fréttir síðustu daga herma að það þyki barasta ekkert að því að pissa á hvað sem er og hvar sem er. Bara ef löggan nær ekki pissurunum. Fleira hefur breyst. Nú takast menn á á blogginu, en mæta ekki á næsta ball og slást, gefa ekki lengur kjaftshögg þótt deilt sé. Reyndar mun vera meira um að menn fái kjaftshögg án þess að hafa deilt við þann sem kýlir. Gamla hegð- unin er skárri. Það er betra að menn pissi í pissuskálarn- ar eða næsta nágrenni þeirra en bara hvar sem er og hvenær sem er. Og það er líka skárra að menn mætist á næsta balli og geri út um deilumálin og fallist svo í faðma. NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði eyðilagði líf mitt að flytja í kópavog Þórarinn Þórarinsson blaðamaður hefur verið ráðinn ritstjóri mannlífs. Þórarinn segir engan annan starfsferil hafa komið til greina en hann ákvað að verða blaðamaður þegar hann var í kring- um sex ára aldurinn. Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +9 9 +10 9 +7 4 +8 3 +9 3 +105 +5 10 +66 +8 6 +64 +10 7 +7 5 +94 +8 1 +9 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.