Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 17
DV Sport Þriðjudagur 11. september 2007 17 ÍÞRÓTTAMOLAR Helgi Már í Kr Helgi már magnússon, landsliðsmaður í körfubolta, hefur skrifað undir samning við Íslandsmeist- ara Kr. Helgi már lék áður með svissneska liðinu boncourt. Í samningi Helga segir til um að hann megi fara frá Kr ef hann fær tilboð um að fara aftur út í atvinnumennsku. Kr-ingar ætla sér augljóslega stóra hluti í vetur því fyrr í sumar var gengið frá samningi við Ágúst björgvinsson, sem verður aðstoðarmaður benedikts guðmunds- son þjálfara á hliðarlínunni. Neville Klár fyrir CHelsea-leiKiNN? gary Neville, leikmaður manchester united, vonast til að verða klár í slaginn þegar manchester united mætir Chelsea 23. september. búist var við að Neville jafnaði sig fyrr en meiðslin tóku sig upp aftur fyrir skömmu. „Ég reyndi líklega of mikið á mig, ég var mjög spenntur yfir því að koma aftur. Vonandi verð ég klár í næstu viku og vonandi get ég spilað innan tveggja vikna. Ég verð líklega ekki klár í leikinn gegn everton, af því að ég hef verið það lengi frá, en líklega verð ég klár eftir þann leik,“ segir Neville. Powell setur Nýtt HeiMsMet jamaíski hlaupagikkurinn asafa powell bætti heimsmetið í 100 metra hlaupi um þrjú sekúndu- brot á frjálsíþrótta- móti á Ítalíu. powell hljóp á tímanum 9,74 sekúndum. Hann átti sjálfur gamla metið, 9,77. „eftir heimsmeist- aramótið, þar sem ég gerði nokkur mistök, vann ég með þjálfaranum mínum í að endurheimta mitt besta form. Nú er ég kominn aftur! Ég gerði það sem til þurfti á mjög hraðri og mjúkri braut. Ítalía er mitt annað heimili,“ sagði powell, skömmu eftir að hafa slegið metið. ÞURFUM AÐ SÝNA STÖÐUGLEIKA Norður-Írar eiga erfiða leiki eftir í riðlinum og þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Íslandi á morgun. Chris Baird, fyrirliði Norður-Íra, óttast eið smára. Norður-Írar eru vongóðir um þrjú stig gegn Íslandi á morgun, þrátt fyr- ir að hafa tapað fyrir Lettum á laug- ardaginn. Norður-Írar eiga fjóra leiki eftir, gegn Íslandi, Svíþjóð og Spáni á útivelli og Danmörku á heimavelli. Chris Baird, leikmaður Fulham og fyrirliði Norður-Írlands, segir að markmið Norður-Íra sé að vinna leikinn gegn Íslandi á morgun. „Við erum vonsviknir með úrslitin á laug- ardaginn. Við bjuggumst við að vinna en það tókst ekki. Við verðum að vinna þennan leik. Við höfum enn trú á því að komst upp úr riðlinum og vonandi tekst það. Ef við náum þremur stig á mið- vikudaginn erum við skrefi nær því að komst í úrslitin. Það er okk- ar markmið og við erum enn í öðru sæti. Við erum enn með þetta í okkar höndum,“ sagði Baird. Ísland vann Norður-Írland í fyrri leik liðanna. Þá var Lawrie Sanchez þjálfari liðsins. Hann er nú hættur með liðið og hefur tekið við Fulham. Nigel Worthington er núverandi þjálfari Norður-Íra og Baird segir að lítið hafi breyst við ráðningu hans. „Hann vill að við gerum það rétta, spila fast og spila okkar leik. Við vit- um hvað við þurfum að gera. Við þurfum að spila betur en í síðasta leik og vonandi gengur það,“ sagði Baird og bætti við að liðið mætti ekki við fleiri mistökum, eins og áttu sér stað í leiknum gegn Lettum. „Við eigum Svía eftir á útivelli, Dani á heimavelli og Spánverja á úti- velli. Þetta eru allt erfiðir leikir og við þurfum þrjú stig núna,“ sagði Baird, sem var ánægður með úrslitin úr leik Íslands og Spánar og Svía og Dana. „Við vorum himinlifandi. Úrslit- in voru okkur í hag. Við gátum ekki beðið um neitt meira. Við gætum verið í efsta sæti núna, en svo er ekki. Við erum enn í öðru sæti og þetta er enn í okkar höndum,“ sagði Baird. Hann býst við erfiðum leik gegn Íslandi. „Við vitum að þeir (Íslend- ingar) eru með stórt og sterkt lið lík- amlega. Ef við getum staðið í þeim að því leyti og spilað okkar leik, þá er ég viss um að við getum unnið,“ sagði Baird og bætti við að hann óttaðist Eið Smára Guðjohnsen. „Hann var okkur erfiður í fyrsta leiknum. Hann er frábær leikmaður. Ef hann er á bekknum þá er hann á bekknum og ef hann byrjar inn á þá byrjar hann inn á. Við verðum bara að spila okkar leik og vonandi náum við að halda honum niðri og vinna leikinn fyrir stuðningsmenn okkar. Við þurfum að vinna leikinn til að halda í við Svía,“ sagði Baird. enn í okkar höndum Warren Feeney, leikmaður Swansea og Norður-Írlands, sagði að leikmenn landsliðsins hefðu ver- ið ósáttir við sjálfa sig eftir tapið gegn Lettum. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa. Við erum álíka vonsviknir yfir frammistöðunni og við erum með úrslitin. Þetta var stór leikur og við ætluðum að ná sex stigum úr þess- um leikjum. Það næst ekki en svona er þetta og við einbeitum okkur að Íslandi núna,“ sagði Feeney. Hann sagði að það væri mik- ið vatn runnið til sjávar frá því að Norður-Írland tapaði fyrir Íslandi á heimavelli. „Það var fyrsti leikur- inn og við töpuðum. En við höfum brugðist vel við. Þetta gekk ekki upp geng Lettum og það vill enginn tapa. Það eina sem við getum gert núna er að fá þrjú stig gegn Íslandi. Önn- ur úrslit á laugardaginn voru okkur í hag og þetta er enn í okkar höndum,“ sagði Feeney. Feeney er sóknarmaður en hefur enn ekki skorað mark í undankeppn- inni. David Healy er aðalmarkaskor- ari Norður-Íra og Feeney sagðist finna fyrir ákveðinni pressu til að skora mark. „Það eru allir undir pressu. Það er pressa á markverðinum og í gegnum allt liðið. David er aðalmaðurinn og hefur séð um að skora mörkin. Það er pressa á öllum en það er hluti af leiknum,“ sagði Feeney, sem hefur ekki byrjað inn á í landsleik frá því gegn Svíum 28. mars. „Ég fer ekkert í felur með það að ég vil byrja inn á. Niger (Worthing- ton) hefur sínar eigin hugmundir. Vonandi byrja ég inn á á miðviku- daginn. Ég vil sýna honum hvað ég get og ég þarf að byrja inn á til að gera það,“ sagði Feeney. Hann bætti við að þrátt fyrir Norð- ur-Írland myndi tapa gegn Íslandi væru möguleikar liðsins á að komast á EM 2008 ekki úr sögunni. „Margir telja svo vera en ef við horfum aftur til laugardagsins sögðu margir að við yrðum að ná sex stig- um úr þessum leikjum. Við getum enn náð þremur og samt átt mögu- leika. Við þurfum að vinna alla okkar heimaleiki og sjá svo til hvað við get- um gert á útivelli. Við ætlum okkur að vinna og það er góður möguleiki. Ég myndi ekki segja að möguleikinn væri úr sögunni ef við töpum, því það getur allt gerst í fótbolta,“ sagði Feeney. dagur sveiNN dagBjartssoN blaðamaður skrifar: dagur@dv.is ÞURFUM ÞRJÚ STIG leikmaður fulham Norður-Írar eru með nokkra leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni. einn þeirra er Chris baird, fyrirliði liðsins og leikmaður Fulham. Ætla sér þrjú stig Warren Feeney, leikmaður swansea, segir að möguleikar Norður-Íra séu ekki úr sögunni ef liðið tapar en liðið ætli sér samt þrjú stig. Svo gæti farið að David Healy verði ekki með Norður-Írum gegn Íslandi á morgun. Hann meiddist á æfingu í gær og haltraði út af. Healy hefur skorað ellefu af þrettán mörk- um Norður-Íra í undankeppni EM. Healy fékk spark í kálfann og hætti á æfingunni, öryggisins vegna. Ástand hans verður metið í dag og á morgun. Hans yrði sárt saknað úr liði Norður-Íra. Hann hefur skorað ellefu mörk í undankeppninni hing- að til og 31 mark í 58 landsleikjum samtals. Healy er ekki eini leikmaðurinn sem á við meiðsli að stríða. Keith Gillespie, leikmaður Sheffield Un- ited, og Jonny Evans, leikmaður Manchester United, æfðu ekki með liðinu í gær vegna meiðsla. Óvíst er með þátttöku þeirra í leiknum á morgun. Þrátt fyrir tap gegn Lettlandi í síðasta leik hefur Nigel Worthington reynt að taka það jákvæða með sér í leikinn gegn Íslendingum. Norð- ur-Írar eru enn í öðru sæti riðilsins, þökk sé úrslitum í öðrum leikjum um síðustu helgi. „Þetta verður mjög erfiður leik- ur og við verðum að nálgast hann á réttan hátt. Við verðum að ná góð- um úrslitum og jafna okkur á áfall- inu gegn Lettum,“ segir Worthing- ton. Chris Brunt, leikmaður W.B.A., er sannfærður um að Norður-Írar nái að jafna sig eftir leikinn gegn Lettlandi. „Þessi leikur gegn Íslandi er mjög mikilvægur fyrir okkur. Við verðum að gleyma leiknum gegn Lettum og einbeita okkur að því sem við gerum best. Allir bjuggust við að við myndum vinna en vonandi var þetta bara einn af þessum leikjum þar sem ekk- ert gengur upp. Það er gott að eiga annan leik fljótlega á eftir þar sem það gefur okkur tækifæri til að koma hlutunum á hreint,“ segir Brunt. dagur@dv.is Fjórir leikmenn Norður-Íra eiga við meiðsli að stríða fyrir leikinn gegn Íslandi: Óvíst hvort healy verði með verður hann með? david Healy meiddist á æfingu í gær og óvíst er hvort hann verður með gegn Íslendingum á morgun. í dag 07:00 CoCa-Cola CHaMPioNsHiP 16:20 PreMier league blaCKburN - maN. City eNdursýNiNg Á leiK blaCKburN og maNCHester City sem Fram Fór um HelgiNa. 18:00 PreMier league world Heimur úrValsdeildariNNar Nýr ÞÁttur Þar sem eNsKa úrVals- deildiN er sKoðuð FrÁ ýmsum óVæNtum Hliðum. 18:30 CoCa Cola MörKiN Farið yFir öll mörKiN og Helstu atViKiN Í leiKjum sÍðustu umFerð- ar Í CoCa Cola deildiNNi. 19:00 PreMier league arseNal - portsmoutH útseNdiNg FrÁ leiK arseNal og portsmoutH Á emirates-VelliNum. 20:40 PreMier league astoN Villa - CHelsea leiKur astoN Villa og CHelsea FrÁ ÞVÍ um sÍðustu Helgi eNdursýNd- ur. 22:20 eNglisH PreMier league eNsKu mörKiN Ný og Hraðari útgÁFa aF Þessum ViNsæla Þætti Þar sem öll mörKiN og Helstu atViK umFerðariNNar eru sýNd FrÁ öllum mögulegum sjóNarHorNum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.