Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 15
DV Sport Þriðjudagur 11. september 2007 15 Sport Þriðjudagur 11. september 2007 sport@dv.is Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Íslands gegn Spánverj- um á laugardaginn. Læknir Barcelona fór fram á að Eiður Smári tæki ekki þátt í leiknum og við því var orðið. Allar líkur eru hins vegar á því að Eiður Smári geti verið með gegn Norður-Írum, hvort sem hann byrj- ar inná eða á varamannabekknum. Eiður Smári hefur verið að æfa með landsliðinu að undanförnu og segist klár í slaginn. Eiður Smári segist vera búinn að fá grænt ljós frá Barcelona fyrir leik- inn gegn Norður-Írum og því sé ekk- ert því til fyrirstöðu að hann spili leikinn. „Það virðist hafa komið upp eitt- hvert panik á föstudagskvöldið. Ég fékk skilaboð frá lækninum úti að hringja í hann og ég gerði það. Við töluðum okkur saman og læknarn- ir töluðu sig saman og því miður var ekki gefið grænt ljós á að ég tæki þátt í þeim leik. Það var bara skynsemin í þessu, sem er kannski alveg rétt. Ég var bara búinn að æfa í þrjá daga eft- ir tveggja til þriggja mánaða meiðsli. Það var bara farið eftir höfðinu frek- ar en hjartanu,“ segir Eiður Smári og bætir við að það hafi ekkert með meiðsli annarra leikmanna Barce- lona að gera. „Við þurfum að tala um það hversu mikinn þátt ég tek, ég og Eyjólfur. Það fer líka eftir því hvernig við munum leggja leikinn upp og annað,“ segir Eiður Smári. Von er á rigningu á morgun og Eiður Smári segir að veðr- áttan skipti máli hvað meiðsli hans varðar. „Sérstaklega þegar kólnar, þá þarf ég lengri upphitun. En það er eitthvað sem ég þarf að lifa við, ekkert mál. Ég er búinn að vera í ágætis styrktarpró- grammi. Eyjólfur hefur verið mjög skilningsrík- ur á það að hleypa mér fyr- ir æfingar og eftir æfingar í lyftingasalinn. Ég þarf á því að halda,“ segir Eiður Smári. Hann á ekki von á því að erfitt verði fyrir hann að berja í sig sama bar- áttuanda og liðið sýndi í leiknum gegn Spánverjum. „Ég get ekki ímyndað mér það. Þeg- ar allir eru að gíra hver annan upp er það bara liðsheildin sem skiptir máli. Ég talaði um það fyrir leikinn að ég fann fyrir hugarfarinu hjá leik- mönnum. Þetta var akkúrat það sem við þurftum, að reyna að gefa allt frá okkur þannig að við fáum eitthvað til baka og allir séu jákvæðir í okk- ar garð. Það var meiriháttar stemn- ing á vellinum og ég held að allir hafi skemmt sér konunglega. Það voru allir svekktir með að hafa ekki unn- ið Spánverja og það segir sitt,“ segir Eiður Smári að lokum. dagur@dv.is Allt bendir til að Eiður Smári verði með gegn Norður-Írum, annað hvort í byrjunarliði eða á bekknum: HEFUR FENGIÐ GRÆNT LJÓS FRÁ BARCELONA Skynsemin réð ferðinni eiður smári segir að það hafi verið skynsamlegt að hann hafi ekki tekið þátt í leiknum gegn spánverj- um. Óvíst um þátttöku Healys Þurfum að sýna stöðugleika 22.11.1949 – 09.09.2007 ásgeir elíasson Ferill Ásgeirs Elíassonar sem leikmanns og þjálfara er glæstur og spannar nær 40 ár. Bls. 18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.