Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 18
Þriðjudagur 11. september 200718 Sport DV Ásgeir Elíasson lést á heimili sínu á sunnudaginn, 57 ára að aldri. Hann var viðloðandi knattspyrnu í meist- araflokki í nær 40 ár og stjórnaði knattspyrnuliði allt fram í andlátið. Ásgeir vann fjölda titla sem leikmaður og þjálfari auk þess sem hann þjálfaði og spilaði með íslenska landsliðinu. Hér er stiklað á stóru í ferli þessa merka manns sem er hverjum íslensk- um knattspyrnuunnanda kunnur. Knattspyrnugoðsögn fallin frá Á sgeir Elíasson féll frá á sunnudag 57 ára að aldri og er mikill söknuður að honum innan knattspyrnu- hreyfingarinnar á Íslandi. Hann reyndi margt á ferli sínum sem spannaði 40 ár sem þjálfari og leikmaður. Hann var þekktur fyrir að láta lið sín spila góða knattspyrnu og lið undir hans stjórn gátu haldið knettinum betur en flest önnur hér á landi. Ferill Ásgeirs sem leikmaður Ásgeir lék alla yngri flokka sína með Fram og hóf leik með liðinu í meistaraflokki 1967, 18 ára gamall. Þar lék hann við góðan orðstír og árið 1970 var hann kallaður inn í landsliðið. Hann lék með A-landsliðinu í knattspyrnu á árunum 1970–1984 og lék hann alls 32 leiki á þessum tíma. Ásgeir var miðvallarleikmað- ur og mjög útsjónarsamur á velli. Hann var mikill íþróttamaður og iðkaði fleiri íþróttagreinar. Hann spilaði á sínum tíma landsleiki í handbolta og fótbolta. Ásgeir snéri sér snemma að knattspyrnu- þjálfun og 25 ára að aldri tók hann við Víkingi frá Ólafsvík sem spilaði þá í fyrsta skipti í næstefstu deild. Liðinu gekk hins vegar ekki vel og endaði í neðsta sæti 2. deildar. Ásgeir gerðist leikmaður með Fram á ný árið eftir og spilaði með liðinu til ársins 1979 þegar hann ákvað að söðla um og snúa sér að þjálfun að nýju. Árið 1980 tók hann við liði FH og spilaði með liðinu auk þess að þjálfa það. Liðið hélt sér uppi í efstu deild en þrátt fyrir það hætti Ásgeir hjá félaginu og tók við 2. deildar liði Þróttar og kom því upp í efstu deild árið 1982 og náði góðum árangri með liðið 1983 og 1984. Athygli vakti þeg- ar Ásgeir var valinn í landsliðið árið 1983 í leik gegn Hollandi en mál manna var að hann yrði sífellt betri með aldrinum „líkt og gott rauðvín“. Gullaldarár Fram Árið 1985 tók Ásgeir við þjálf- un uppeldisfélagsins Fram og upp- hófst þá gullöld Safamýrarliðs- ins þar sem margir titlar unnust á næstu árum. Ásgeir spilaði með liðinu árið 1985 og var þá með sér við hlið leikmenn sem urðu uppi- staðan í meistaraliði næstu ára. Miðja Framliðsins þetta ár saman- stóð af Ásgeiri, Ómari Torfasyni, Pétri Ormslev, Ormari Örlygssyni og Kristni Rúnari Jónssyni auk fleirri leikmanna sem síðar tóku við keflinu. Liðið varð bikarmeist- ari árið 1985 og vann sitt fyrsta Ís- landsmót í 14 ár árið 1986 undir stjórn Ásgeirs. Ásgeir lagði skóna formlega á hilluna árið 1985 en lék þó stöku leik með Fram á næstu árum. Með 1. flokki spilaði Ásgeir langt fram á fimmtugsaldur. Alls lék hann 229 leiki í efstu deild og skoraði 29 mörk. Ásgeir varð þrívegis Íslands- meistari með Fram árin 1986, 1988, og 1990 og þrívegis bikarmeistari árin 1985, 1987, 1989. Góður árangur með landsliðinu Árið 1991 hætti Ásgeir með Fram og tók við íslenska lands- liðinu og stýrði því til ársins 1995. Undir hans stjórn náði landsliðið hæst á styrkleikalista FIFA frá því farið var að gefa hann út. Í tíð hans sem landsliðsþjálfari lék liðið gjarnan góða knattspyrnu og hæst ber sigra gegn Spánverj- um í undankeppni EM 1992, 2–0, og tvo á Ungverjum heima og úti í undankeppni HM árið 1993. Hann stjórnaði landsliðinu í 35 lands- leikjum, vann 12 leiki, gerði 8 jafn- tefli og tapaði 15. Árið 1995 snéri Ásgeir til baka í Safamýri og tók við Fram sem lék í næstefstu deild. Liðið vann deild- ina örugglega. Árið eftir lenti liðið í fjórða sæti. Hann stjórnaði Fram til 1999 en tók við Þrótti árið 2000 og kom liðinu tvívegis upp í efstu deild árið 2002 og 2004 en það féll um deild árið 2003 og 2005. Ásgeir tók við Fram á ný árið 2006 þegar liðið var í 1. deild og vann liðið deildina örugglega það ár. Á þessu ári stjórnaði hann liði ÍR í 2. deild en liðið er í harðri bar- áttu um sæti í 1. deild. Árangur Ásgeirs og framkoma á knattspyrnuvelli mun seint gleymast. Hann naut þess að spila knatt- spyrnu og lék hana einatt með bros á vör. Lið und- ir hans stjórn voru gjarnan þekkt fyrir að spila góða knattspyrnu og láta andstæðingana hafa mikið fyrir því að vinna knöttinn af liðinu. Í viðtali við DV fyrr í sumar kom glögglega í ljós sú sýn sem hann hafði á knattspyrnu. Hér eru nokkur brot úr viðtalinu: „Um leið og menn þekkja sitt hlutverk inni á velli geta þeir bætt sig í fótbolta. Stór hluti leikskilnings er að þekkja sitt hlutverk og þegar verkaskiptingin er skýr er hægt að byggja upp lið sem spilar vel saman.“ „Liðin mótast alltaf af þjálfaranum og því sem hann vill gera. Mér finnst alltaf svolítið fyndið að sjá þeg- ar maður les blöðin að þar eru þjálfarar að segja að þeirra lið hafi reynt að spila fótbolta. En fótbolta er hægt að spila á ótal vegu. Ég hef ákveðna skoð- un á því hvernig á að spila fótbolta en aðrir vilja spila annars konar fótbolta, hvort tveggja er þó fót- bolti.“ „Ég held að það þurfi að leggja meiri áherslu á mót- töku, sendingar og kannski hvernig á að hugsa í fót- boltaleik. Að sjálfsögðu æfast krakkar mikið á því að vera úti að leika sér. En á æfingum er hægt að leiðrétta menn og kenna mönnum að framkvæma hluti. Oft sé ég menn í meistaraflokki sem kunna ekki að sparka inn- anfótar og því tel ég brýnt að vinna betur í grasrótinni með ungviðið og kenna slíka hluti sem er einfalt að laga, en það þarf samt að æfa þá. Þetta er eitthvað sem er ábótavant í okkar þjálfun og maður spyr sig stundum hvort þetta sé eitthvað sem vantar í þjálfaramenntun, að kenna mönnum að sparka. Spyrnur eru jú einn stærsti þáttur leiksins.“ arfleifð ásgeirs Ásgeir með Guðmundi Torfasyni margir góðir leikmenn hafa spilað undir stjórn Ásgeirs og þeirra á meðal er guðmundur torfason sem á markametið á Íslandsmótinu ásamt fleirum með 19 mörk. Ásgeir Elíasson er hverjum knattspyrnuunn- anda kunnur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.