Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 11. september 20076 Fréttir DV Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akra- ness, er æfur út í Vinnumálastofnun. Hann segist ekki skilja linkind hennar gagnvart augljósum lögbrotum og undrast syndakvittun stofnunarinnar til handa fyrirtækinu Formaco. Í dag gengur hann á fund félagsmálaráðherra til að kvarta yfir vinnu- brögðum Vinnumálastofnunar í málefnum fyrirtæksins. „Ég botna ekkert í því hvað Vinnu- málastofnun gengur til. Það er hreint með ólíkindum að stofnunin sé að skrifa út syndakvittun fyrirtækis með þessum hætti eftir að hún beinlínis hvatti til þess að Formaco yrði kært,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur stendur í stórræðum eftir að hann kærði fyrirtækið Form- aco fyrir ólögmæta starfsemi með erlenda starfsmenn. Eftir að hafa ráðfært sig við Vinnumálastofnun kærði hann fyrirtækið fyrir að sinna ekki lögbundnum skráningum fjölda starfsmanna og standa ekki í skilum á opinberum gjöldum. Nú hefur dæm- ið snúist við að mati Vilhjálms eftir að Formaco hótar honum lögsókn og telur hann fyrirtækið hafa upp á vas- ann stuðningsyfirlýsingu Vinnumála- stofnunar þar sem starfsmaður henn- ar meðal annars hafnar að hafa hvatt til kærunnar. Hann undrast mótbyr- inn frá Vinnumálastofnun og fer á fund félagsmálaráðherra í dag til að kvarta yfir starfsemi stofnunarinnar. Rökstuddar grunsemdir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið fyrr en hann væri búinn að funda með Vilhjálmi. Fundur þeirra fer fram í dag og von- ast Gissur eftir því að allur ágreining- ur verði þá úr sögunni. Benedikt Lundal, rannsóknarlög- reglumaður hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, hefur verið að rann- saka kæru verkalýðshreyfingarinnar á hendur Formaco. Hann segir lög- fræðinga embættisins vera að yfirfara niðurstöðu rannsóknarinnar. „Búið er að fara yfir hvaða brot voru fram- in og nú þurfa lögfræðingarnir að fara yfir þetta. Kæran var ljómandi vel upp sett af hálfu verkalýðshreyfingarinn- ar og skýr röksemdafærsla liggur fyr- ir. Það eru svo sannarlega til staðar rökstuddar grunsemdir um lögbrot af hálfu fyrirtækisins. Lögfræðingar okkar eru nú að íhuga hvaða stefnu skal taka í málinu,“ segir Benedikt. Ekkert lagað til Aðspurður segist Vilhjálmur sannfærður um að ekkert hafi breyst til batnaðar hjá Formaco. Hann seg- ir það grafalvarlegt þegar fyrirtæki greiða ekki skatta sína og sinna ekki skyldum sínum hér á landi. „Það liggur fyrir að fyrirtækið hefur ekkert lagað til hjá sér og nú á ég allt í einu að biðjast afsökunar. Í bréfi frá fyrir- tækinu vitnar það til stuðningsyfir- lýsingar Vinnumálastofnunar og af- sökunarbeiðni hennar. Vinnubrögð Vinnumálastofnunar eru með ólík- indum og ég skil ekki að stofnunin sé að láta hafa sig út í svona skrípa- leik. Syndakvittun þeirra kastar rýrð á mitt félag sem er að reyna að koma hlutunum í lag og ég veit til þess að málefni Formaco eru ekki ennþá komin í lag,“ segir Vilhjálmur. „Ég staðfesti það að Vinnumála- stofnun hvatti til kærunnar og sagði að margítrekuð brot lægju fyrir. Nú er hún að reyna að fría sig gagnvart fyrirtækinu. Mér finnst stórfurðu- legt að stofnunin sé ekki að taka hart á málefnum fyrirtækja sem eru með allt niður um sig. Öll gögn sem liggja fyrir í málinu staðfesta grun- semdir um lögbrot og það getur ekki talist eðlilegt að ekki sé búið að grípa til aðgerða gegn fyrirtæk- inu. Þeir hafa heimildir til að stöðva starfsemi og beita dagsektum. Það liggur fyrir að hlutirnir eru ekki í lagi hjá Formaco, starfsmennirn- ir hafa enn ekki fengið dvalarleyfi, ekki fengið kennitölur og ekki hafa verið greiddir skattar af launum.“ Blæs á fullyrðingar Í nýlegu bréfi Formaco til Verka- lýðsfélags Akraness, sem DV hef- VINNUMÁLASTOFNUN FRÍAR FORMACO ÁBYRGÐ Gissur Pétursson Forstjóri Vinnumála- stofnunar fundar með formanni Verkalýðsfélags akraness í dag vegna málefna Formaco. Hann vonast til að hægt verði að greiða úr öllum ágreiningi. Vilhjálmur Birgisson Formaður Verkalýðsfélags akraness er ekki ánægður með stuðning Vinnumálastofnunar. Hann fundar með félagsmálaráðherra í dag þar sem hann mun fara yfir málefni Formaco og aðkomu stofnunarinnar. TRausTi hafsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.