Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 19
Kjarvalsstaðir „Kjarvalsstaðir eru eiginlega framlenging á stofunni heima. Ég bý rétt hjá listasafninu og kem hingað reglulega, fæ mér kaffi og les blöðin. Þetta er hús sem stenst tímans tönn. Það verður betra og betra með árunum; eins og gott rauðvín. Þetta er dæmi um hús sem fellur vel inn í umhverfið og er svolítið eins og skúlptúr í garðinum. Húsið er látlaust sem gerir það að vel heppnuðu listasafni því það keppir ekki við listaverkin. Kjarvalsstaðir voru byggðir á árunum 1966 til 1973 og teiknaðir af arkitektinum Hannesi Kr. Davíðssyni.“ DV mynd Stefán Blikanes 20 „Þetta hús var teiknað af Pálmari Kristmundssyni og byggt á árunum 2000 og 2001. Ég var að vinna aðeins með honum að innréttingum hússins svo ég þekki það vel. Húsið er stílhreint og minnir eilítið á skúlptúr. Pálmar er mín- ímalisti, en samt ekki, því það er svo margt sem kemur á óvart í byggingum hans. Húsið er á þremur pöllum og þar af leiðandi upplifir fólk það á mis- munandi hátt eftir því hvar það er statt inni í því. Það kom mér ekki á óvart þegar hann var tilnefndur til Mies van der Rohe-verðlaunanna.“DV mynd Stefán Bakkaflöt 1 D V m ynd Stefán „Þetta er eitt af fáum húsum hér á landi eftir arkitekt- inn Högnu Sigurðardóttur en Högna hefur verið búsett í Frakklandi í mörg ár. Húsið er byggt á árunum 1965 til 1968. Högna er frumkvöðull í ákveðnum byggingarstíl sem túlkar menningu og lifnaðarhætti landans. Húsið á Bakkaflöt er gott dæmi um þennan stíl Högnu því það er mjög innhverft eins og íslensku torfbæirnir voru í þeim tilgangi að skýla fólki fyrir veðrum og vindum. Arinninn er miðja hússins eins og algengt var í baðstofum til forna þar sem fólkið safnaðist saman og yljaði sér við eldinn.“ Framhald á næstu síðu DV Arkitektúr þriðjudagur 11. september 2007 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.