Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 22
Svarthöfði kann að meta kven-lega fegurð en er þó ekkert sér-staklega mikið fyrir súludans þar sem iðandi nektin er aðalatriði. Þessi afstaða til nektar er megin- ástæða þess að Svarthöfði hefur ekki lagt leið sína á nektar- staðinn Gold- finger í Kópa- vogi fremur en Bohem eða aðra staði sem eru klám- sjúkum körlum líkn og fró frá ísköld- um veruleika þeirra eigin heimila. Og af því að Svarthöfði er frjálslynd- ur styður hann tilvist þessara staða á meðan viðskiptin eru á heiðarlegum grunni. Karlar, sem þurfa nauðsyn-lega að slaka af frá amstri dagsins og upplifa skilyrðis- lausa nekt, verða að eiga sinn stað. Með því að njóta nektar gegn gjaldi losa þeir um spennu. Við- búið er að ófull- nægðir karlar sem hvergi fá þrá sinni eftir glápi fullnægt verði vitlausir heimafyrir. Það getur leitt til of- beldis og ófyrir- sjáanlegra harmleikja. Og það er einmitt þetta sem bæjarstjórinn í Kópavogi benti á fyrir nokkrum árum þegar hann var að tryggja súlustaðnum Goldfinger starfsleyfi í bænum sín- um. Hann vitnaði til er- lendra rann- sókna sem leiddu í ljós að þar sem nektardans var bannaður braust fram ofbeldi og vændi á götum úti. Það er kom- ið á daginn að bæjarstjórinn, sem sjálfur nýtti sér slökunarmöguleika Goldfinger, hafði rétt fyrir sér. Engin dæmi eru um gleðikon-ur á götum Kópavogs seinustu árin og ofbeldi þar er fáséð. Allt annað er uppi á teningnum í miðborg Reykjavíkur þar sem ofbeldi er svo al- gengt að kalla þarf til sérsveitina viku- lega til að halda uppi reglu á sama tíma og rósemin ein ríkir í Kópavogi. Einhverjar stúlkur sem unnu á Gold- finger hafa vogað sér að halda því fram í viðtölum að vændi og mansal hafi átt sér stað þar. Þetta er ótrúleg ósvífni og eðlilegt að veitingamann- inum sé svo brugðið að hann hafi ákveðið að draga stúlkurnar og fjöl- miðla fyrir dómstóla. En laun heims- ins eru gjarnan vanþakklæti. Óvandaðir fjölmiðlar gera sér enga grein fyrir því að Geiri á Goldfinger hefur útrýmt vændi af götum Kópavogs með því að leggja til griðastað fyrir karla með sterka kynhvöt. Eðlilegra hefði verið að Geiri fengi friðarverðlaun Kópavogs fyrir mannbætandi starf í þágu samfélagsins alls. Allavega er lágmarkskrafa að hann verði gerður að heiðursborgara. Þriðjudagur 11. september 200722 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm. fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson Umbrot: dV. Prentvinnsla: prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðalnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010, Áskriftarsími 512 7080, auglýsingar 512 70 40. Súlur reiðinnar svarthöfði Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. Miðborgin má ekki vera þannig að þar geti ekki verið eðlilegt mannlíf. Burt með búllurnar Leiðari Það er engin lausn að óeirðalögga með sérlega langar kylfur haldi aftur af versta lýðnum í miðborg Reykjavíkur um helg-ar. Það verður að losa miðborgina við allt þetta rugl, allt ofbeldið, ólætin, ringulreið- ina, dónaskapinn, fantaskapinn og allt hitt sem fylgir skrílslátunum sem óeirðalögreglan er að reyna að draga úr. Miðborg Reykjavíkur er meira virði en svo að hægt sé að sættast við að hún sé í herkví skríls að minnsta kosti tvo sólarhringa í viku. Aðrir Reykvíkingar og aðrir landsmenn eiga skilið að geta gengið um miðborgina þeg- ar þeim hentar og þegar þeir vilja. Það á ekki að þurfa að gera það undir mögulegri vernd óeirða- lögreglu. Það þarf að koma búllunum burt úr miðborg- inni og þeir veitingastaðir sem verða í miðborginni verða að fá skilyrt vínveitingaleyfi, þannig að þeir megi ekki selja áfengi eft- ir miðnætti. Að sama skapi verða veitingastaðirnir að sjá til þess að reykingafólk standi ekki á gangstéttum við reykingar og jafn- vel mígi þar og æli. Slíkt er víst alsiða núna. Frelsi eins endar þar sem frelsi annars skerðist. Þannig verður þetta að vera og það er ekki hægt að sættast á að undir heitinu skemmtanalíf sé hægt að leggja miðborg höfuðborgar landsins undir í því ólífi sem óeirðalögreglan á nú að reyna að berjast gegn. Þetta er svo fáránleg staða að það verður að koma til framtíðarlausn, ekki með her eða óeirðalögreglu, heldur með heilbrigðari og mannsæmandi hegðan borgaranna. Fólk hlýtur að geta sæst á að drekka og dansa í húsum sem eru annars staðar en í miðborginni. Og ef ekki, þá verður bara svo að vera, en umfram allt, burt með búllurnar þannig að í miðborginni get vaxið og dafnað eðlilegt borgarlíf. Ekki má líta framhjá því að lögreglan er að gera ágæta hluti. Það er gott að taka á mestu dónun- um og rustunum. En það er ekki á færi nokkurs manns, ekki hefðbundinnar lögreglu, ekki á færi óeirðalögreglu og ekki einu sinni hæfustu herja að koma í veg fyrir öll þau skrílslæti sem viðgangast í miðborg- inni. Það er migið og ælt um allt, glös eru brotin, fólk er lamið og svívirt og í skjóli fjölmennis eru framdir alvarlegri glæpir. Það sýna mörg og sár dæmi. Borgaryfirvöld verða að taka á þessum vanda og leysa hann. Miðborgin má ekki vera þannig að þar geti ekki verið eðlilegt mannlíf. DómstóLL götunnar Hvernig fer landsleikurinn við norður-Íra? „Ég held að norður-írar vinni 2–1 á móti íslandi. Ég fylgdist með leiknum á laugardaginn með öðru auganu. strákarnir spiluðu ágætlega.“ Signý Guðmundsdóttir, 78 ára ellilífeyrisþegi og húsmóðir „Ég fylgist lítið með fótbolta. Ég frétti bara hvernig leikurinn á laugardaginn fór. Við gerum líklega bara aftur jafntefli í næsta leik.“ Helgi Jón Magnússon, 34 ára eldhússtarfsmaður „Ég horfði á allan leikinn gegn spánverjunum. strákarnir voru alveg æðislegir. Ég var ánægð með þá. Ég er ekki viss um hversu sterkir írarnir eru en ég vona að íslendingar vinni 2–0.“ Auður Axelsdóttir, 67 ára fótaaðgerðafræðingur „Ég fylgist nú ekki mikið með boltanum. Við gerðum auðvitað jafntefli á laugardaginn. Ætli það verði ekki jafntefli aftur. 1–1.“ Stefán Jóhannesson, 41 árs rafvirki sanDkorn n Meðal jólabóka sem eru í farvatninu er bók Guðjóns Friðrikssonar rithöfundar um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, þar sem farið er yfir embættis- feril hans. Hermt er að í bókinni láti forsetinn sprengjur falla á bæði borð. Þar má reikna með að Davíð Oddsson, fjandvinur forsetans, fái á baukinn. En bókin og yfir- vofandi sprengjur vekja líka upp vangaveltur um að forsetinn hafi ákveðið að láta af embætti í vor og þetta sé svanasöngur hans. n Útvarpskonan Arnþrúð- ur Karlsdóttir er í fullkomnu uppnámi vegna brotthvarfs Jóhanns Haukssonar á Sögu en kappinn hefur gengið til liðs við dv.is. Svo er að sjá sem hún kenni DV um að hafa rænt Jó- hanni frá sér því drjúgur útsendingartími fer í að fjarg- viðrast út í blaðið og starfsmenn þess. Arnþrúður gerðist meira að segja í herferð sinni sérlegur fulltrúi Guðmundar Jónssonar í Byrginu sem var til umfjöllun- ar í helgarblaði DV á dögunum. Svo einkennilegt sem það var, þá taldi útvarpsstjórinn DV hafa farið hamförum í málinu. n Óli Tynes fréttamaður á visir.is hefur látið að sér kveða að undanförnu og virðist hafa fengið fullkomið frelsi hjá ný- ráðnum ritstjóra Vísis, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, til þess að skrifa fréttir eftir eigin höfði. Í umsögn um Óla á visir.is segir með- al annars: „Lyklaborð- ið er sem deig í færum höndum Óla, sem skrifar ekki bara lipran texta heldur er fær- asti fyrirsagnasmiður lands- ins.“ Hér á eftir eru nokkrar af fyrirsögnum á fréttum sem Óli Tynes hefur skrifað og birtar hafa verið á visir.is á síðastliðn- um mánuði: Völdu blondínuna með stærstu brjóstin Graðir kommar Danir halda framhjá í bunkum Sprengdi hjákonuna í loft upp Ég er svo ánægður að vera hérna uppá konunni minni Bróðirinn bollaði kærustuna Hommarnir elska Putin Dýrt að vingsa túttunum Velja flottasta bossa í heimi Rangt hús, rangt rúm og röng kona Stóðlífsfyrirtæki velta milljörð- um Næsta... úr tuskunum Dýr dráttur Ég er á lausu Komdu þér út kerling Kátar konur í Kaupmannahöfn Banna samfarir á timburfleka í Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.