Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 23
Frumleiki popplistarinnar fólst í því að vera ófrumleg og fyndin. Til þess var oft sótt efni í verk sígildrar myndlistar, það afskræmt í tilgangs- leysi og litir gerðir jafn glannalegir og á dósamiðum. Fram að þessu at- hæfi var samkomulag í myndlist að gera ekki líkingar nema ef nemend- ur þjálfuðu sig við þær í söfnum með opinberu leyfi. Popplistin gerði virð- inguna að engu, enda eiga Banda- ríkjamenn litlar hefðir í myndlist. Að fengnu frelsi virðingarleysisins notuðu fyrirtæki málverk í auglýs- ingum til dæmis við sölu á gallabux- um: Adam var færður í þær á mál- verki Michelangelos af sköpuninni. Þetta þótti slík óhæfa að framleið- andinn dró auglýsinguna til baka og bað heimslistina afsökunar. En síðan hefur „sniðugum“ myndum skotið upp, klámstjörnur klæðast í auglýsingum sem gyðjur Botticell- is. Ítölsk málverk frá endurreisninni verða helst fyrir barðinu á þessu sem engum finnst vera fyndið eða frum- legt nema kannski í Listaháskóla Ís- lands. Auglýsing Símans bendir til þess. Auðvitað skiptir hún engu máli heldur að prófessor í listgrein lærð- ur í Vancouver telji hana „snilldar- herbragð“ sem hittir í mark. Eitthvað efast hann samt um skoðun sína því hann notar sér til varnar að kirkj- an hafi oft afskræmt sömu mynd. Buñuel gerði það líka í kvikmynd en á meistaralegan hátt sem verður ekki einu sinni endurbættur í Reykjavík. Það er rétt hjá prófessornum, til er sægur af væmnum erlendum eftir- líkingum af Kvöldmáltíðinni sem eru gerðar af gnörrum til að laða aðra gnarra að kirkjunni og ekkert við því að segja, en að fræðimaður verji ís- lenska gnarrið vekur efasemdir um hæfni og smekk. Vegna þess að með rökum sínum talar hann eins og mömmur þegar synir brjóta glugga; þær verja „brotið“ með því að segja: Jói þinn braut rúðu, má Gunni minn þá ekki gera það líka? Ég held að há- menntaðir prófessorar eigi að forðast fyrirmyndir af mömmum ringluðum í sið- og fagurfræði vegna rúðubrota dekursona. En það er ástæðulaust að víkja prófessor úr starfi fyrir viðhorf hans til fagurfræði en hægt að spyrja góðrar spurningar: Benda ummæl- in til þess að hann kokki nú vitið frá Vancouver til að halda síðustu kvöld- máltíð íslenskrar myndlistar í hinum nýstofnaða Listaháskóla og ætli síð- an að bjóða bara upp á gnarr í deild- inni? Ég spyr því ef ungir myndlist- arpostular landsins eru færðir inn á tölvu og öldrunartækni beitt á skján- um sést margt svipað með andlegum gráma þeirra og hinna á meistara- verki Símans. Himinn Þessi mynd er tekin frá Lambhól á Ægisíðunni og er horft út á Reykjanesið. Skýin haga sér stundum undarlega. DV-MYND: ÁSGEIRmyndin P lús eð a m ínu s Plúsinn að þessu sinni fær Emil Hallfreðsson landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu. Emil skoraði sitt fyrsta mark fyrir A- landsliðið í jafnteflisleik gegn Spánverjum um helgina. Spurningin „Af sömu ástæðu spyr ég: Af hverju ekki djamm með „zero“ þynnku?“ segir Stefán Magnússon, markaðsstjóri Vífilfells. Af Hverju ekki miðborg með „zero tolerAnce“? Sandkassinn LaugardagskvöLdið var öðruvísi en önnur laugardagskvöld sem ég man eftir. Aldrei fyrr hef ég talað við jafn marga sem komnir eru til ára sinna á einu kvöldi. Vindurinn hvein, regnið lamdi rúðurnar og í sjónvarpi allra landsmanna var ver- ið að sýna fót- boltaleik. Eldri borgarar sem lifa af ellilífeyri sínum hafa ekki tök á að kaupa sér aðgang að öðrum stöðvum. Þeir treysta á að Sjónvarp allra landsmanna stytti þeim stund- ir og borga þess vegna skyldu- áskriftina þegjandi og hljóðalaust. Þeim er sýnd lítilsvirðing með því að sjónvarpa fótboltaleik á besta tíma á laugardagskvöldi. „Hvaða tuð er þetta?“ heyri ég ykkur segja. „Eru ekki misjafnlega vondir þættir sýndir í sjónvarpi hvort sem er?“ Jú, vissulega. Þeir standa bara ekki yfir í tvær klukkustundir sleitulaust snemma á laugardagskvöldi. EinhvErra hLuta vEgna eru margir, ekki síst fullorðið fólk, aldrei jafn einmana og um helgar. Mér fannst sárt að heyra í þessu fólki. Burtséð frá sjónvarpsefni, þá kvíði ég því ef ég verð gömul. Ég kvíði því ef við- horf til eldra fólks fer ekki að lagast. Ég hef tekið upp matarsendingar sem eldri kona fékk senda úr stór- verslun. Nánast allur maturinn var útrunn- inn mörgum dögum áður. Hún hefur feng- ið heimsend lyf sem hefði átt að vera búið að taka úr sölu. Hvað er að gerast? Er verið að fleygja ónýtu drasli í gamalt fólk? Hvað varð um virðinguna sem minni kynslóð var uppálagt að sýna þeim eldri? Það þarf ekki að spyrja: „Ber mér að gæta bróður míns?“ Svarið er já. Við eigum að passa hvert upp á annað. Flóknara er það ekki. aLLa hELgina hEf ég líka velt fyrir mér hversu skrýtið þetta líf er. Vinir koma og fara. Ég held að öllu sé afmörkuð stund og á sama hátt sé okkur ætlað að ganga hluta þessar- ar jarðvistar í fylgd með einhverj- um, læra af honum og kenna hon- um. Svo lýkur þeim kafla og hver heldur sína leið í sátt og samlyndi. En það er skrýtið að standa við hliðina á ein- hverjum sem var manni kær- astur í mörg ár og heilsa ekki. Maður veit ekki einu sinni hvað gerðist. Og ef það er eitthvað sem ég ekki skil, þá er það hvernig ást getur breyst í hatur. Anna kristine kvíðir því að verða gömul og skilur ekki hvernig ást getur breyst í hatur. Síðasta kvöldmáltíð yndlistarinnar DV Umræða ÞRiðjudAguR 11. SepteMbeR 2007 23 DV fyrir 25 árum guðbergur bergsson rithöfundur skrifar „En síðan hefur „sniðugum“ myndum skotið upp, klámstjörnur klæðast í aug- lýsingum sem gyðjur Botticellis. Ítölsk málverk frá endurreisninni verða helst fyrir barðinu á þessu sem engum finnst vera fyndið eða frumlegt nema kannski í Listahá- skóla Íslands. Auglýsing Símans bendir til þess.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.