Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2007, Blaðsíða 13
DV Arkitektúr þriðjudagur 11. september 2007 13 U m sjó n : B e rg lin d H ä sle r N e tfa n g b e rg lin d @ d v.is Brot af því besta í íslenskum arkitektúr Að mati Olgu Guðrúnar Sigfúsdóttur arkitekts Íslensk byggingarlist á sér ekki langa sögu en engu að síður hafa risið hér hús, og eru enn að rísa, sem við og komandi kynslóðir getum státað okkur af. Heyrast hér þó reglulega óánægjuraddir með borgarskipulagið og orðið „verktakagræðgi“ virðist vera að festa sig í sessi með stækkun hverfa og þéttingu byggðar. Olga Guðrún Sigfúsdóttir arkitekt var fengin til þess að fjalla um íslenskan arkitektúr og velja nokkrar byggingar, gamlar sem nýjar, sem að hennar mati skara fram úr. Byggingarnar sem Olga Guðrún valdi eru fjölbreyttar og ólíkar en allar eiga þær eitt sameiginlegt; þær eru í engri samkeppni við náttúruna og falla vel að því umhverfi sem þær eru staðsettar í. Það er þessi eiginleiki sem Olga Guðrún segir vera einn þann mikilvægasta í öllum arkitektúr; eiginleiki sem oft virðist gleymast. „Arkitektúr á Íslandi er ungt fag og hafa íslenskir arkitektar þurft að afla sér menntunar er- lendis,“ segir Olga Guðrún Sig- fúsdóttir arkitekt. Olga lærði sjálf í tækniháskólanum í Berlín þar sem hún bjó í níu ár. „Íslenskir arkitektar hafa lært í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum, svo eitthvað sem nefnt. Það skýrir kannski einna helst fjölbreytn- ina í íslenskri byggingarlist sem er í senn jákvætt og neikvætt,“ segir Olga Guðrún. Verktakagræðgi „Þróunin hefur í raun ver- ið svo ör að erfitt hefur reynst að stemma stigu við því sem er að gerast í Reykjavík. Úthverfin stækka en þétting byggðar í mið- bænum hefur lotið í lægra haldi.“ Að mati Olgu endurspegla nýju hverfin í borginni ákveðna verk- takagræðgi þar sem fagurfræðin spilar sjaldnast stóra rullu. „Það virðist skipta meira máli að fá sem mest fyrir sem minnst.“ Byggingararfleifð framtíðarinnar Verktakar þurfa að fara eft- ir deiliskipulagi sem er í hönd- um borgar- eða bæjaryfirvalda. Deiliskipulag segir til dæmis til um, í einföldu máli, hversu há og breið byggingin má vera. „Verk- takinn nýtir þetta svo hundrað prósent til að hámarka gróðann og sækir jafnvel um undanþágu til að bæta einhverju við svona til öryggis því ekki má fermetri fara til spillis.“ Olga segir að af þessum sökum verði því til lítið svigrúm til að forma byggingar eða aðlaga þær umhverfi sínu. „Verktakinn leitar svo til verk- fræðings, byggingarfræðings eða arkitekts til að teikna húsið sem oftar en ekki þarft að vinna innan mjög þröngs ramma.“ Að mati Olgu þurfa verktakar að endurskoða viðhorf sitt til um- hverfisins og til byggingarlist- ar. „Það ætti í rauninni að vera skylda allra verktaka að nema byggingarlist í að minnsta kosti eitt til tvö ár því það eru þeir sem eru að móta borgina okkar. Fag- urfræðin þarf að vera höfð að leiðarljósi því þetta er bygging- ararfleifð framtíðar okkar.“ Samspil byggingarlistar og náttúru Við teikningu og byggingu nýrra húsa þykir Olgu mikilvæg- ast að hafa í huga að byggingar falli vel að náttúru og umhverfi. „Það er ákveðin stefna í arkitekt- úr þegar náttúran er látin flæða inn í byggingar og þannig verður náttúran hluti af byggingunni. Það hefur verið ákveðin vakn- ing í þessum efnum hér á landi en það mætti huga miklu meira að þessu.“ Að mati Olgu þarf fólk í meira mæli að verða meðvit- aðra um umhverfið sem það býr í. „Við þurfum að kynna bygg- ingarlist fyrir börnunum okkar. Vinkona mín, Guja Dögg Hauks- dóttir, er einmitt að fara að gefa út bók sem heitir Byggingarlist í sjónhæð og er ætluð börnum á grunnskólastigi,“ segir Olga Guðrún sem er orðin spennt fyrir því að fletta í þeirri bók og kenna sínum börnum sitthvað um byggingarlist. arkitektúr Framhald á næstu opnu Fagurfræðin á að vera í fyrirrúmi D V m ynd Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.